19.10.2010 | 15:35
Börnin gráta veik heima.
Ég man eftir því í niðursveiflunni eftir 1990 að efnalitlir foreldrar gátu ekki farið með veik börn sín til læknis.
Seinni part mánaðar þurftu eyrnaveik börn að gráta á verkjalyfjum til mánaðarmóta.
Þó að reynt sé að hafa lágt gjald á læknisheimsóknum barna getur ávísað lyf kostað nokkur þúsund.
Ef fólk á ekki bíl, þá kostar leigubíllinn sitt á læknavaktina og í apótekið í leiðinni.
Sama fer að verða með tannheilsu efnalítilla.
Eða þar til þeir verða svo "heppnir" að fá tannkýli og blóðeitrun en þá verður frítt að leggjast dauðveikur inn á sjúkrahús.
Allt skal eyðileggja í þjóðfélagi okkar svo að AGS og ESB vilji taka við okkur.
Það er bara allt skorið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Facebook
Athugasemdir
...að nokkur skuli nenna að tala um ESB bullið í dag eftir alla umræðu...
Óskar Arnórsson, 19.10.2010 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.