Langaði að prófa byssuna?

Lýsingin á hinum látna bendir til þess að hann hafi verið veikur.

Að fimm lögregluþjónar, auk öryggisvarða, gætu ekki komið honum undir læknishendur.

Án þess að beita þessu vopni er furðulegt.

Og alveg sérstaklega að lögreglumaðurinn sem skaut var ekki á vakt. 

Þá læðist að sá ljóti grunur að hann hafi einfaldlega langað til að prófa byssuna. 

Hvað sem rétt er í þessu tilfelli, er þarna kjarni málsins. 

Hræðslan við að vopna lögregluna er einmitt við þá örfáu gikkglöðu. 

Þá sem langar að beita meira valdi en nauðsyn krefur.  


mbl.is Lést eftir Taser-rafstuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Mikið rétt að hræðslan við að vopnvæða er vegna fárra sem langar að prófa vopnin og sína vald sitt með þeim. Ég hef reyndar tapað fésbókarvinum vegna þeirrar skoðunar að lögreglan hér á skerinu hafi ekki þann manskap sem hægt er að treysta til að bera svona tæki og kunna sér hóf í að nota þau.

Ég breyti í engu skoðun minni sérstaklega eftir að hafa upplifað of mikið í sambandi við störf lögreglunnar á Íslandi. Það er nefnilega þannig hér á landi sem og í öðrum löndum að í raun er fæstum treystandi til að bera vopnin.

Pabbi var til dæmis lögreglumaður í mörg ár og hann þurfti aldrey að nota kylfuna eða annað vopn á sínum ferli, geri aðrir betur. Ef það gæti verið svona um alla aðra lögreglumenn þá get ég sagt að batnandi mönnum sé best að lifa. Ég get reyndar viðurkennt að starf lögreglunnar er orðið flónara í dag en það var fyrir 6 árum þegar pabbi var að hætta en það er í mínum huga mest um að kenna niðurskurði til lögreglumála og þá ríkinu að kenna. Auk þess virðist þetta "litla" embætti sem sett var á laggirnar árið 1997 um lögreglumál helst til stækkað um of. Ætla samt ekki að fullyrða of mikið um þessa "súluritskalla" sem þar starfa, eina embættið þar innanborðs sem ég hef mest álit á er almannavarnadeildin.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 22.4.2011 kl. 20:10

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér innslagið Ólafur Björn.

Lögreglumaður sagði mér að það sem vantaði í menntun lögreglumanna væri að þeir þyrftu allir að starfa úti á landi.

Þar sem lögreglumenn væru það fáir að þeir neyddust til að æfa sig í mannlegum samskiptum. 

Nota skynsemi sína til að tala fólk til í stað þess að grípa strax til þvingunaraðgerða.

Faðir þinn hefur greinilega haft þetta í sér.  

Þeir sem aldrei geta afgreitt nein mál án æsings, þvingunaraðgerða og eilíflega með klögumál á sig,

hafa ekkert í lögregluna að gera. 

Þó er hér einn fyrirvari eins og þú kemur inn á.

Þeir sem eru undir áhrifum eiturefna eru síður til þess fallnir að talað sé um fyrir þeim. 

Það er auðvitað hægara um að tala en í að komast. 

Viggó Jörgensson, 23.4.2011 kl. 18:05

3 identicon

http://www.dv.is/frettir/2011/4/11/logreglumenn-og-heilbrigdisstarfsfolk-mogulega-smitad-af-lifrarbolgu/

Þarna hefði Taser mögulega getað bjargað lögreglu og sjúkraflutningamönnum frá því að hugsanlega smitast af lifrarbólgu C

Óskar (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 00:05

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er nú vo að karl faðir minn lærði sjálfur af manni sem vildi tala við menn frekar en að eiga í útitöðum og hafði það reynst föður mínum vel í starfinu sem lögreglumaður.

Óskar bendir líka réttilega á að það eru dæmi um að tazer geti bjargað einhverju en hve mörg tilfelli eru það á ári sem það gerist??? Hvað gerist svo þegar og ef farið verður út í að vopnvæða lögregluna með tazerum? Verðum þá ekki lögreglan í raun farin að beita ofbeldi til að verjast ofbeldi? Hvar endum við þá???

Það er svo margt em ber að varast í þesum málum og ég er einn af þeim sem segir að bestu lögreglumennirnir eru þeir sem fengið hafa skólann í "sveitalöggunni" þar sem menn þurfa oft á tíðum að bjarga sér einir. Mér skylst líka að ríkislögreglustjóri vilji ekki að menn fari að vinna strax á landsbyggðinni sem lögreglumenn þar sem þeir þurfi að afla sér reynlu í borginni. Finst það hæpið að menn verði betri af því að þurfa að vera þar, kanski að ég sé svona mikill landsbyggðarmaður að ég hafi rangt fyrir mér, veit ekki um það...

En tazerar eru slæmir í fleiri tilfellum en hinum svo ég mun vera á móti þeim áfram. Bætum frekar mannleg samskipti og bætum líka aðbúnað lögreglumanna svo þeir þurfi ekki að vera undir allri þeirri pressu sem þeir lenda í. Það er nefnilega þannig að þegar lögreglan er farin að vera í fjársvelti þá bitnar það á allri þeirra þjónustu.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 24.4.2011 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband