Lágmenning og niðurgangur.

Þessi tegund sjónvarpsefnis er lágmenning og löngu komin út fyrir öll mörk á hvaða mælikvaða sem er.

Að einhverjir geti mælt svona sjónvarpsefni bót, sýnir best hver staðan er. 

Bandarísku þættirnir, fyrirmynd þeirra Audda og Sveppa, náðu lægstu lægðum þegar sjónvarpsmennirnir sýndu skilmerkilega þegar þeir fengu niðurgang. 

Og það er það sem svona sjónvarpsefni er. 

Niðurgangur.  


mbl.is Kvartað undan Audda og Sveppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Finnbogason

Lágmenning er leiðinlegt, niðrandi orð. Líturðu niður á fólk sem hlær að þeim? Þó ég horfi sjálfur aldrei á þá þýðir það ekki að þeir sem horfi á þá séu lágmenningarkjánar.

Leifur Finnbogason, 12.1.2011 kl. 12:25

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Leifur.

Ég hef ekki efni á, frekar en aðrir, að líta niður á neinn.  

Barnaskapur er eðlilegur hjá börnum og því má ekki rugla saman við kjánaskap. 

Það er hlutverk okkar sem erum fullorðin að þroska þau þannig að barnaskapurinn hverfi smá saman. 

Sé það ekki gert getur barnaskapurinn breyst í kjánaskap.  

Viggó Jörgensson, 12.1.2011 kl. 16:59

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já og að ætla það "skemmtiefni" að fullorðið fólk sé að gera í buxurnar í sjónvarpi

er vissulega kjánaskapur

og ef slíkt efni er ætlað börnum og ungmennum 

er það hálfgerð misneyting á þeim miðli.

Mætti rökstyðja að það sé barnaverndunarmál.   

Viggó Jörgensson, 12.1.2011 kl. 17:03

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér er svo sem sama hvað þeir bardúsa, þessir "drengir" en ég stend mig nú stundum að því að hlæja að þeim. En málið er að þeir gera út á börn (Sveppi) og unglinga (báðir). Þess vegna er margt af því sem þeir gera og segja, frekar óviðeigandi.

Ég er þó þeirrar skoðunnar að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum og þeir eiga að leggja sig fram um að vera þeim góð fyrirmynd. Að ætla að fara að ritskoða "smekkleysu" í fjölmiðlum væri út í hött, að mínu mati.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2011 kl. 01:07

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Thad er vafalaust rett hja ther ad ritskodun er otharfi og oaeskileg. 

Smekkleysa daemir sig sjalf ut af bordinu.

Viggó Jörgensson, 13.1.2011 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband