Við höfum ekkert leyfi til að segja já.

Óútfyllta víxla ætlar unga fólkið ekki að taka að sér.

Það segir mér að frekar flytji það, burt héðan, strax að loknu námi.  

Og hver á þá að borga?  Kannski Lífeyrissjóður alþingismanna? 

Enginn veit hversu há þessi skuldbinding er. 

Í fjölmiðlum hafa menn rökstutt fjárhæðir eins og 60 - 90 miljarða. 

Íslensk áætlanagerð hefur ekki verið sú nákvæmasta. 

Síst sú sem stjórnmálamenn koma nálægt.  

Og af hverju ættum við að trúa þeim núna?

Sumir ráðherrarnir eru hreinlega sjúklegir lygarar.  

 


mbl.is 57% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes B. Urbancic Tómasson

Ég er ekkert að fara í heljastökk aftur á bak yfir því að 43,2% séu að dæma mig til að borga eitthvað sem ég kom ekki nálægt. Ekki fæ ég að kjósa...

Jóhannes B. Urbancic Tómasson, 6.4.2011 kl. 20:27

2 Smámynd: Björn Birgisson

OK, Viggó, segjum að NEI vinni. Segjum að þjóðin fari flatt í dómsölum í framhaldinu, sem vonandi verður ekki. Hvað ætlar þú þá að segja?

Af minni síðu í gær:

Átti spjall við mætan mann í gær og spurði hann auðvitað hvernig hann hygðist kjósa á laugardaginn.

Ekki stóð á svarinu. Efnislega var það svona.

Ég ætla að segja já. Ég vil ekki sjá þessa dómstólaleið. Hún gengur aldrei upp fyrir okkar hönd. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að alvöru dómstólar í útlöndum taki eitthvert mark á neyðarlögunum okkar? Að hægt sé að mismuna fólki innan sama íslenska bankans eftir því hvar hann starfar? Íslenskar kennitölur fái allt sitt en erlendar ekkert! Alveg eins hefði verið hægt að segja að hvítir fengju allt sitt, en negrar og litað fólk ekkert. Þetta eru ekkert annað en hreinræktuð rasistalög, sem ærlegir dómstólar yrðu sneggri að sjá í gegn um en auga á festi! Ég er að tala um ærlega dómstóla, ekki þessa pólitísku íslensku!

Svo mörg voru þau orð!

Björn Birgisson, 6.4.2011 kl. 21:25

3 Smámynd: Anderson

Mér finnst stundum skrýtin þessi umræða. Fólk vill ekki borga það sem það kom ekki nálægt... skiljanlega svosem við fyrstu sýn. En erum við ekki alltaf að því? Það er eins og icesave sé eina málið þar sem skattgreiðendur greiði eitthvað sem þeir komu ekki nálægt... "prinsipp mál" er það kallað. Ef það er svona mikið prinsipp mál þá væri bara ágætt að hafa hér frjálshyggju þar sem aðkoma ríkisins væri lágmörkuð og fólk greiddi einungis fyrir það sem því kemur beinlínis við. Ekki að það séu nein spes rök að segja fyrst við erum að borga fullt af einhverju sem við komum ekki nálægt að þá eigi að borga þetta líka. Mér finnst alveg gleymast í umræðunni alla þá milljarða sem ríkið er búið að punga út í kjölfar hrunsins. Bjarga hinum og þessum banka og fjármálafyrirtæki sem eru í ruglinu, að nokkrum forspurðum. Það er lítið kvartað yfir þessu, þótt þessar upphæðir séu miklu hærri en það sem gert er ráð fyrir að borga í Icesave.  Stóra samhengið gleymist stundum.


Hér erum við krafin efnda fyrir því loforði sem ráðamenn gáfu eftir hrunið.... það tengist ekkert neinum títt nefndum óreiðumönnum í Landsbankanum. Ef þeir hefðu bara farið á hausinn og látið kyrrt liggja þá væri enginn að tala um Icesave. Svo er kannski annað mál, hvort ráðamenn höfðu nokkurt umboð til þess að segja já á sínum tíma. Ég efast um að Árni Matt og þeir sem á eftir honum komu megi yfir höfuð samþykkja svona, án einhverrar afgreiðslu í þinginu eða eitthvað. Bretar og Hollendingar hafa kannski metið það sem þeir hefðu fullt umboð til þess og verið of bráðir á sér í að greiða út trygginguna hjá sér.

Ég mun samt, beiskur í bragði, kvitta við já á laugardaginn - þvi ég met það svo að þegar allt kemur til alls sé mun hagstæðara að ljúka þessu máli samkvæmt þessum samningi. Ég skil hina hliðina vel líka og mörg ágæt rök liggja þar.

Anderson, 6.4.2011 kl. 21:54

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Við erum alls ekki að ná neinum marktækum samningum

þar sem við erum á sama tíma að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Þar er aðal vandamálið. 

Við þurfum bara ekkert að semja um eitthvað sem við skuldum ekki.

Það er heldur enginn dómstóll til 

sem getur þvingað okkur til að borga, hvorki eitt né neitt.  

Það er auðvitað best að halda góðu sambandi við okkar helstu

frændþjóðir og viðskiptaþjóðir.  

En slíkt samband er ekki á eðlilegum grundvelli þegar við erum bæði að sækja um aðild

að ESB og á sama tíma að benda réttilega á að við brutum engin lög þeirra

og erum því ekki skaðabótaskyld.  

Viggó Jörgensson, 6.4.2011 kl. 23:21

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og sem sagt að reyna að 

" semja "

það er enginn samningur þegar ríkisstjórn okkar er í hinu liðinu. 

Ekki marktækt.

Viggó Jörgensson, 6.4.2011 kl. 23:25

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo má ekki gleyma grundvallaratriðunum sjálfum. 

ESB samdi þessar reglur.  Við höfðum ekkert með það að gera. 

ESB klúðraði reglusetningunni, þannig að við, sem þjóð, berum enga ábyrgð á þessu.

ESB löndin sjálf, leyfðu einkafyrirtækinu Landsbankinn, að opna þessa reikninga.

Kemur okkur íslenskum almenningi bara hreint ekkert við. 

Viggó Jörgensson, 7.4.2011 kl. 11:14

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og þó að okkur þyki nú vænt um Össur og Jóhönnu,

ætlum við ekki að borga kannski yfir 100 miljarða af því að þau langar í ESB.

Til að losna við þau til Brussel mætti kannski borga eitthvað, 

en andskotinn hafi það, ekki mikið meira en farið.  

Viggó Jörgensson, 7.4.2011 kl. 11:17

8 identicon

Viggó¨" "

Hverjum þykir vænt um Seingrím og Jóhönnu?????

Jóhanna (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 11:40

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svona svona, Jóhanna,

sem sannkristið fólk, þykir okkur auðvitað vænt um meðbræður okkar.  

Viggó Jörgensson, 7.4.2011 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband