21.4.2011 | 17:42
ESB hefur gjörsamlega mistekist að vernda fiskistofna sína.
Það hafa þeir reynt frá því 1983 eða lengur.
Bretar sjálfir og Spánverjar hafa stundað hroðalega rányrkju í Norðursjó.
Spánverjar og Portúgalir hafa gert sitt besta til að eyða þorskstofninum
á Nýfundnalandsmiðum.
Þeir meir að segja flögguðu Panama fána á skipum sínum til að vera alveg utan við lög og rétt.
Allir bíða þeir svo spenntir eftir að Samfylkingin bjóði þeim að ryksuga upp allan fisk við Ísland.
Og það munu þeir gera.
Vanir menn.
Skoða innleiðingu kvótakerfis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég las þessa grein í Mogganum þrisvar áður en ég gafst upp. Það er alveg greinilegt að sá sem skrifar greinina skilur hana ekki frekar en ég. Ekki tekur svo betra við hjá þér Viggó sem lætur betur að tjá þig um sitthvað hvað annað en sjávarútveg.
Fyrst ber að gera sér grein fyrir því að flestir fiskstofnar innan lögsagna ESB ríkja eru sameiginlegir og því þarf að stjórna bæði veiðum og ákvörðunum um heildarafla á sameiginlegum vettvangi. Hvort sá vettvangur heitir ESB eða eitthvað annað er algert aukaatriði - vandamálin hverfa ekki við það þó ESB verði lagt niður. Enda fer öll vísindavinna og ráðgjöf fram fyrir utan stofnanir ESB.
Sá hluti er í höndum Alþjóðahafrannsóknarráðsins ICES sem hefur aðsetur í Köben og saman stendur af 20 þjóðum hér í Norður Atlantshafi. Hafró er eitt þeirra stofnanna sem þar ráða ríkjum og eru okkar menn meira að segja í ráðgjafaráðinu. Þetta er vísinda-mafía sem fer sínu fram hvort heldur viðkomandi ríki séu í ESB eða Nató. ESB úthlutar ríkjakvótum og sér til þess að jafnræðis sé gætt. En ESB hefur ekkert fikveiðikerfi í þeim skilningi sem við setjum í það. Enda eru öll ríkin sem einhverja fiskveiðihagsmuni hafa með sinn sjávarútvegsráðherra sem ákveður hvaða fsikveiðikerfi hentar sinni þjóð - líkt og við gerum. Því kemur sama og ekkert til með að breytast hjá okkur eftir inngöngu hvað þessa þætti áhrærir.
Varðandi Nýfundnaland þá voru hvorki Spánverjar né Portugalar nálægir þegar aflahrunið mikla varð við Nýfundnaland árið 1992 - því þar var fært út í 200 mílur árið 1976 og miðin þá hreinsuð af útlendingum líkt og hér. Svo er gott að hafa í huga; að þegar hrunið varð 1992 höfðu Kanadamenn í 20 ár einnig farið nákvæmlega eftir sömu 25% nýtingarreglunni og hér er notuð, enda Kanada - Hafró einnig hluti af ICES.
Svo færi ég varlega í að tala um flöggun á fiskiskipum - vitandi að úthafssfloti Samherja, stolt okkar Íslendinga, flaggar hentifána Belís.
Atli Hermannsson., 21.4.2011 kl. 22:04
Þakka þér kærlega Atli.
Það er rétt hjá þér að ég hef ekki vit á sjávarútvegsmálum frekar en Ólína Þorvarðardóttir.
Sé svo sem ekki að þú hafir hrakið neitt af því sem ég sagði, en látum það liggja milli hluta.
Og ekki hef ég lagt til að leggja niður Evrópusambandið eða haldið því fram að þá hverfi einhver vandamál.
Ég vil bara ekki að við göngum í sambandið eða deila neinum auðlindum með þeim.
Ef ég skil það rétt þá voru Spánverjar og félagar að veiða utan lögsögunar í Kanada á Nýfundanlandsbanka,
úr stofninum þar við lítinn fögnuð Kanadamanna.
Svo vitum við að eitt er hvað vísindamenn leggja til og annað hvað stjórnmálamenn gera með það.
Hitt er að margsinnis hefur komist í fréttir að fisksstofnar í Norður Atlandshafi væru ofveiddir.
Og að Evrópusambandið er með eins konar heildarstjórnun á veiði sem hefur sem sagt mistekist algerlega.
Þeir eru ekki með kvóta eins og við þekkjum hann.
Þannig reyndu Bretar að segja Spánverjum stólinn fyrir dyrnar á Bretlandsmiðum
en Evrópudómstóllinn henti þeirri löggjöf Breta í ruslið.
Um flöggun Samherja í Belís segjum við o tempora o mores.
Viggó Jörgensson, 22.4.2011 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.