Aðeins dómstólar veiti slíkar heimildir.

Það er grundvallaratriði að dómstólar veiti lögreglu slíkar forvirkar rannsóknarheimildir. 

Það er einnig löngu tímabært að lögregla geti fengið slíkar forvirkar rannsóknarheimildir hjá dómstólum. 

En aldrei getur gengið að lögregla skammti sér slíkar heimildir sjálf. 

Þeir lögreglumenn eða stjórnendur lögreglu sem dytti í hug að biðja um slíkt, væru hættulegir lýðræðinu og óhæfir til að gegna löggæslustarfi.


mbl.is Rannsóknarheimildir lögreglu verði auknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það hjá frændum okkar Dönum?  Gildi þessara forvirku rannsóknarheimilda sýndu sig svo um munar þar fyrir skömmu. Var það ekki samvinna PET og Säpo sem gerði það?

Sveinn (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 20:02

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég efast að hugsað verði út í slíkt.  Miðað við hvernig ríkið hefur vaðið áfram eins og hópur af ölvuðum mongólítum fram að þessu, þá verður þetta til þess að breyta lögreglunni í eitthvað verra en glæpamenn.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.3.2011 kl. 20:45

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég trúi þessu vel Sveinn en hef ekki kynnt mér PET og Säpo

Segðu okkur meira. 

Viggó Jörgensson, 2.3.2011 kl. 22:07

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég er efnislega sammála þér Ásgrímur.

Við höfum haft hér heimboð fyrir erlendan glæpalýð sem hefur haft frjálsar hendur við að gera sig hér heimakomna. 

Ég hef fulla trú á að Ögmundur sjái til þess að dómstólar verði að veita þessar heimildir. 

Það er líka gott fyrir lögregluna að geta vísað til þess. 

Enn er verið að rífast um hleranir sem voru stundaðar hérlendis fyrir meira en hálfri öld. 

Framkvæmdin verður að vera vönduð. 

Viggó Jörgensson, 2.3.2011 kl. 22:10

5 identicon

Og áfram heldur fíkniefnastríðið að magnast upp á kostnað almennings.

Ég vissi ekki að Ögmundur væri aðdáandi Bandaríkjanna.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband