En stóru strákarnir neita enn.

Fyrst hélt ég að þetta væri frétt frá Sérstökum saksóknara um einhver af hans góðkunningjum hefði loksins játað að hafa tæmt bankann sitt korteri fyrir hrun.  

En svo sá ég það fréttin var ekki um óheiðarlegt fólk heldur mann sem reyndi að stela smáaurum fyrir mat og viðurkenndi það svo starx.  

Á þjóðveldisöld var refsilaust að stela mat sér til lífsbjargar.


mbl.is Játaði bankaránið á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála nú ætti lögreglan að snúa sér að þjófunum!

Sigurður Haraldsson, 6.1.2011 kl. 03:30

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta smotteri ( kom reyndar illa við starfsfólkið) er dæmigert fyrir kerfið. Á sama tíma og hrunið varð var einhver kona að stela sér mat - það er löngu búið að dæma hana - mig minnir að upphæðin hafi verið um kr. 4.000.- En maðurinn með 940 milljarða skuldina - hann er ennþá að skemmta sér.

Svo kemur skilanefndarmaður og FÆR 53 milljónir í árslaun. Á hvaða forsendum?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.1.2011 kl. 16:08

3 identicon

Það er ömurlegt til þess að vita, að allt kapp hafi verið lagt á til að þessi smákrimmi finndist með hraði. Á meðan ganga aðalbófarnir lausir. Þessir sem með sínum einbeitta vilja rústuðu lífi u.þ.b. 280.000 - 300.000 manna. (Geri ráð fyrir að staða smá hluta þjóðarinnar hafi verið óbreytt eftir að þeir fóru ránshendi um landið) Það liggur við ég hefði ekki haft geð í mér, jafnvel þó ég hefði þekkt til náungans, að segja til hans á meðan hinir fá að ganga lausir. Og til að kóróna vitleysuna þá er Ástþór Magnússon handtekinn fyrir utan Byko og tilefnið er rógburður og ærumeiðandi orð! Ja hérna, það væri nú vel ef þessi æra fólks og sálarangist væri svona mikils metin í nauðgunarmálum! Og veistu hvað Ólafur Ingi, það má vel vera að starfsfólki bankans hafi brugðið við, en Guð minn góður, þurftu þau virkilega áfallahjálp? Ég er viss um að þetta starfsfólk eins og meirihluti þjóðarinnar hefði mikið frekar þurft á áfallahjálp að halda þegar ljóst var árið 2008 - 2009 að heil þjóð hafði verið tekin í rassgatið og núverandi ríkisstjórn lætur líta svo út að það sé þolandanum að kenna og biður 3ja aðila afsökunar vegna framkomu geranda! Nei við þjóðin fengum sko enga áfallahjálp þrátt fyrir misnotkunina sem við urðum fyrir!

assa (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 23:52

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ólafur já á hvaða forsendum er ennþá rekin hálaunastefna í bankageiranum? Ég er búin að fá nóg af þessari mafíu og eins og áður hefur komið fram þá mun ég aldrei skipta við þessar stofnanir aftur!

Glitnir skuldar mér 2.500.000 kr síðan í Júní á síðasta ári og sama hvað ég reyni að fá það út gengur það ekki! Er ekki að styttast í að það megi jafna þessu við rán?

Sigurður Haraldsson, 7.1.2011 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband