Steingrímur sýnir framfarir.

Eftir 28 ár á Alþingi er Steingrímur nú farinn að sýna smá framfarir.

Hann var með skársta móti í Kastljósi í kvöld. 

Leiðrétti sig nokkrum sinnum frá að vera mikið tvísaga.  

Talaði um það sem var á dagskrá og sýndist vera á sama landi og við hin.  

Steingrímur verður kannski efnispiltur með tímanum. 


mbl.is Steingrímur íhugaði afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er Steingrímur ekki bara búinn að sjá fyrir endann á þessu ríkisstjórnarsamstarfi og farinn að undirbúa endurkomu í Íslensk stjórnmál sem stjórnarandstæðingur?

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2011 kl. 22:26

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Eða samstarf við þá sem ekki vilja fara í Evrópusambandið, bæði sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum. 

Hann var jú svínbeygður af Samfylkingunni í því máli. 

Viggó Jörgensson, 21.2.2011 kl. 22:47

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Er einhver glóra í þessu strákar???

Eyjólfur G Svavarsson, 22.2.2011 kl. 00:07

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Að hann ætli sér í stjórnarandstöðu í stað þess að vera áfram í þjóðarandstöðu? Má vera.

Glóra??? Það fer eftir því hvort Steingrímur er eða er ekki - það er spurningin. Nýju fötin keisarans - bara tal en ekkert efni eins og búið er að vera frá upphafi VG. Svo kom smá efni - og það var notað í hengingarólar og fallaxir sem þjóðin hefur miskunnarlaust verið leidd í.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.2.2011 kl. 06:17

5 Smámynd: corvus corax

VG hefur undir forystu Steingríms Joð svikið allt sem lofað var fyrir kosningar. Steingrímur lofaði að verja almenning, láta glæpahyskið svara til saka og skila þýfinu og ásamt Jóhönnu einskisnýtu, slá skjaldborg um heimilin í landinu. Ekkert af þessu hefur staðist nema skjaldborgin, en hún var reyndar slegin um bankana, auðjöfraþjófana og embættismanna-spillinguna.

corvus corax, 22.2.2011 kl. 09:25

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka ykkur innlitið.

Ef ríkisstjórnin fer frá eru dagar Steingríms taldir í pólitík

nema hann hafi þá strax uppi í erminni samstarf við einhverja

er vilja vinna eitthvað nær stefnu VG

t. d. hætta við ESB daðrið.   

Viggó Jörgensson, 22.2.2011 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband