Segja AGS upp trúlofuninni - fyrr er ekkert trúanlegt.

AGS vill að ríkisstjórnin segi þúsundum Íslendinga að þeir fari á vergang og við því sé ekkert að gera.

Nú þykist ríkisstjórnin vera að hlusta á Hagsmunasamtök heimilanna og sé svo að tala við bankanna. 

Okkur kemur ekkert við hvað bankarnir segja.  Þeir halda bara kjafti og gera það sem þeim er sagt. 

Lög á bankanna og ekkert djöfulsins múður meir.  

Ekkert er að marka nein fyrirheit ríkisstjórnarinnar nema hún segi samningnum um AGS upp strax.  

Það er rétt að við höldum aðra föstudagsbrennu svo að ríkisstjórninni verði ljóst að tíminn er kominn. 

Í tvö ár hefur frú Jóhanna sagst vera að skoða málin.  Nú fær hún ekki meiri tíma til þess.  

Ef hún er engu nær eftir tvö ár verður hún það ekki heldur eftir tíu ár.  

Og burt með þessa helvítis þvælu um ESB.  Það verður að bíða.  

Allir á Austurvöll á föstudaginn.  

 

 


mbl.is „Þetta var gott samtal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband