Rottweiler á að banna.

Þetta er skelfilegustu skepnur sem ég hef komist í návígi við, utan dýragarða.

Í höndunum á eigendum sem ekki ráða við það embætti að vera sómasamlegur hundaeigandi 

geta svona hundar orðið morðvargar sem fara létt með að drepa fullorðið fólk.  

Þetta er hundategund sem á alls ekki að leyfa á Íslandi. 

Meira að segja fangaverðir nazista treystu sér ekki til að nota Rottweiler. 

Í Kanada voru Rottweiler í fyrsta sæti hunda sem bíta börn.

Þetta kom fram í samantekt á manndrápum hunda, þar á árunum 1990 til 2007. 

Þar voru þeir í öðru sæti þeirra hunda sem drápu fólk á eftir Bull Terrier sem er bannaður hérlendis. 

85% þeirra sem hundar drápu voru börn og unglingar. 


mbl.is Til varnar Rottweilertík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Viggó, þetta er eiginlega rétt hjá þér, en vandamálið eru alltaf hundaeigendur og þeir sem selja þessa hunda til fólks sem á alls ekki að hafa dýr. Hér vantar reglur og lög eins og allstaðar í þessu helv.embættismannabákni. Það á einn Rottweiler heima í næsta húsi, en þar er eigandinn beinharður,ekta hundeigandi. Sjálfur hef ég fengist við Dobermann,lögregluhund frá Þýskalandi þegar hann slapp frá fóstru sinni á bóndabýli í Svíþjóð og hann renndi sér beint upp í fangið á mér. Má geta að þessi "pensiojonerti" hundur var sá eini utan Þýskalands sem hafði lært að drepa fólk með barkabiti, svo viðmót fólks skipta öllu máli í hvernig þessir hundar haga sér.

50 cal.

Eyjólfur Jónsson, 20.3.2011 kl. 13:12

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Eyjólfur.

Það er sama sagan í þessu eins og flestu öðru.  Örfáir slugsar kalla á meiri lög og reglur sem bitna á öllum.  

Viggó Jörgensson, 20.3.2011 kl. 15:35

3 identicon

Mér blöskrar heimskan í þér. Rottweiler hefur alltaf verið dýrkaður hundur í þýskalandi og fólk úr öllum stéttum notar hann.. sem félagsveru, heimilishund, varðhund og svo framvegis. Rottweiler eru með sterkt varðeðli og í þessu tilfelli var hundurinn í bandi, eftirlitslaus, sem á aldrei að eiga sér stað og fólk á ekki að nálgast hunda sem eru eftirlitslausir í bandi.

Eigum við ekki bara að banna allt sem er hættulegt?

Það geta allir verið hættulegir, lestu þig aðeins meira til um tegundina áður en þú ferð að koma með svona skít út í loftið.

Jón (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 15:37

4 identicon

Ég er sammála þér Viggó. Það á alfarið að banna innflutning og eldi á Rottweiler-hundum hér á landi. Sama gildir Pittbull Terrier. Þessi rándýr eru stóhættuleg, einkum börnum og minni hundum. Og það er engin afsökun, að eigandinn er ábyrgðarlaus. Það er dæmigert að eigendur þessara hunda kenna alltaf fórnarlömbunum um, líka þegar um börn er að ræða, sem stundum eru drepin af þessum hundum. En ef það þarf að velja á milli þess að lóga Rottweiler-tíkinni eða að saklaust fólk sé í stöðugri hættu, þá á hiklaust að lóga tíkinni og sakfella eigandann. ekki spurning.

En það er líka rétt, að það bæði vantar lög um þetta (t.d. lög um að viss hundakyn verði að vera með múl utanhúss og að þeir megi ekki vera í húsum þar sem eru ung börn) og það sem er jafn mikilvægt, að lögunum sé framfylgt. 

Che (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 15:48

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Jón minn ég er ábyggilega heimskur.

Var að lesa um manndráp af völdum hunda í Kanada árin 1990 til 2007. 

Þar var Rottweiler í öðru sæti á eftir Amerikan Terrerier. 

Af börnum sem höfðu verið bitin af hundum var Rottweiler í efsta sæti.  

85% af þeim sem dóu voru börn og unglingar.  

Mér þykir vænt um hunda, en ég er svo heimskur að þykja vænna um börn en hunda.   

Viggó Jörgensson, 20.3.2011 kl. 16:31

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Che það er bannað að flytja inn

Pit Bull Terrier/Staffordshire Bull Terrier

og þessar þrjár gerðir af mastiff: Fila Brasileiro, Toso Inu, Dogo Argentino,

blendingar af þessum tegundum og af úlfum.

Það þarf að banna miklu fleiri tegundir af mastiff og einnig öðrum tegundum af stærri hundum.

Þessum sem eiga til að bíta börn ef eigandinn lítur af þeim í augnablik. Ekki ásættanlegt.

