EIMSKIP að spara? Er eðlilegt að vera einn í brúnni í skerjagarði og myrkri?

Allir geta gert mistök.

Skurðaðgerð í svæfingu telst ekki verk fyrir einn lækni, eigi fyllsta öryggis að vera gætt.  

Það eru tveir flugmenn í farþegaflugi.

Annar er að fljúga og hinn er að líta eftir þeim sem flýgur.

Til að forðast mistök lesa flugmennirnir saman gátlista við öll helstu tilbrigði flugsins. 

Í þessu tilliti er stórmerkilegt að það teljist eins manns verk að sigla flutningaskipti í kolsvarta myrkri í skerjagarði. 

Það getur ekki verið eins manns verk. 

Í ratsjánni er hægt að sjá þetta allt alveg nákvæmlega.  Landið, skerin og siglingaleiðina. 

En það þarf þá einhver að horfa í ratsjána.  

Svo þarf einhver að horfa út, stýra og stjórna hraðanum.

Með öllum þessum tækjum þ. m. t. radar sem sýnir nákvæmlega alla myndina á ekki að vera mögulegt að stranda á þekktu skeri, með vélina í lagi. 

Fróðlegt væri að heyra í menntuðum skipstjórnarmönnum. 

Telst þetta eðlileg mönnun í brú við þessar aðstæður??? 


mbl.is Skipstjórinn feilreiknaði kúrs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það þarf nú að fá skýrari mynd af þessum atburði. Þegar ég var til sjós vor alltaf tveir menn í brúnni, ég tala nú ekki um þegar siglt var við einhverjar þröngar aðstæður.

Lykilatriði er hvers vegna lóðsinn fór frá borði og hvort hann hafði lagaheimild til þess þar sem skipið var í nokkurskonar þjóðgarði.

Hugsanlega hafa einhver siglingatæki klikkað. Óvarlegt er að staðhæfa um hluti fyrr en þeir eru komnir fram með réttum hætti.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.2.2011 kl. 22:30

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Voruð alltaf tveir í brúnni já.  

Það hélt ég. 

Ég man ekki eftir að hafa heyrt um einn mann í brú á svo stórum skipum.

Þakka þér Þorsteinn.      

Viggó Jörgensson, 19.2.2011 kl. 01:04

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo sé ég að það eru skráðir á Goðafoss:

Tveir skipstjórar,

þrír stýrimenn   !!!!!!!!

Átta vélstjórar, vélaverðir og rafvirki, 

Tveir brytar

Sex hásetar.  

Það er greinilega skiptiáhöfn en augljóslega vantar stýrimenn.  

Viggó Jörgensson, 19.2.2011 kl. 01:45

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo má bæta við að í íslenskum lögum er talað um að stýrimenn séu skipstjóra til aðstoðar við stjórn skipsins. 

Sem sagt að í brúnni sé skipstjóri og stýrimaður eða yfirstýrimaður og stýrimaður. 

Svo eru ákvæði um aðstoðarmenn í brú sem verða að hafa 9 mánaða siglingatíma og læknisvottorð um sjón og heyrn.  

Svo eru ákvæði í lögum um öryggismönnun til að tryggja öryggi og verndun umhverfis.   

Öll þessi ákvæði er EIMSKIP að fara í kringum með því að sigla undir bananalýðveldisfána.  

Þessi skip ættu ekki að fá að koma inn í íslenska lögsögu. 

Þau eru okkur hættuleg. 

Viggó Jörgensson, 19.2.2011 kl. 02:35

5 identicon

Um borð í Goðafossi eru þrír skipstjórnarmenn þ.e. skipstjóri og tveir stýrimenn. Ekki veit ég hvernig verklagið er þarna um borð en sennilega hefur annar stýrimaðurinn verið á frívakt og því ekki ólíklegt að hann hafi farið í koju um leið og búið var að sjóbúa landfestar. Hafi hinn stýrimaðurinn verið á vaktinni í brú er ekki ólíklegt að hann hafi fylgt lóðsinum niður. Þá er skipstjórinn einn á meðan. En þetta á allt eftir að koma í ljós.

Ég veit ekki hvernig vöktum háseta í brú er háttað á þessum skipum í dag en mér skilst allavega að háseti sé á vakt með stýrimanni á nóttinni í það minnsta, og vera má að svo sé allan sólarhringinn.

Guðmundur (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 03:53

6 identicon

Það má líka setja út á vinnubrögð hjá lóðsinum að fara frá borði á svo viðkvæmu svæði eins og þessu þar sem það býður ekki upp á að gera mistök.

Björn Ingi (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 09:08

7 identicon

Setningin um að þessi skip eigi ekki að fá að koma í íslenska lögsögu er óviðeigandi. Það er fáranlegt að við íslendingar skulum ekki vera með nein fraktsskip skráð á íslandi þar sem við erum háð siglingum. Það er eitt með þessa ágætu ríkisstjórn sem getur ekki stýrt þessu landi almennilega að reglurnar hér heima eru þannig að bæði eimskip og samskip verða skrá skip og áhöfn erlendis.

Björn Ingi (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 09:27

8 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Viggó. Við skulum bíða eftir niðurstöðu hvað fór úrskeiðis. Stað þess að vera með upphrópunarmerki. Er búinn að fylgjast með hvernig norskar fréttastöðvar hafa verið að æsa þetta mál upp, og sérstaklega olíuna og finna því öllu til foráttu.

Fækkun í áhöfnum kaupskipa hefur breytt miklu það sem áður var. Varðandi lóðsin að kenna honum um er hreint kjaftæði. Þessir reyndu skipstjórar vita hvað þeir eru að gera, menn sem sigla þarna á 14 daga fresti sömu leið út og inn.

Ég tel að menn eigi ekki að dæma fyrr en niðurstaða er fenginn.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 19.2.2011 kl. 10:50

9 identicon

Þetta með lóðsinn að þá eru norsk siglingayfirvöld sjálf að skoða hvort lóðsinn hafi farið of snemma frá borði og hvort endurskoða þurfi vinnureglur. Þetta er tekið úr fréttablaðinu í morgun.

Björn Ingi (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 13:12

10 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Björn Ingi þetta er samkomulag milli leiðsögumannsins og skipstjórans hvað langt er farið. Enn það er skipstjórans að meta það því hann er ábyrgur og æðsti maður skipsins.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 19.2.2011 kl. 16:08

11 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Á Íslandi eru sérstök lög um leiðsögn skipa. Lög nr 34 1993.

Fyrir hvert sjávarpláss og hafnir eru svo sér reglugerðir um starfsemi hafnsögumanna o.þ.h.

Mér er að vísu ekki kunnugt um það hvernig þessu er háttað í Noregi en einhverjar reglur gilda.

Þó skipstjóri beri ávallt ábyrgð á siglingu skips þá er væntanlega réttarstaða skips önnur ef það strandar með lóðs innanborðs.

Þetta mál er allt hið hörmulegasta en til málsbóta horfir þó að  minni mengun hefur hlotist af þessu en ætlað var í fyrstu og skipi og farmi verður bjargað.

Um upphrópanir Jóhanns Páls Símonarsonar varðandi ,,kjaftæðið um lóðsinn" læt ég kyrrt liggja.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.2.2011 kl. 17:27

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka ykkur fróðlegar upplýsingar og umræður.

Samevrópsku siglingareglurnar og löggjöfin voru ekki sett út í loftið.  

Ég stend við það að þau skip eru okkur hættuleg sem hafa of lítinn mannskap.

Menn sem ganga of stífar vaktir verða þreyttir og missa einbeitinguna.

Evrópska löggjöfin miðar að því að forast slys vegna ofþreytu og álags á skipstjórnarmenn.  

Það er ekkert grín að hér sigla risaskip undir þriðja heims fána um okkar dýrmætustu fiskimið.  

Viggó Jörgensson, 19.2.2011 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband