Lánið felldi Bjart eins og ESB myndi fella okkur.

Veraldlega hefði farið prýðilega fyrir Bjarti.

Ef hann hefði ekki látið ljúga inn á sig peningaláni fyrir húsi. 

Láni sem var á óviðráðanlegum og óljósum kjörum. 

Svona eins og innganga í Evrópusambandið yrði fyrir okkur Íslendinga.   

Á síðu Páls Vilhjálmssonar blaðamanns, má í dag líta trúnaðarskýrslu ætluð Evrópuþinginu. 

Þar sést vel að inngönguferli Íslendinga er hreint landráð. 

Þar segir Evrópusambandið að grundvallaratriði sé að Íslendingar afsali sér fullveldi sínu yfir fiskveiðiauðlindinni í kringum Ísland, til sambandsins. 

Verði ekki af því séu viðræður við Íslendinga þýðingarlausar.

Flestir stjórnarliðar gera sér, í einfeldni sinni, ekki grein fyrir þessu. 

Þeir sem gera það ættu að vera í varðhaldi frekar en á ráðherrastólum.

Nýlenduríki Evrópu hafa ekkert breyst. 

---------------------------------------------------------------------------   

Til að dýpka skilning á Sjálfstætt fólk er mjög gott að lesa

grein Hallbergs Hallmundssonar í Lesbók Morgunblaðsins

þar sem hann dregur út kjarnan úr grein

hins fræga bókmenntagagnrýnanda í New York

Brad Leithauser, um bókina.  

http://www.mbl.is/serefni/laxness/nyt.html
mbl.is Þrákelkni Bjarts í Sumarhúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Lánið felldi Bjart eins og ESB myndi fella okkur"

Óþægilega sönn samlíking.

Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 23:43

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Kristján

Ég las bókina fyrir rúmlega 30 árum, út af skólaritgerð auðvitað.

Svo las ég hana aftur í fyrra.  

Stórmerkilega sígild á margan hátt en það sem ég vildi sérstaklega rifja upp er lýsingin á hruninu þarna á þriðja áratugnum. 

Gæti alveg verið lýsing á hruninu 2008. 

Eins og þessum sem sólunduðu þjóðarauðnum, tæmdu bankanna, augnabliksmenn yfirborðsmennsku  o. s. frv. 

Viggó Jörgensson, 15.4.2011 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband