11.1.2011 | 17:04
Bradley Manning getur átt von á dauðarefsingu.
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna vill fá Twitter upplýsingar um Birgittu Jónsdóttur og fjóra aðra einstaklinga þar með talinn Bradley Manning, hermanninn sem stal trúnaðarupplýsingum í Írak og kom þeim til Wikileaks.
Manning er ákærður skv. 92. og 134. greinunum í Uniform Code of Military Justice (UCMJ) en brot á þeirri fyrri getur varðað hermenn dauðarefsingu á stríðstímum, sem eru einmitt í Írak.
Þetta er sannanlega óskemmtilegt mál sem Birgitta tengist þarna.
Birgitta og hinir þrír eru almennir borgarar og því er mál þeirra rannsakað hjá almennum yfirvöldum.
En að sjálft dómsmálaráðuneytið sé með það sýnir áhersluna sem Bandaríkjamenn leggja á rannsóknina.
Í dómsmálaráðuneytinu er málið á borði Aðalsaksóknara Bandaríkjanna (Attorney General) Eric H. Holder jr. sem hefur lofað öllum lögsókn sem hafa brotið bandarísk lög í tengslum við lekann til Wikileaks.
Holder er lykilmaður Obama forseta á sínu sviði. Rannsókn skotárásarinnar í Arizona var stjórnað af hans borði og nýlega bauð hann forsetafrúnni vinnu þegar hún heimsótti hann á skrifstofuna.
Ætla má að Bandaríkjamenn leiti að sönnunum um einhvers konar samstarf eða hvatningu á milli þeirra sem tengjast þjófnaðnum og birtingunni á trúnaðarupplýsingunum. (Hlutdeildarbrot eða samsæri).
Birtingin var í áföngum með nokkru millibili. Bara það að hafa hvatt til birtingarinnar gæti verið lögbrot í BNA.
Mögulega gætu bæði Google og Facebook þegar hafa afhent allar sínar upplýsingar um þessa einstaklinga.
Þegar þeir hafa svo fengið allar þessar upplýsingar keyra þeir saman einkennistölur úr tölvunum til að sjá samskipti á milli þeirra og annarra sem þeim tengjast. (IP tölur).
Birgitta okkar ætti að drífa sig heim áður en einhverjum í BNA dettur í hug að heimta framsal hennar frá Kanada.
Bandarískir lögmenn aðstoða Birgittu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.