13.10.2010 | 22:15
Enda nær óframkvæmdanleg
Almenn niðurfelling þýðir að margir fá niðurfellingu sem ekkert þurfa á henni að halda.
Sem þýðir einnig að minna verður þá hægt að gera fyrir þá sem virkilega þurfa á því að halda.
Svo er bara ekki hægt að gera eignir lífeyrissjóðanna upptækar. Það er stjórnarskrárbrot.
Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar beina hagsmuni af því að unga skulduga fólkið fari ekki úr landi.
Reiknimódel þeirra gerir ekki ráð fyrir því að landið breytist í elliheimili án vinnumarkaðar.
Gagnvart eignarétti sjóðsfélaga og framtíðarhagsmuna gæti þarna leynst ástæða fyrir lífeyrissjóðina til að hliðra til.
Hvort sem það væri með LÍN reglunni að fólk borgi fast hlutfall af tekjum, af lánunum
eða lengingu lána, frystingu og ýmsum aðgerðum öðrum.
Líst illa á almenna niðurfærslu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Viggó, mér finnst besta mál að einhverjir afþakki afskriftir, en að fullyrða að einhver þurfi ekki afskriftir er eins og að segja, að efnaði einstaklingurinn sem lendir í árekstri þurfi ekki tryggingarbæturnar, þar sem hann hafi efni á því að borga viðgerðina sjálfur. Hver er þess umkominn að segja hver er verður? Ég er það örugglega ekki, en ert þú það?
Ef menn vilja setja einhverjar takmarkanir, þá er mun nær að setja þak á leiðréttinguna, en að segja að einhver þurfi ekki á leiðréttingunni að halda.
Varðandi að taka upp LÍN hugmyndina, þá er hún arfavitlaus. Í 20 ár hef ég greitt árlega 4% af launum mínum til LÍN. Námslánin voru mjög hófleg, en mér tekst ekki að borga þau niður, þar sem verðtryggingin sér alltaf til þess að þau hækki. Nei, það sem þarf hér á landi er lánakerfi sem sér til þess að höfuðstóllinn lækki ár frá ári og líka mánaðarlega greiðslan.
Marinó G. Njálsson, 13.10.2010 kl. 22:42
Sæll Marinó og þakka innlitið.
Ef það verður almenn afskrift þá erum við sammála um að einhver hámarksupphæð verði á henni.
En ég þekki fullt af fólki sem ekkert þarf á afskrift að halda og nær að sú upphæð færi til yngra fólks sem berst í bökkum.
Ég held líka að slík aðgerð nægði ekki til að koma miklum fjölda á sléttan sjó.
Við erum sammála um að þessi lán öll hvort sem þau eru námslán eða húsnæðislán eru frámunalega þung
Og ennfremur að lítið eða ekkert gangi að greiða niður höfuðstólinn.
En það er svolítið annað mál.
Vextir hafa alla mína tíð verið fáránlega háir hérlendis sem er að hluta til út af óþolinmæði okkar þ. e. gríðarlegri eftirspurn eftir lánsfé.
Kynslóð foreldra okkar varð að láta sér nægja að flytja inn á steininn berann.
Fagna svo í smá áföngum þegar hægt var að kaupa innihurðir, gólfefni o. s. frv.
Það má spyrja hvort það sé eðlilegt að krakkar á þrítugsaldri séu að flytja inn í raðhús sem er svo flott að það sé sýnt í blöðum og sjónvarpsþáttum.
Þetta dæmi er ýkt en þetta sá ég samt í raunveruleikanum. Sama er að segja um bílakaup, húsgögn og yfirleitt alla skapaða hluti.
Þjóð sem liggur svona mikið á, skapar gríðarlega eftirspurn eftir lánsfé og lendir í því að greiða fáránlega okurvexti.
Á sama tíma spurði venjulegur Íslendingur hvorki um vexti eða lántökugjöld, t. d. af raðgreiðslusamningum.
Þetta eyðsluæði okkar mun vonandi taka enda og þá munu vextir kannski verða eins og hjá siðuðum þjóðum, þannig að eitthvað gangi að greiða niður lán.
Ég er heldur ekkert á því að allir þeir sem keyptu sér fáránlega stórt húsnæði miðað við fjölskyldustærð og tekjur, eigi að halda því húsnæði.
En að gera fólki kleyft að búa í eðlilega stóru húsnæði er algert grundvallaratriði.
En það á ekki endilega að vera sáluhjálparatriði að eiga svo og svo marga rúmmetra af steinsteypu.
En búsetuöryggið er einnig grundvallaratriði. Húsaleigumarkaður okkar hefur því miður verið algerlega vanþroska.
Ekkert sem segir mér að t. d. lífeyrissjóðirnir ættu ekki að eiga húsaleigufélög sem leigðu út húsnæði með ævilöngum búseturétti.
Um þetta skrifaði ég í Fasteignablaðið árið 1998, löngu á undan Helga í Góu, mínum gamla og góða viðskiptavini.
Svo eru ýmsir sem vilja lifa innihaldsríku lífa án þess að skilja eftir sig steinsteypu. Það ætti að vera raunhæft og mögulegt val.
Svo eiga fleiri bágt en þeir sem keyptu sér húsnæði.
Hér eru þúsundir atvinnulausir, einnig fólk sem ekki hafði keypt sér húsnæði.
Hér er fólk sem á ekki fyrir venjulegum framfærslureikningum.
Hér er fólk farið að svelta.
Hér er að verða grundvallarbreyting í stéttaskiptingu.
Hér á að skera niður velverðarkerfið.
Alla þessa þætti þarf ríkisvaldið að skoða í heild sinni.
Ég hef tekið eitt LÍN lán. Mér fannst ágætt að hafa rólegar greiðslur af því á meðan það hentaði. Svo þegar ég gat, borgaði ég helvítis lánið upp.
Að hafa slíkt val, hvort sem það eru húsnæðislán eða önnur getur komið sér vel þegar illa árar. Núna gæti það hentað mörgum.
Hafðu þakkir fyrir þína frábæru frammistöðu.
Baráttukveðjur.
Viggó.
Viggó Jörgensson, 13.10.2010 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.