1.12.2010 | 01:10
Of margir með ökuréttindi. Strikamerki á bíla
Ein meginvillan er að það séu sjálfsögð mannréttindi að allir nema blindir hafi ökuréttindi.
Það er fáránlegt hversu litlar heilbrigðiskröfur eru gerðar til að menn fái ökuréttindi.
Það sama á við um háaldrað fólk.
Óskoðuð og óhæf ökutæki eru hundruð í umferðinni á hverjum tíma.
Glæpsamlegur akstur er umliðinn af vegfarendum.
Aldrei á ég leið um fjallveg í þoku eða skafrenningi svo að ekki aki menn fram úr mér á ofsahraða þó að skyggni sé varla á milli vegstika.
Sama á við, í öllum veðrum, um framúrakstur þar sem ekki er hægt að fara framúr með öruggum hætti.
Það sama á við í kolsvarta myrkri og rigningu.
Samt segja augnlæknar að yfirleitt engir sjái betur en ég geri.
Enn eru gangandi vegfarendur á ferð í svörtum fötum í kolsvarta myrkri og virða engar umferðarreglur.
Endurskinsmerki ættu að vera lögbundin í skammdeginu.
Ökumenn fjórhjóla, mótorhjóla og reiðhjóla ættu að vera skyldaðir til að vera í grænum vestum.
Ungir ökumenn, sjúklingar og aldraðir ættu að vera með viðvörunarmerki á toppi bílanna, rétt eins og æfingaakstur og ökukennsla.
Ákveðna liti á að banna á ökutækjum. Til dæmis dökkgráa liti sem renna alveg saman við malbikið í myrkri og rigningu.
Bílnúmer þurfa að vera strikamerkt þannig að eftirlitstölvur geti lesið öll númer sem aka framhjá.
Enginn á móti því að fækka banaslysum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.