Unglingar lesa um að kannabis sé minna ávanabindandi en alcóhól.

Til margra ára hefur verið mjög sterk undiralda á veraldarvefnum þar sem rannsóknir um ávanabindingu eru skoðaðar.

Tvær stórar rannsóknir gefa þær niðurstöður að hass og kannabis séu svipað líkamlega ávanabindandi og kaffi.  

Miklu minna ávanabindandi en áfengi og hvað þá nikótín.

Og því miður er þetta bara rétt hjá krökkunum.  

Allt önnur umræða hvert notkunin getur leitt vegna misjafns félagsskapar.    


mbl.is Ranghugmyndir aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já, þeir eru margir leikmennirnir sem vilja hafa skoðun á þessu.  Þeir sem hafa þó mesta reynslu af þessu (fyrir utan þá sem hafa reynt það í eigin lífi) eru þeir sem vinna við meðferðarmálin, taka á móti fólki sem hefur gefist upp á að lifa lífi sínu pikkfast í dópvímu og lyfjamóki. 

Það sem er erfitt við þennan samanburð þinn er að neytendur beggja þeirra hluta sem þú berð hérna saman vita að þeir komast í vímu við neyslu á TCH en ekki af kaffi - þessvegna eru kannabisafurðir kallaðar vímuefni en ekki kaffi.  Fólk getur síðan orðið andlega háð því að komast í vímu (flóttinn frá raunveruleikanum) á sama hátt og hægt er að verða líkamlega háður því örvandi efni sem koffeinið er.        

Annar þáttur sem er stórlega vanmetinn og hann er að þegar einhver hefur látið varnirnar falla gagnvart einu vímuefni þá er sá búinn að opna á neyslu mjög margra vímuefna.  Flestir passa sig á einu eða öðru sem þeir hafa flokkað sem "hart" eða [hvaða-tískuorð-sem-tíðkast-í-dag].  Og þetta getur eins og þú segir réttilega gerst með þrýstingi frá jafningjum - hin neikvæða hlið jafningjafræðslunnar.

Hvernig heldur þú að beri að útskýra þessa miklu fjölgun ungra kannabisneytenda á Vogi, krakka sem eru með allt "niðrum sig", skólinn í klessu og fjölskyldur þeirra með hjartað í buxunum?

Ragnar Kristján Gestsson, 16.3.2011 kl. 08:21

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það er þó rétt eins og það væri ef áfengi væri ólöglegt Ragnar. Eða sígarettur. Fangelsi við því að reykja sígarettur og þú ert með massavandamál.

Rúnar Þór Þórarinsson, 16.3.2011 kl. 08:34

3 identicon

Mér finnst alltaf heimskulegt að þegar rætt er um gras þá er tekin dæmi um þau verstu tilfelli sem gerst hafa. Þótt kannski sumir gæti átt í erfiðleikum með neyslu á grasi þá er ekki hægt að alhæfa það svona. Hvað um hinn almenna "stoner"? Langflestir þeirra sem reykja gras gera það í góðu hófi, mæta í skóla/vinnu, eru heiðarlegir, skýrir í kollinum(grasreykingar gera þig ekki heimskan) og eiga ekki við nein sálfæðileg vandamál að stríða. Þetta er gert sér til skemmtunar með félagsskap.

Hversu margir ætli eigi í vandamálum með áfengi á Íslandi? Eða hafi átt? Eigum við að banna áfengi fyrir þeim sem geta notið þess á heilbrigðan hátt því að Kalli róni drakk sig í hel niðri í bæ?

Þetta er eins og að það væri tekið upp á því að banna skyndibitastaði því að til er fólk sem kann sér ekki í hóf í neyslu á skyndibita.... frekar heimskulegt því að á móti er miklu stærri hópur sem vill njóta þessa munaðar, plús það að þótt að feitt fólk borði skyndibitamat þýðir það ekki að það sé vandamálið þeirra(eins og með "kannabísfíkla", sem er hugtak sem ég gef skít í). Reyndar væri það kannski gáfulegra því offita og fylgikvillar er stærsta vandamálið á Vesturlöndum í dag og drepur marga(annað an marijuana sem hefur engan drepið... skrýtið).

Síðan er almennt fólk skynsamt. Það hefur ennþá skyldum sínum að gegna. Þarf að mæta til vinnu, í skóla, keyra bíl, á börn o.s.frv. Gras hefur enga líkamlega fíkn og því myndi það ekki leiða til þess að fólk myndi fórna öllum skyldum sínum til þess eins að geta orðið "high". Ef fólk lendir í því á fyrsta borði er það útaf því það á í einhverjum vandamálum sjálft, það er ekki grasið sem veldur því, það er bara hrein og bein lygi!

Ástæðan fyrir því að fólk slysist til að prófa eitthvað "sterkara" er aldrei útaf því að grasið hafði þau áhrif á þig að þú viljir prófa eitthvað annað. Þetta er ákvörðun fólks og er miklu líklegra að fólk slysist til að prófa eitthvað undir áhrifum áfengis.

Brútus (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 15:26

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka ykkur innlitið.

Ég hef ekki neina allsherjar lausn á þessum málum frekar en aðrir.

Skólakerfið er of einsleitt. 

Of mikil áhersla á bóknám ennþá og að allir hegði sér svipað.  

Hver segir að einhver krakki EIGI að geta setið kyrr og þagað í 40 mínútur í einu?

Er það eitthvað náttúrulögmál?

Þeir sem passa ekki inn í þessi þröngu norm okkar lenda fljótt í vandræðum. 

Eru útsettari fyrir "ófélagslegri" hegðun og að fara að gera eitthvað sem er

"óæskilegt" eða bannað börnum og unglingum. 

Þá skiptir engu máli hvað hluturinn heitir. 

Það að einstaklingurinn nær ekki að njóta sín er frumvandamálið.  

Það held ég að sé aðalskýringin á fjölgun þeirra sem fara út af beinu brautinni.

Þessi fyrirskipaða beina braut er allt of þröng.  

Af hverju er verið að pína ungmenni til að læra þrjú tungumál og allan djöfulinn

einhvern sem vill bara læra að lesa, reikna og skrifa og á ekkert gott með það, hvað þá meir?

Einhvern sem ætlar kannski að læra logsuðu og er snillingur í slíkri vinnu?  

Af hverju fer hann þá ekki beint í slíkt nám upp úr fermingu?

Lærir svo meira seinna ef hann nennir? 

Af hverju þarf slíkur einstaklingur að detta út úr skóla af því að hann getur ekki lært dönsku 

eða getur þagað eða verið kyrr í 40 mínútur?

Er ekki ríkið að skipta sér of mikið af lífi okkar?

Og er ekki allt of niður njörvað hvernig allir eigi að vera? 

Og eru bara ekki allt of margir sem passa ekki inn í þetta smáborgaralega mynstur okkur

og kikna undan þeim kröfum?  Bara út af kreddum okkar hinna?

Ekkert nenni ég orðið að drekka og hef aldrei reykt hvorki reyktóbak eða annað. 

En mín vegna mega menn reykja kannabis fyrir mér. 

Það er yfirleitt rólegt og friðsamt fólk, eitthvað annað en fyllibytturnar. 

Ég held að þeir kannabisneytendur sem eru í félagslegum vandræðum, 

væru það hvort sem kannabis kemur við sögu eða ekki. 

Og þá frekar af ofangreindum ástæðum heldur en notkun á bjór, kannabis eða einhverju öðru.  

Viggó Jörgensson, 17.3.2011 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband