Það var Ólafur biskup sem kærði konurnar.

Ríkissaksóknari hefur fljótlega séð að það mál væri ónýtt fyrir biskup og ráðlagði honum að hætta við.

Þar var aðeins verið að rannsaka meiðyrði að beiðni þess sem meint meingerð snerist að: Ólafi.  

Ríkissaksóknari gat ekkert farið að rannsaka Ólaf sjálfan nema konurnar kærðu til hans eða lögreglu.  

Prestar sáu til þess að konurnar kæru aldrei hvorki til lögreglu eða saksóknara.   

Að sögn fjölmiðla á þessum tíma var það vegna þrýstings frá sendimönnum biskups.  

Eina málið í þeim hópi sem hefði verið hægt að sanna fyrir dómi gegn neitun Ólafs var Kaupmannahafnarmálið.  Þar voru nefnilega vitni.

Sendimenn biskups sömdu snarlega við þau hjón og var því málið í heild ónýtt sem lögreglumál. 

Hér lít ég framhjá því hvað af þeim var fyrnt.

Þá voru eftir tvær eða þrjár konur sem voru ýmist látnar draga málin til baka eða þær rækilega rægðar.

Sú rógsherferð tókst prýðilega. 

Við vorum flest farin að ímynda okkar að þessar stelpur væru eitthvað ruglaðar, jafnvel ekki alveg heilar á geði.  Ólafur hefði jú örugglega dáðst að þeim og jafnvel strokið þeim um lendar í sálgæsluskyni. 

En verra væri það nú varla.

Það voru sem sagt engin efni til setja þrýsting á ríkissaksóknara, það hefði þá engu breytt. 

Davíð Oddson vissi auðvitað ekkert um málavexti frekar en flestir landsmenn.  

Biskup sór og sárt við lagði hjá Davíð, eins og öðrum, að hann væri saklaust af einhverju rugli í hálfvitlausum stelpugálknum.   

Davíð gat aðeins gefið það eina ráð er hafði gefist honum sjálfum best: Sitja sem lengst. 

Davíð og sjálfstæðisfólk frábiður svo væntanlega mönnum að blanda sér í mál Ólafs Skúlasonar.       

 

 

 

 


mbl.is „Var ríkissaksóknari beittur þrýstingi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Samkvæmt þessu ert þú líka farinn að hylma yfir.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 25.8.2010 kl. 01:51

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hverju?

Viggó Jörgensson, 25.8.2010 kl. 10:58

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ef þú átt við Kaupmannahafnarmálið, þá voru þær upplýsingar komnar til réttra yfirvalda árið 1996.

Fólkið ákvað að draga málið til baka og þar við situr.  

Ekkert sem ég eða þú getum gert í því.  

Hvers konar rannsóknarnefndum er opið að hafa samband og athuga stöðu þess máls eins og annarra.  

Viggó Jörgensson, 25.8.2010 kl. 11:11

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ef þú átt við stjórnmálin þá veit ég ekkert um það heldur, nema að biskupinn segir sjálfur frá fundi sínum og forsætisráðherra.  

Sé að vísu að Samfylkingarfólki, vígðu og óvígðu langar til að klína einhverju á Davíð Oddsson eins og venjulega. 

Man ekki betur en að núverandi biskup sé nýlega búinn að funda með núverandi dómsmálaráðherra sem ekki er lengur kirkjumálaráðherra af því að kirkjan er orðin sjálfstæð stjórnsýslueining.      

Viggó Jörgensson, 25.8.2010 kl. 11:21

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Kaupmannahafnarmálið já. Þú gefur sterklega í skin að þú vitir meira en aðrir og vilt ekki segja frá. Hvað eru réttyfirvöld? Hafa "rétt yfirvöld" ekki brugðist í þessu máli?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 25.8.2010 kl. 14:08

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Kristján Sigurður. 

Ég er búinn að blogga allt sem ég veit um Kaupmannahafnarmálið.   Nema nöfnin á fólkinu og sem ég segi aldrei neinum nema fólkið bæði mig um það. 

Ef þú segir mér frá einhverri ólögmæddri misgjörð í þinn garð, en óskaðir eftir trúnaði þá virði ég það auðvitað.   

Þú ræður því sjálfur hvort þú kærir eða ekki - ef þú ert lögráða.  

Að mínu mati væri það ofbeldi í þinn garð að taka af þér persónufrelsi þitt. 

Ef alþjóð veit af málinu en ekki nafni þín, þá gæti ég rætt um það á opinberum vettvangi en aldrei þannig að það yrði rakið til þín.  

Ef þú værir ólögráða gæti verið að ég segði lögráðamönnum þínum frá málinu, það færi eftir bestu hagsmunum þínum.  

Ef ég hefði verið skipaður lögráðamaður þinn, máttu bóka að ég myndi kæra allt ólögmætt sem gert væri á þinn hlut.    

Viggó Jörgensson, 25.8.2010 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband