Gæðingur Samfylkingarinnar? Þarna þarf að moka út kvenfyrirlitninguna.

Samfylkingamaðurinn Þórólfur Árnason er formaður stjórnar ISAVÍA. 

Þessi framkvæmdastjóri hlýtur að vera góður flokksmaður í Samfylkingunni. 

Engin önnur skýring getur verið á því að hann var ekki rekinn samstundis.

Lögfræðing stofnunarinnar sem "úrskurðaði" að ekki væri um kynferðislega áreitni að ræða á líka að reka samstundis, ef rétt er farið með í vottorði sálfræðings konunnar.

Forstjóra og starfsmannastjóra stofnunarinnar og þennan yfireftirlitsmann á líka að reka samstundis. 

Ekkert er trúlegra en að þessi "vinnuferð" í sumarbústað hafi verið skipulögð með þeim ásetningi framkvæmdastjórans að hafa kynferðisleg samskipti við konuna.  

Hæsta stig ásetningsbrots virðist hér á ferðinni.  

Að ekki hafi verið um kynferðislega áreitni að ræða er yfirgengilegur málflutningur. 

Eins og mönnum er kunnugt fluttist Samgönguráðuneytið svo til Vinstri Grænna við síðustu stólaskipti í ríkisstjórninni.

Þetta svínarí heyrir nú undir Ögmund Jónasson innanríkisráðherra.  

Ögmundur Jónasson, og Halla Gunnarsdóttir aðstoðarmaður hans, eru nú búin að hrekja ríkissaksóknara úr embætti. 

Hann var ekki nógu ginkeyptur fyrir galdrabrennuhugmyndum Höllu í kynferðisbrotamálum.

Það verður spennandi að sjá hvort Ögmundur hreinsar til í þessari nýju Sódómu sinni.

 


mbl.is Isavia segir dóm koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér fisst þú taka fulldjúpt í árina. Auðvitað er þetta mikill áfellisdómur en mjög réttlátur og eðlilegur með hliðsjón af atvikalýsingu. Yfirmaður konunnar sýndi af sér vægast sagt mjög vansæmandi framgöngu gagnvart konunni í frístundahúsinu og hefur þar með gerst brotlegur.

Tæpar 2 milljónir í rekstri fyrirtækis er „peanut“ smábaun enda sé fyrirtækið rekið með góðum hagnaði. Fyrir kemur að starfsmaður skaði fyrirtæki mun meir en þetta.

Mér finnst að þú megir kanna sjálfur hvaða fullyrðingar þú ert að gefa í skyn gagnvart þeim sem þú nafngreinir og ekki eru aðilar í þessu máli.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.2.2011 kl. 08:37

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það hafa engar framfarir orðið finnst mér, þegar ég las þennan dóm.

Og þetta er meira að segja fyrirtæki í opinberri eigu. 

Ég nafngreini bara þann öndvegismann Þórólf Árnason til að stríða samfylkingarmönnum.  

Hann hefur væntanlega verið skipaður formaður stjórnar af Siglfirðingnum og samfylkingarráðherranum Kristjáni Möller.

Varaformaður stjórnar er svo sómakonan Rannveig Guðmundsdóttir væntanlega sú er var ráðherra Samfylkingar um skeið. 

Samfylkingin ber því ábyrgð á ráðningu stjórnenda þarna á sínum tíma.

Stjórnin ber að minnsta kosti ábyrgð á ráðningu forstjórans sem hefur látið undir höfuð leggjast að reka þennan framkvæmdastjóra. 

Svoleiðismenn, eins og þarna er lýst, hafa venjulega slóðann á eftir sér þó að fleiri konur hafi ekki gefið sig fram ennþá.  

Nú situr Ögmundur uppi með þessa svínastíu.  

Viggó Jörgensson, 10.2.2011 kl. 13:07

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og ef þú ert að meina Ögmund og Höllu, þá er það líka kerskni af minni hálfu.

Fólk sem gerir sig að opinberum persónum þarf að þola líku líkt.  

Viggó Jörgensson, 10.2.2011 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband