Sparaði okkur 300 - 400 miljarða.

Núverandi forseti hefur, með því að hlusta á þjóðina, 

sparað okkur 300 - 400 miljarða eða meir.

Mér finnst hann hafa unnið prýðilega fyrir kaupinu sínu.  

Svo gerir hann sér grein fyrir því, hver það er sem hefur hann í vinnu.  

Íslenska þjóðin.

Það mættu sumir alþingismenn minna sig á.

Kannski á svona 10 ára fresti, þessir sem eru búnir að húka þar í marga áratugi. 

Og öll árin með svima og eitthvað yfir höfðinu.   

Og gert minna gagn en endurnar á Tjörninni. 

En þær fá engin eftirlaun. 


mbl.is Tekur ekki ákvarðanir út frá vinsældum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minnir á þennan óborganlega sketch með Mr. Bean.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2011 kl. 13:31

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Átti náttúrlega við færsluna á undan....

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2011 kl. 13:32

3 identicon

Þar sem málið er ennþá óútkljáð þá hefur ekki neitt sparast ennþá. En beinn kostnaður af drættinum hefur verið um 40 milljarðar á ári hingað til. Fari svo að matsfyrirtækin lækki okkur enn frekar á næstu vikum getur sá kostnaður auðveldlega tvöfaldast. Tapist síðan málið getum við setið uppi með um 1200 milljörðum hærri skuld en ella og töluvert hærri vexti. Svo má einnig benda á óbein áhrif eins og aukið atvinnuleysi, erfiðari stöðu fyrirtækjanna, lakari heilbrigðiskerfi, lakara menntakerfi, minni löggæslu, hærra vöruverð, hærri vexti, o.s.frv.

Það er nokkuð snemmt að hrósa sér af gæfuríkri för og góðum afla þegar varla er búið að losa landfestar og spáð er stormi.

Landi (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 13:55

4 Smámynd: Magnús Ágústsson

@landi Viggo er ad tana um neitun hans a Icesave 2 til 3 thar sporudust allar thesssar milljonir

@Jon thad eru megnid af sketchum med Mr Bean sem gaeti att vid Steingrim og sidan nanast allis Skechar med Ragnari Reykas 

Magnús Ágústsson, 17.4.2011 kl. 14:03

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er eitt sem vantar alveg í þessa umræðu.

Ef EFTA dómstóllinn myndi dæma okkur til að borga eitthvað sem ekki stæðist. 

Þá segjum við EES samningnum upp og borgum ekki krónu. 

Við ráðum því sjálf.  

Viggó Jörgensson, 17.4.2011 kl. 14:16

6 Smámynd: Magnús Ágústsson

Nakvaemlega

Magnús Ágústsson, 17.4.2011 kl. 14:42

7 identicon

Það að segja EES samningnum upp hefur afleiðingar í sjálfu sér. Það að fara á móti allri Evrópu með því að gefa skít í dóm Evrópudómstólsins er ekki að fara að gera hlutina betri. Þetta væri líklega sú allra versta lausn sem er hugsanleg, verri en sú að borga reikninginn sjálfan þar sem ESB gæti lagt verslunarhöft á okkur. Þá loksins yrði Ísland loksins að Kúpu norðursins. Það er of snemmt að fagna strax, ég myndi kalla þetta tímabil ,,the calm before the storm''.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 15:11

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Helgi, meinarðu að þeir myndu þá leggja sig fram við að ná sér niður á okkur? Hvað hefur þú fyrir þér í þessu? Fordæmi einhver? Hótanir um slíkt kannski?

Ég held að þú sért orðinn ærður af hræðsluáróðri undanfarinna missera.  

Þrælslund aldrei þýtur mann; þar er að taka af nógu, sagði skáldið.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2011 kl. 16:12

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessir spádómar þínir eru nánast á biblískum nótum. Kannski að þú ákallir hann Jeremías þinn yfir öllu þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2011 kl. 16:18

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Helgi Heiðar.

Þú mættir fyrst athuga að EFTA dómstóllinn og Evrópudómstóllinn er ekki það sama.

Auðvitað hefði það afleiðingar að segja EES samningnum upp. 

Í töpuðum viðskiptum og verri viðskiptakjörum. 

En heldur að þrauka það af

en að láta drekkja okkur í fúlu skuldafeni.

Ekki skrifaði ég upp á þessa skuld. 

Skrifaðir þú upp á icesave skuldina? 

Ábyrgist þú skuldir fólksins í næstu götu?  

Þið eruð nú nágrannar, í sama hverfi o. s. frv.  

Viggó Jörgensson, 17.4.2011 kl. 16:31

11 identicon

Sko.....ESA og EFTA geta gefið álit sitt á Icesave-höfnuninni og sent málið síðan til Hæstaréttar hér á landi því Ísland er ekki í ESB og þessvegna verður ekkert dæmt um Icesave í Brussel.

Þar sem Icesave III var hafnað með NEIi, helst lögsagan um þetta mál Guði sé lof hérlendis!!!

Ef samningurinn hefði verið samþykktur, hefðum við tapað lögsöguni fyrir þetta mál úr landi og værum nú í djúpum vanda.

Þetta virðast fáir hér á landi skilja. Meir að segja er margt NEI fólk sem ekki veit þetta en sagði samt NEI vegna almennrar skinsemi.

Forsetinn bað þjóðina ekki um að starta undirskriftum!!!! En þegar 40.000 manns bönkuðu uppá hjá honum með þykkann bunka af vilja fólksins í landinu, þá varð hann að bregðast við!

Eins og Viggó bendir réttilega á var Forsetinn að vinna fyrir kaupinu sínu, ólíkt flestum öðrum á Alþingi sem eiga að vinna fyrir þjóðina! Þar virðast flestir senda þjóðinni löngutöng og svífast einskis!!! oj bara

anna (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband