Tími til kominn. Nafnleysið er í meira lagi vafasamt.

Egill Helgason er nokkuð duglegur að þurrka út ummæli á vef sínum.

Það mættu aðrir taka sér til fyrirmyndar.  

Ritstjórar og eigendur miðla eru sjálfir ábyrgir fyrir því sem birt er hjá þeim undir nafnleynd.

Að minnsta kosti ef ekki er hægt að rekja þann brotlega eftir auðkennistölunni.  (IP).

Einnig geta eigendur og ritstjórar verið samábyrgir hinum brotlega og þurfa þá að greiða skaðabætur og málskostnað ef hinn brotlegi er ekki borgunarmaður yfir því. 

Þar fyrir utan er sú sóðaumræða sem er í netheimum ekki uppbyggileg á neinn hátt.  

Stjórnmálamenn þurfa að þola mikla gagnrýni.

En þeir ættu ekki að þurfa að þola svívirðingar sem beinast að þeirra einkapersónu út af útliti, kynhneigð, brigsl um framhjáhald o. s. frv.

   


mbl.is Prófmál um ummæli á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband