Treysta menn ekki Steingrími?

Svona geta menn verið mikil hrekkjusvín.

Steingrímur er ekki fyrr lagður af stað til að láta rassskella sig hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir að klúðra icesave.

Að pörupiltar hlaupa til og rengja það sem Steingrímur var búinn að segja okkur sjálfur.

Að hann hefði farið til Færeyja svo hann vissi alls ekkert um að Össur væri að fara í stríð í Líbýu.

Þar sem Steingrímur gisti í símalausum skerpukjötshjalli var hann aldrei spurður um neitt.

Fiskiflugurnar rekkjunautar Steingríms höfðu aldrei heyrt minnst á Líbýu, Gaddafi eða Össur.    

Þessum þinghrekkjusvínum myndi hefnast fyrir ef Steingrímur neitaði að koma aftur heim.

Það væri jafngott á þá.

Svona pottormar.


mbl.is Ákvörðun um Líbíu einnig rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég tel að við eigum að taka færeysku fiskiflugurnar sem  fyrirmynd, og vera ekki að eyða orðum í Steingrím Gimbil. Þær hafa heyrt það frá frændum sínum, þeim sem fljúga á milli eyja, að það sé ekkert að marka þau orð sem koma frá Steingrími Gimbli.

Eggert Guðmundsson, 15.4.2011 kl. 22:20

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já en mest leiddist þeim suðið í Steingrími.

Viggó Jörgensson, 15.4.2011 kl. 22:29

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er ekkert suð í Gimblinum, hann hefur jarmað eintómt rugl síðan hann komst til valda.

Við eigum frekar að vorkenna fiskiflugunum ef þær hafa hlustað á Steingrím tala upp úr svefni í sínum draumalandi.  Ég er viss um að þær þurfi á hjálp að halda, eins og allri hans kjósendur sem hafa upplifað bullið sem kemur úr hans kjaft

Eggert Guðmundsson, 15.4.2011 kl. 22:43

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Eggert.

Nú verð ég að taka upp þykkjuna fyrir Steingrím minn.

Hann er sko ekkert jarmandi sviðahöfuð.  

Má ég bara biðja þig.  

Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 00:18

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tað er sími í skerpukjötshúsinum bakvið oljuskúrinn í Torshavn. Hann er 5.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 01:26

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Úps

ekki von að ég næði sambandi

hélt það væru ein löng og tvær stuttar.

Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 13:22

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tað er orðin modernisering nú á plattuglaöld. Tað eru komnar rullegardiner og radio í hvert hús.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband