Lögreglan á þakkir skildar.

Ríkislögreglustjóri, tollstjóri, og lögreglustjórarnir á Höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi, og starfmenn þessara embætta eiga þakkir skildar frá okkur almenningi fyrir árvekni sína.

Ögmundur Jónasson á einnig heiður skilinn fyrir að bregðast rétt við.  

Ögmundur veit vel að nauðsynlegt er að dómstólar veiti forvirkar rannsóknarheimildir svo hafið sé yfir vafa að þær séu rétt notaðar.

Ögmundur gerir sér einnig grein fyrir að lögregla verður að fá þessar heimildir þó að það sé í sjálfu sér óljúft.  

Hitt væri enn verra að leyfa ófögnuði að festa sig varanlega í sessi í þjóðfélagi okkar.

Nú þurfa alþingismenn að bretta upp ermar og breyta lögum þannig að hægt sé að herða verulega að skipulagðri glæpastarfssemi.

Ekkert þekki ég þessi mótorhjólasamtök og veit ekki hvort þau eru höfð fyrir rangri sök eða ekki. 

Gætu mín vegna verið góðgerðarsamtök sem ekki vilja bera hjálparstarf sitt á torg. 

Hitt er að samtök sem stefna að glæpum á að banna og gera allt upptækt sem þau og félagsmenn nota við slíka iðju.

Svo einfalt er það nú.  

 


mbl.is Fá fulla aðild að Vítisenglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lögreglan á allt gott skilið, en eitthvað er að hjá yfirstjórninni. Hvernig bregðast svo menn við þessu? Það þarf ekki mikla skynemi til að átta sig á að það er ekki gert með niðurskurði til löggæslu og fækkun löggæslumnna s.b.r. það sem lögreglustjórinn í Borgarnesi var að gera. Kannski er bara verið að gera skjól fyrir svona samtök á landsbyggðinni þar sem engar löggur eru að þvælast fyrir.

Björn (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 15:55

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þarna erum við sammála Björn.

Niðurskurður löggæslunar ætti að vera öllum áhyggjuefni.

Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 16:59

3 identicon

Hvað með hina skipulögðu glæpastarfsemina sem kom landinu á hausinn? Á ekkert að taka á henni?? Sú vinna er mun mikilvægari þessa daganna en væntanlega innganga Hells Angels. 

Þórður Sigurjónsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 17:51

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Erum við ekki með sérstakan saksóknara í að rannsaka það?

Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 18:13

5 Smámynd: GAZZI11

Það vantar ekki fögru orðin hjá Ögmundi. Hér sú glæpamenn að koma undir sig fótunum með allskonar hótunum og sölu á ýmsum varningi sem Ögmundi hugnast ekki. Einnig hafa þessi samtök og eða hópur öðlast inngöngu eða verða innvígðir í alþjóðasamtök. Hér sé nánast ósýnileg barátta á Íslandi um völd ákveðinna manna og hópa.

"Það er mjög skýr ásetningur okkar að safna liði í samfélaginu gegn þessum ófögnuði" sagði Ögmundur. Ég hélt fyrst að hann væri að tala um stjórnmálaflokka og fjárglæframennina sem fóru hér sem eldur í sinu og seldu allskonar sparnaðartilboð inn á bankareikninga, sem gufuðu svo bara upp með Háhitavirkjunum fjárglæframanna. Já og sjálftökuliðinu sem hér hefur rænt völdum í stjórnkerfinu og Alþingi.

Já að hér væri komin fram breið samstaða í þjóðfélaginu við að sporna gegn þess háttar hegðun og því væri ekkert til fyrirstöðu að setja smá pening til Lögreglunar til að rannsaka þetta betur og vernda almenning.

GAZZI11, 3.3.2011 kl. 18:22

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jamm ég vona að kvöldskatturinn hafi ekki hrokkð ofan í þig GAZZI

Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 20:09

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ég er ekki viss um að þú hafir hugsað þetta til enda. Til dæmis er mér ókunnugt um það að svokallaðir Vítisenglar abbist upp á saklausan almenning. Er þér kunnugt um það?

Kann það að vera að stjórnmálamenn, með ýktri refsigleði sinni hafi öðrum fremur ýtt undir skipulagningu glæpastarfseminnar í landinu?

Gústaf Níelsson, 3.3.2011 kl. 21:41

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Við verðum í sjálfu sér aldrei búnir að hugsa neitt til enda Gústaf. Það er manni kennt í heimspekinni.

Veit ekkert um þessa mótorhjólamenn og hef ekkert nema gott af mótorhjólamönnum að segja.

Það væri frekar að stjórnmálamenn hafi með því að skerða lífskjör ýtt undir fleiri auðgunarbrot en um rannsóknir á þeirri tilgátu er mér ókunnugt.

Hitt blasir við að of þungar refsingar bæta ekki þjóðfélagið. Það sjáum við vel til dæmis í Bandaríkjum Norður Ameríku.

Ég er hins vegar alveg sannfærður um að Schengen samstarfið voru stór mistök, hingað er allt of greiður aðgangur, eins og dæmin sanna.

Og jafnviss um að forvirkar rannsóknarheimildir eru nauðsynlegar gegn þeim er grafa vilja undan þjóðfélagi okkar.

En að sama skapi geta slíkar heimildir verið ákaflega hættulegar og því algert skilyrði að þær séu hjá dómstólum.

Þrískipting ríkisvaldsins er einmitt hugsuð til að armarnir þrír líti eftir hver öðrum og veiti aðhald.

Hættan er alltaf sú að stjórnmálamenn og handbendi þeirra fari að nýta slíkar heimildir til að njósna um andstæðinga sína

með því að spyrða þá saman við eitthvað ólöglegt, t. d. Wikileaks svo við nefnum dæmi úr nútímanum.

Það er stórhættulegt að telja sér trú um að lögregluríkin séu að baki í veraldarsögunni.

Unnendur frelsis mega aldrei sofna á vaktinni. Í samfélagi manna verður hins vegar aldrei mögulegt að veita óheft frelsi.

Fyrir því sjá þessir fáu sem aldrei geta farið eftir neinum viðmiðum, sama hvort þau eru siðferðileg eða lagaleg.

Þannig fóru hinir siðblindu með frjálshyggjuna í framkvæmd í þessari atrennu, að mínu mati.  Gaman væri að heyra þína skoðun á því. 

Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 22:21

9 identicon

Vandamálið er það að hérna gætu verið Íslenskir glæpamenn á ferðini! það er þá í lagi að hafa hér glæpamenn í skipulögðum flokkum frá austur Evrópu??? Ég heft oft séð bæði Hells Angels og Bandidos erlendis og ekki hafa þeir verið að angra mig allavega. Ég get bara ekki séð hver vandin er hérna, hétu Mc e h og nú heita þeir m c Hells angels og hvað gerist þá??

óli (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 23:02

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ef eitthvað vandamál er á ferðinni er það lögreglunnar að finna út úr því.

Skipulega glæpastarfssemi innlenda eða útlenda á að uppræta.  

Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband