27.10.2010 | 21:11
Erum við sjálfstæð þjóð?
Ef við fiskveiðiþjóðin höfum ekki efni á landhelgisgæslu er illa komið.
Það er ömurlegt að sjómennirnir okkar eigi ekki betra skilið.
Getum ekki einu sinni haldið úti varðskipum á miðunum að staðaldri.
Hins vegar til peningar í blekkingarleik eins og þjóðfundi og stjórnlagaþing.
Þeir sem þangað mæta yrðu hæfari á þjóðlagaþing, þar er kannski tækifæri.
Gott að vera kominn heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
LHG á allt gott skilið, hafa unnið vel úr því sem þeim hefur verið úthlutað en við íslendingar erum frekar fátæk þjóð að mínu mati - td eigum við ekki eitt einasta kaupskip á íslenskum fána
Jón Snæbjörnsson, 27.10.2010 kl. 21:40
Rekstur þjóðkirkjunnar kostar okkur þrisvar sinnum meira en rekstur landhelgisgæslunnar. Er kannski spurning um að fara að hrófla svolítið við því apparati og þeirri rányrkju sem það hefur stundað í aldir hinum geistlega aðli til handa. Er það kannnski tabú að minnast á það?
Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 22:43
Já Jón það er aumt að geta ekki flaggað okkar eigin fána á kaupskipunum.
Það er reyndar rakið hneyksli og undirstrikar hvers konar bananalýðveldis stjórnarhættir eru hér.
Flöggun í Panama eða slíkum stöðum er væntanlega til að komast undan lögum og reglum siðaðra þjóða.
Viggó Jörgensson, 27.10.2010 kl. 23:39
Jón Steinar.
Kirkjan er ekkert tabú frekar en björgunarsveitirnar.
Í litlum byggðum er Kirkjan samfélagið.
Og gríðarlega víða er Kirkjan með geysilegt samfélagslegt hjálparstarf unnið í sjálfboðavinnu, nema laun presta og organista.
Það er margt annað sem má skera niður á undan Kirkjunni.
Og áður en það yrði gert, þyrftu að koma haldbær svör við því hverjir myndu vinna það mikla samfélagslega starf og hverjir ættu að greiða það.
Þetta er eins og leggja björgunarsveitirnar niður.
Ekki hefur mér sýnst að til séu peningar til að efla löggæslu og slökkvilið til að taka við því mikla sjálfboðastarfi.
Munurinn er sá að Kirkjan vinnur í kyrrþei en björgunarsveitirnar í beinni útsendingu.
Báðir aðilar eru hins vegar að vinna þarft verk þó að þar sé Kirkjan mun mikilvægari.
Viggó Jörgensson, 27.10.2010 kl. 23:51
Jón Steinar, ertu í alveru að bera saman kirkju og björgunarsveitir?
Þær vinna án peninga frá rikinu og lifa á flugeldasölu og öðrum söfnuðum?
Hvað ætlaru að gera ef þú ert fastur uppa fjalli fótbrotin? Að prestur biðji til guðs um að hann bjargi þér eða viltu fá björgunarsveitamenn til að koma og hjálpa þér?
Kirkjan hlytur að geta lifað á peningum sem fólkið í henni er tilbuið að láta í hana.. ekki þurfa mergsjúga skattgreiðenda hvort sem þeir vilja styðja þetta barnaniðingsbatteri eða ekki...
Þorgeir (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 01:04
Er ekki málið að Kaninn sá um þetta fyrir okkur að mestu leyti meðan herstöðin var hér enn og þegar þeir fóru neyddumst við til að fara að sjá á eftir okkar eigin peningum í gæsluna og tilheyrandi tækjakostnað? Það reyndist síðan mjög stór biti.
Það felst meira í sjálfstæði en að selja fisk, það er líka kostnaður við það. Ég er ekki frá því að ef við getum ekki séð um landhelgisgæslu og jafnvel hervarnir sjálf, getum við varla talist sjálfstæð þjóð.
Tek síðan undir að þjóðkirkjan gleypir allt of mikið af skattpeningum, þó ég sé mjög trúaður að eðlisfari.
Theódór Norðkvist, 28.10.2010 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.