Viggó Jörgensson, 20.3.2011 kl. 16:36

7 identicon

á ekki til eitt aukatekið orð yfir þér maður. Hvað í andskotanum viltu gera? Banna Rottweiler og helling af öðrum hundategundum, viltu að lögreglan komi til eigenda þessara hunda, taki þá af þeim og drepi þá fasista auminginn þinn?

síðan hvenær heyrðiru seinast um árás Rottweiler hunds hér á landi á fólk og það alvarlegt? Ekki man ég eftir því. Þessir hundar eru með sterkt varðeðli og margir fávitar sækjast í þessar tegundir út af bíómyndir eru búin að blása upp um að þetta séu einhverskonar vígahundar, sem er kjaftæði.

Hundur endurspeglar persónuleika eiganda síns, efast um að þú hafir nokkurntímann átt hund á þinni ævi. Bann virkar ekki við neinu, þá kemur svartur markaður og viltu að varðhundategundir fari á svartan markað þar sem vafasamir einstaklingar geti farið illa með þessi dýr?

Eg þekki marga Rottweiler og Dobermann hunda sem eru frábærir og mjög barngóðir.

Ef hópur af Pólverjum fer niður í bæ og byrja að lemja mann og annan, viltu ekki banna þá bara líka því að smá partur af þeim lamdi mann og þá hljóta þeir allir að gera það ekki satt?

Man einusinni að kona sagði mér þegar ég var að labba með minn hund sem var blendingur að ég mætti alls ekki koma nálægt sér (hún var með íslenskan fjárhund) því hann myndi þá ráðast á minn hund, hvernig væri að banna íslenska fjárhundinn bara?

Jón (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 15:10

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú segist ekki eiga aukatekið orð. Það er af því að þú ert rökþrota.

Þú segir að hundar endurspegli persónu eiganda síns. Og af því að þú ert rökþrota, og fúll, kallar þú mig fasista aumingja.

Og það um miðjan dag í miðri viku.  Hvernig ertu um helgar?

Næsta stig er auðvitað að þú verðir reiður og sigir þínum Rottweiler á mig og látir hann slasa mig eða drepa.

Það er bara nákvæmlega út af mönnum eins og þér sem ég vil vissulega banna alla stóra hunda sem geta drepið barn með einu glefsi.

Það er nóg að vita að þú sjálfur gangir laus þó að þú sért ekki líka með Rottweiler með þér til að geta jafnað um þá sem eru fasista aumingjar.

Hundar eru að sjálfsögðu yndislegir við sitt heimafólk, bæði börn og aðra.

Um þúsundir ára hafa þeir hins vegar verið ræktaðir til að ráðast á aðra en heimilisfólk ef eitthvað kveikir á þeim genum.

Það er bara staðreynd að sumar hundategundir eru varasamari en aðrar, hvað það varðar. 

Það er líka bara staðreynd að sumir hundar eru svo stórir og aflmiklir að þeir hafa stórslasað og drepið börn í ógáti þó að þeir hafi ekki ætlað annað en gefa viðvörun.

Rottweiler á ekki að vera í mannlegu samfélagi frekar en tígrisdýr.

Síst í höndum á andlega voluðu undirmálsfólki sem oft sækir í slíka hunda.

Ertu ekki búinn að ná þessu?

Rottweiler er sá hundur sem oftast beit börn í Kanada á árunum 1990 til 2007.

Hann var í öðru sæti yfir þá hunda sem drápu fólk.

85% þeirra sem dóu voru börn og unglingar. Þetta getur bara ekki látið sig gera.

Allir nema barnaníðingar viðurkenna að slíkar skepnur eiga bara alls ekki að vera í samfélagi manna.

Þú segir að hundar eigi ekki að vera óbundnir og að fólk eigi ekki að klappa ókunnugum hundum.  

Þannig virkar samfélagið bara ekki. 

Börn og óvitar fara einmitt og klappa ókunnugum hundum sem geta bæði verið bundnir og lausir.  

Til að hindra stórslys og bana á að banna stærstu hundanna.  

Ég ólst að hluta upp með hundum í minni sveit og hef umgengist hunda í 50 ár.

Þeir hundar glefsuðu í fullorðið fólk sem steig ofan á þá og þeir voru kolgrimmir sumir.   

Þeir létu sér hins vegar aldrei til hugar koma að glefsa í börn hvað sem þau potuðu í augun á þeim eða annað.

Skipti þá engu máli hvort þau börn voru gestkomandi eða ekki.

Þessir hundar vissu að börnin voru hvolpar mannanna sem mátti ekki meiða frekar en þeirra eigin hvolpa.

Hundar og hundategundir sem glefsa í börn eru á mínu mati réttdræpir í samfélagi manna.

Guð gefi að Rottweiler verði bannaður áður en illa fer.

Það var hrein vanræksla hjá Yfirdýralækni og Landbúnaðarráðuneyti að Rottweiler komst til landsins.

Viggó Jörgensson, 23.3.2011 kl. 14:23

9 Smámynd: Valur Hafsteinsson

Það er örugglega rétt að sumar tegundir hunda geti verið verri en einhverjar allt aðrar.

En ég hef hinvegar aldrei náð að búa mér til einhver rök afhverju þessi eða hin hundategundin ætti að vera bönnuð hér á landi.  En hins vegar er það mér ákaflega létt að koma með rök fyrir því að banna ískyggilega marga hundaeigendur.

Það er nefnilega svo merkilegt að þú þarft að kenna hundi að vera vondur.  

Valur Hafsteinsson, 28.3.2011 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband