31.8.2010 | 14:48
Jóhanna hlýtur að hætta - jafnvel Steingrímur?!
Loks er kannski hinn langþráði draumur að rætast að þau skötuhjú séu að hætta í stjórnmálum.
Þau hafi loks gert sér grein fyrir að þau hafa enga hæfileika eða getu nema til að setja þjóðina á höfuðið.
Það er nægilegt að minna á að þau vildu ólm að við greiddum icesave og vilja enn.
Hitt er því miður trúlegra að hér sé verið að hreinsa Jón Bjarnason út úr ríkisstjórninni.
Eina manninn sem stendur með þjóð sinni og vill ekki ganga í ESB.
Hitt eru þjóðníðingar og landráðamenn.
93,2% kjósenda hafnaði landráðasamningum þeirra Jóhönnu og Steingríms um icesave.
Hvergi í heiminum sitja landstjórnendur áfram með viðlíka vantraust frá kjósendum.
Uppstokkun í ríkisstjórn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook
Athugasemdir
"93,2% kjósenda hafnaði landráðasamningum þeirra Jóhönnu og Steingríms"
Ég sé nú ekki að þessir samningar séu eitthvað meira Jóhönnu og Steingríms heldur en annara sem reyndu að fara samningaleiðina til að koma hér hlutunum aftur í gang, held að það tjón sé óbætanlegt sem af því hefur hlotist að láta þetta Icesave mál draga hér uppi óleyst.
Líklega myndu 93,2% manna einnig kjósa að sleppa því að höggva af sér höndina í dag til að forða sér frá því að deyja eftir viku ef það yrði bitið af eiturslöngu, sum mál eru bara illa til þess fallin að vera eitthvað að kjósa um þau.
Jón Atli (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 15:22
Ég hef samúð með þeim mönnum sem eru haldnir svomiklum sálarkvillum og minnimáttarkend eins og þú Viggó sem þarft að ausa svívirðingum yfir þá sem þér ekki hugnast þér í pólitík. Ég er viss um að enginn sem situr á Alþingi á skilið að vera kallaður landráðamaður.
Svo væri ekki úr vegi að þú skýrðir nánar hvernig þú bjóst til þessa stærð 93,2% og ekki síður; hverja vilt þú sjá í ríkisstjórn, það er ekki nóg að bola einhverjum í burtu, það verða þá einhvejir að taka við.
Óska þér þess að þú hljótir einhvern bata á þinni sjúku sál.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 31.8.2010 kl. 16:57
Afskaplega dapurleg færsla, svo ekki sé dýpra í ár tekið..
hilmar jónsson, 31.8.2010 kl. 20:49
Jón Atli varst þú erlendis?
Stjórnarþingmaðurinn Lilja Mósesdóttir doktor í þjóðhagfræði útskýrði ásamt fleirum hvað þessi icesave samningur ásamt meðfylgjandi samkomulagi við AGS, hefði þýtt fyrir lífskjörin hér.
Það var greinilegt að forystumenn ríkissstjórnarinnar höfðu sjálfir ekki minnstu hugmynd sjálfir hvað þær voru að vaða út í.
Viggó Jörgensson, 31.8.2010 kl. 21:28
Hilmar Jónsson
Rétt hjá þér daprar færslur um dapra ríkisstjórn.
Viggó Jörgensson, 31.8.2010 kl. 21:48
Jóhanna Sigurðardóttir er löngu hætt í pólitík.
Haraldur Hansson, 1.9.2010 kl. 13:09
Sigurður Grétar þú hefur dottið fram úr í morgun.
Segir öllum að þeir séu sjúkir á sálinni, ef þeir eru ekki sammála þér í pólitík.
Er það málefnalegt, engin rök. Bara þessi uppsláttur?
Ferð svo sjálfur að ausa mig auri af því að ég segi sannleikann sem þú þolir ekki að sé sagður.
Ég hef margsinnis rakið að icesavesamningarnir voru landráð. Og eru það enn, nema nýjar upplýsingar komi fram.
Mín röksemdafærsla hefur ekki verið hrakinn af lögfræðingum. Verða það heldur ekki af þér.
Kosningaúrslitin um þjóðaratkvæðagreiðsluna um icesave voru í öllum fjölmiðlum. Þú hlýtur fjandakornið að muna eftir því.
Hvaða ráðherra segirðu? Lilja Mósesdóttir verði forsætisráðherra og Ögmundur Jónasson verði fjármálaráðherra. Því fólki er hægt að treysta.
Svo upplýsir þú að ég þjáist af minnimáttarkennd. Þú myndir ekki segja það ef þú hittir mig.
Svo segirðu að ég sé sálsjúkur af því að ég vil ekki láta útlendinga stela landinu okkar, af okkur með svikum.
Ertu nú orðin læknir eða hvað?
Segir árum saman í MBL að þú sért pípari en nú skyndilega orðinn geðlæknir.
Jæja hvenær á ég að mæta í geðrannsókn hjá þér?
Til er ég.
Viggó Jörgensson, 7.9.2010 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.