Grimma hunda í lögregluna.

Ekki skil ég af hverju lögreglan er ekki með stóra hunda í svona tilfellum.  

Mín vegna mætti siga grimmum hundum á þá sem berja lögreglumenn.

Spurning hvort einhverjir berserkir myndu stilla sig ef stórir lögregluhundar væru til staðar.  

Eða eru menn orðnir svo snargalnir af eiturefnum að allt kemur fyrir ekki?

Oft hefur mér dottið í hug hvort svona fólk eigi ekki að fanga í net og leyfa því að djöflast í netadræsunni.  

Einhvern tímann þótti þjóðráð að setja berserki í strigapoka og leyfa þeim að ólmast þar.

Svo má spyrja af hverju almenna lögreglan er ekki með hjálma og andlitshlífar í skottinu á bílunum til að setja upp um helgar þegar farið er í vandræða útköll. 

Spyrja má hvort nætur- og helgarvaktafólk eigi ekki að vera í óeirðagöllunum að staðaldri.     


mbl.is Ráðist á lögreglumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal vaka yfir þér og þínum í nótt gamli félagi... er á vaktinni þar til í fyrramálið. Maður þarf nú að réttlæta launin með fórnsemi sinni til handa góðum borgurum.... annars var mér hugsað til þess að ég þarf ekki að réttlæta launin mín á þann hátt.... ég var búin að vinna fyrir launum næturinnar um það leiti sem ég var búinn að klæða mig í gallann á 10 mínútum haha... en það er þá alltaf hugsjónin... hún drífur mann all nokkuð lengra en seðillinn...

Gleðileg jól Viggó... friður og kærleikur (þó sumir séu ekki sammál því að halda í slík gömul gildi)...

 Kv I

Ingó M (IP-tala skráð) 24.12.2010 kl. 21:35

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já gleðileg jól sömuleiðis gamli minn.

Maður sefur óneitanlega betur að vita af slíkum yfirburða öndvegismanni eins og þér í lögreglunni.  

Reyndar eru þeir lögreglumenn sem ég kannast við, allir öndvegismenn.  

Sjáumst hressir í framtíðinni. 

Viggó Jörgensson, 25.12.2010 kl. 00:29

3 Smámynd: Linda

Lögreglan á ekkert betra skilið en fulla virðingu okkar, þeir sinna erfiðu starfi og er ég þeim afar þakklát. Ég er sammála þér, það er kominn tími að fá góða hunda í starfið með þeim, sem elta uppi þessa krimma.  Góður lögregluhundur þarf ekki að vera grimmur, enda velþjálfaðir að hlusta á ábendinga orð.  Er orðin langþreytt á því að lögreglan okkar fái vart varist, án þess að sumt fólk láti eins og þeir hafi framið stóran glæp. Piff.

Gleðileg jól.

Linda, 25.12.2010 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband