Sameinast kannski ríkinu?

Þessi umræða á alltaf að vera uppi á borðinu. 

Þarna togast samt tvö sjónarmið á.  

Að sumu leyti er Reykjavík of stórt sveitarfélag. 

Íbúar hverfanna hafa of lítið að segja um sín innri málefni, skólann sinn, skipulagsmál o. s. frv. 

Þegar maður hugsar mikið um þann þátt finnst manni að skipta eigi Reykjavík upp í mörg sveitarfélög.   

Á hinn bóginn kemur hin fjárhagslega hagkvæmni.  

Eiga öll sveitarfélögin við Reykjavík að sameinast? 

Á öllu Reykjanesinu að auki? 

Fræðilega mætti velta fyrir sér hvort eitt sveitarfélag eigi að vera á landinu. 

Eða sameina þau ríkinu.  

Tvennt það síðasta er út af borðinu í reynd.  

Eigi að sameina þessi stóru sveitarfélög þarf fyrst að huga vel að valddreifingunni til hverfanna.  

Sú nauðsyn að fólk geti haft áhrif á sitt næsta umhverfi er grunnástæðan fyrir sérstökum sveitarfélögum yfirleitt. 


mbl.is Sameining spari milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband