Hvað kostaði Spaugstofan?

Ekki ég man til þess að háttvirtir landsmenn hafi fengið að vita hvað gerð spaugstofuþáttanna kostaði á hverjum vetri.

Í desember árið 2009 upplýsti okkar ágæti menntamálaráðherra um nokkrar tölur:

Að Kastljós kostaði 130 miljónir á ári, Fréttaaukinn 21 og Tíufréttir kostuðu 22.   

Silfrið 12 miljónir á ári sem er ódýrt miðað við Kiljuna sem kostar 24 miljónir á ári.  

Hefði ekki verið nær að hafa allt uppi á borðum? 

Og leyfa okkur þrælunum í skylduáskriftinni að kjósa um dagskrárliði?  


mbl.is Spaugstofan á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endilega fara yfir textan áður en þú sendir...

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 14:57

2 Smámynd: Jóhannes Reykdal

Þú þarft að kynna þér hlutiina betur þvi þetta er allt búið að koma fram. Spaugstofan kostaði 72 miljónir á síðasta ári.

http://www.visir.is/hofundar-aramotaskaups-taki-vid-af-spaugstofunni/article/2010639309857

Jóhannes Reykdal, 31.8.2010 kl. 15:08

3 Smámynd: Landfari

Þessar tölur eru væntanlega brúttó kostnaðru. En á móti kemur að það voru mjög vinsælir augýsingatímar kringum vinsæla þætti. Mig minnir að þeir hafi sagt að Söngvakeppni hafi borgað sig því auglýsingatekjurnar hafi verið miklar.

Ég sé í hendi mér að Spaugstofan hafi skilað mun meiri auglýsingatekjum en til að mynda Kiljan sem mér finnst nú talsvert dýr.

Vitið þið hverju Spaugstofan skilaði í auglýsingatekjur?

Landfari, 31.8.2010 kl. 18:14

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Takk fyrir þetta Jóhannes, hefur alveg farið framhjá mér eins og fleira.

Landfari það væri einmitt æskilegt að við skylduáskrifendur fengjum að sjá þessar tölur bæði hvað dagskrárliðirnir kosta og eins auglýsingatekjur sem tengjast þeim augljóslega beint. 

Það er líka töluverð ritskoðunarlykt af þessu með Spaugstofuna. 

Þeir sýndu nefnilega landsfeðurna í réttu ljósi og það þola þau alls ekki frú Jóhanna og fylgdarlið.

Viggó Jörgensson, 31.8.2010 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband