Þurfum að kynna okkur málið fyrst.

Aðeins þjóðin sjálf getur ákveðið að taka á sig icesave skuldbindingar.  

Við eigum hins vegar eftir að kynna okkur málin frá öllum hliðum. 

Niðurstaðan liggur ekki á borðinu.   
mbl.is 57,7% myndu samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Viggó, það versta við Icesave umræðuna hérlendis er að fólk hefur einangrað málið og verið með upphrópanir. Það þarf auðvitað að ræða Icesave með heildarhagsmuni ríkisins í huga. Vaxtakjör á öðrum lánum svo eitt dæmi sé nefnt. Hvert % stig á þeim, öðrum skuldum ríkisins, kostar gríðarlega fjármuni. Ég er svo heppinn að hafa ekkert fjármálavit. Veit þó að ekki er allur munurinn á að skulda 1200 milljarða og 1250 milljarða, sérstaklega ef vextirnir á fyrri upphæðinni rjúka upp vegna seinni fjárhæðarinnar! Við eigum að klára þetta núna og segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

PS. Tölurnar sem ég nefni eru alfarið mitt hugarfóstur og tilbúningur.

Bestu kveðjur, Björn

Björn Birgisson, 21.2.2011 kl. 20:24

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Stærstu upphrópaninrnar hafa komið frá tveimur súrum kommum.

Jóhrannari Erkisauði og Nágrími Nei-kvæða.

Óskar Guðmundsson, 21.2.2011 kl. 21:17

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það er nú eimmitt sem við þurfum að fá upplýsta um ræðu um kosti og galla þessa samkomulags. Það er örugglega ekki bara hvítt eða svart eins og stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn túlka málið, við verðum að fá okkar færustu menn til að áætla hvað gerist ef samningnum verður hafnað og hvað eru líkur á að samningurinn gæti kostað okkur, fyrr er ég ekki tilbúinn að gera upp hug minn.

Ragnar Gunnlaugsson, 21.2.2011 kl. 21:54

4 identicon

Farsællegast hefði það verið fyrir landsmenn alla ef tvíeykið hefði haft vit á því að stinga upp á þjóðarathvæðagreiðslu að fyrra bragði. Þess í stað gáfu þau þjóðinni löngutöng. Það eiga eftir að koma mörg nei upp úr kjörkössunum fyrir bragðið.

Fyrri kosning var eins og aðalfundur Icesave-félagsins sem ekki kláraðist á einum fundi. Núna er framhaldsaðalfundur. Það er ekki nóg að stjórnin sitji hann.

Gunnar Magnússon (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 22:15

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Blessaður Björn.

Nú erum við sammála um að þetta þarf að skoða vel með opnum huga frá öllum hliðum. 

Niðurstöðuna gef ég mér ekki fyrirfram.  

Tek nokkrar vikur í að lesa þetta allt. 

Bestu kveðjur.

Viggó Jörgensson, 21.2.2011 kl. 22:50

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Efnislega sammála ykkur Óskari, Ragnari og Gunnari. 

Valdi fylgir ábyrgð.  

Við getum ekki leyft okkur að haga okkur eins og steinsofandi alþingismenn rétt fyrir jól.  

Bestu kveðjur og þakkir fyrir skoðanaskiptin.

Viggó Jörgensson, 21.2.2011 kl. 22:53

7 Smámynd: Óskar

Eitt sem aldrei kemur fram í allri þessari umræðu er að ef samningurinn er felldur þá er útilokað að ná fram svipuðum vaxtakörum ef málið tapast fyrir dómi.  Hvesvegna ættu bretar og hollendingar að gera okkur þann greiða að semja um fáránlega lága vexti ef málið fer fyrir dóm?   Líklegra er að þeir harðneiti að lána krónu og heimti staðgreiðslu!-- og við verðum að gjöra svo vel að sækja lán fyrir því annað á miklu verri kjörum.     Það gera sér mjög fáir grein fyrir þessari hættu og hversu góður þessi samningur er í raun og veru.  Áhættan af dómstólaleiðinni er slík að það er nánast furðulegt að nokkrum heilvita manni detti í hug að fara hana.

Fyrir utan að dómstólaleiðin tekur mörg ár og á meðan er allt í frosti vegna þjóðrembuháttar heykvíslahjarðarinnar, tækifærissinnaðrar stjórnarandstöðu og lýðskrumara aldarinnar sem er forsetinn.  Það verður einfaldlega að koma þessum brjálæðingi frá Bessastöðum.

Óskar, 22.2.2011 kl. 07:51

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Í fysta lagi þá skuldum við ekki neitt.

Í öðru lagi þá fórum í einu og öllu eftir reglunum frá Brussel. 

Þriðja, þá samþykktu Bretar og Hollendingar icesave og sáu ekkert ólöglegt við þá starfssemi 

Fjórða, þá voru reglurnar gallaðar og við samþykktum aldrei ríkisábyrgð á þessum innistæðum umfram 1% af innlánum. 

Vandamálið liggur aðallega í því hvort ESB ríkin myndu gera alvöru úr því að segja EES viðskiptakjörum okkar upp. 

2/3 og 3/4 af utanríkisviðskiptum okkar er við þessi lönd. 

Það er reikningsdæmið sem þarf að leggjast yfir og meta hagsmunina alveg kalt. 

Viggó Jörgensson, 22.2.2011 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband