5.4.2011 | 17:42
ESB mun leggja vestfirði í eyði.
Evrópusambandið hentar fyrst og fremst iðnvæddum ríkjum í þéttbýlum löndum.
Hráefnisframleiðendur, eins og Norðmenn og Íslendingar, eiga síður samleið með ESB heldur en Danir, Svíar og Finnar.
ESB er ekki hliðhollt dreifðum byggðum eins og vestfjörðum.
Út af þessu hafa Norðmenn tvisvar hafnað inngöngu í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Á ofangreint benti prófessor Þorvaldur Gylfason í blaðagrein fyrir nokkrum árum.
Þessi ríkisstjórn vill ólm ganga í Evrópusambandið.
En segist vilja styrkja byggð á vestfjörðum.
Fer þetta saman?
5,4 milljarðar til Vestfjarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:45 | Facebook
Athugasemdir
"ESB er ekki hliðhollt dreifðum byggðum eins og vestfjörðum."
Hver sagði þér þetta?
Björn Birgisson, 5.4.2011 kl. 20:09
Þetta er það sem Norðmenn óttast.
Nánar á morgun.
Góða nótt.
Viggó Jörgensson, 5.4.2011 kl. 23:24
Góðan daginn Bjössi.
Með morgunkaffinu ráðlegg ég þér að lesa grein eftir þinn eigin þingmann Árna Þór Sigurðsson
Þar er Árni að vitna í norðmanninn Dag Seierstad. Lestu lið 4 vel.
Og niðurmálsgrein Árna þar sem hann tekur sérstaklega undir með norðmanninum
að rök hans um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og byggðamál eigi einnig við hérlendis.
Að Árni skyldi svo standa að umsókn að ESB kallar svo aftur á fleiri spurningar en svör.
Viggó Jörgensson, 6.4.2011 kl. 06:00
Hér er linkurinn á greinina:
http://www.mbl.is/mm/frettir/esb/skodun.html?art_id=69282
Viggó Jörgensson, 6.4.2011 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.