Það er ekki rétt með farið að vélin hafi skyndilega misst hæð.
Það kom gat á farþegarými vélarinnar.
Í þeirri hæð sem vélin var í, missa þeir fyrstu meðvitund eftir hálfa, eða heila, mínútu, vegna þess litla súrefnis sem er í slíkri hæð.
Þá getur kuldinn verið eins og í Síberíu að vetri til.
Svokölluð súrefnishæð er um 10.000. fet, en þarna var vélin í yfir 30.000. fetum.
Þess vegna detta niður súrefnisgrímur fyrir ofan öll sæti og meira að segja á salerninu skv. reglum FAA.
Samt er ekki víst að allir hafi náð að setja upp súrefnisgrímur.
Út af súrefnisskorti og kulda er farþegaþotum því dýft niður í súrefnishæð, í svona tilfellum.
Þetta er neyðarlækkun sem flugmennirnir stjórna.
"...Time of Useful Consciousness
Altitude (feet) Consciousness
15,000 30 minutes or more
18,000 20-30 minutes
22,000 5-10 minutes
25,000 3-5 minutes
28,000 2.5-3 minutes
30,000 1-3 minutes
35,000 30-60 seconds
40,000 15-20 seconds
45,000 9-15 seconds
50,000 6-9 seconds..."
80 farþegavélar kyrrsettar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Facebook
Athugasemdir
Hjó einmitt eftir þessari þvælu. Svo voru þeir að fina Air France vélina sem hrapaði yfir kyrrahafi fyrir talsvert löngu síðan, þar segir í fréttinni að þeir hafi leitað á "sjávargólfinu". Maður hallast að því að það séu tóm fermingarbörn að þýða og flytja fréttir fyrir MBL.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.4.2011 kl. 23:16
Já Jón Steinar,
þau þurfa að flýta sér krakkarnir, stundum um of. Núna eru þau búin að laga þetta.
Hins vegar þetta með sjávargólfið.
Ég vona að það sé ekki niðurfall þar eða tappi......
Viggó Jörgensson, 4.4.2011 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.