Sviðakjammar farnir að skilja eigin kosningaloforð?

Það eru aldeilis fréttir ef höfuðsóttarféð í þingflokki VG er farið að skilja eigin kosningastefnuskrá og loforð við kjósendur sína.  

Það eina sem var alveg skýrt í síðustu alþingiskosningum var að VG stæði algerlega á móti inngöngu í ESB.  

Aðeins vankafé lofar að vera á móti fyrir kosningar og er svo með ESB eftir kosningar.   

Alveg lágmarkið að framvísa vottorði frá héraðsdýralækni.

 


mbl.is Fleiri að efast um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Var það ekki líka kristaltært að Samfylkingin var með ESB fyrir kostningar??

Er ekki kristaltært hvað stendur í stjórnarsáttmálanum??

Þegar tveir flokkar mynda stjórn þá þurfa allir að gefa eftir í ýmsum málum. Og fá þá eitthvað í staðinn.

VG fékk ekki hreinan meirihluta er það??

Sleggjan og Hvellurinn, 6.1.2011 kl. 11:20

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þ,S,H og H, þú manst kanski hvernig úrslit kosninganna fóru? Sá flokkur sem einarða afstöðu hafði gegn ESB, VG, vann yfirburða sigur. Aðrir flokkar töpuðu stórt, sérstaklega S flokkarnir. Það er því undarlegt að VG verði að gangast undir stefnu Samfylkingar í þessu stjórnarsamstarfi.

Það er annars merkilegt hvað Samfylkingarfólk er fljótt til að hrópa "stjórnarsáttmáli" þegar það hentar, en þegir þunni hljóði þegar VG vill ná fram þeim fáu atriðum sem þeir komu inn í þann sáttmála!

Það er kannski rétt fyrir ykkur að mynnast þess að í stjórnarsáttmálanum var skýrt tekið fram að þingmenn VG máttu kjósa gegn umsókninni, ef þeim þóknaðist svo. Raunin varð önnur, VG bar að skila örugglega nógu mörgum atkvæðum til að málið fengi meirihluta, þegar atkvæði SF og þeirra þingmanna Sjálfstæðisfl. og Framsóknarfl. voru lögð saman. Að öðrum kosti myndi samstarfinu verða rift!! Þeir sem fengu síðan leyfi til að kjósa gegn umsókninni, hafa verið ofsóttir af þingmönnum Samfylkingar!! 

Samfylkingarfólk ætti að fara að tala varlega, það er í umboði mikils minnihluta þjóðarinnar, sérstaklega þegar kemur að ESB umsókninni!!

Gunnar Heiðarsson, 6.1.2011 kl. 17:02

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samfylkingin var stórsigur og fékk flest atkvæði af öllum flokkum.

http://is.wikipedia.org/wiki/Al%C3%BEingiskosningar_2009#.C3.9Arslit

Ótrúlegt hvað þið NEI-sinnar reyna að endurskrifa söguna.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.1.2011 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband