24.8.2010 | 21:34
Djúp sorg hvernig komið er.
Í blaðagrein sem sr. Karl Sigurbjörnsson biskup ritaði í tilefni 70 ára afmæli Ólafs Skúlasonar árið 1999, kallaði sr. Karl ólguna í biskupstíð Ólafs "...vorleysingar..."þar með talið væntanlega ásakanir kvenna um kynferðisbrot.
Sr. Karl kaus greinilega að trúa ekki konunum sem stigu fram árið 1996.
Bréf Birgis Ás kemur fram nú áratug síðar.
Bréfið mun hafa komið tvívegis til Kirkjuráðs, fyrst fór prestur með það persónulega og svo Sigrún Pálína Ingvarsdóttir.
Allt að einu ber skrifstofustjóri Biskupsstofu okkur íslensku þjóðinni þau boð í gegnum fjölmiðla að biskup vissi ekkert um slíkt bréf.
Svo þegar ljóst er að slíkt fær alls ekki staðist, þá skyndilega "...fannst..." bréfið á Biskupsstofu.
Þessu trúir vart nokkur maður.
Biskup sýnist ekkert hafa gert með bréf Birgis Ás og heldur ekki með erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur.
Alls ekkert, fyrr en fjölmiðlar neyddu hann til þess eftir að meira en heilt ár hafði liðið.
Sr. Karli mátti hafa verið ljóst að þegar þessi tvö erindi yrðu opinber, yrði allri þjóðinni ljóst að Ólafur Skúlason var sekur um kynferðisbrot.
Jafnframt mátti sr. Karli vera ljóst hversu slæm hans fyrri aðkoma og afstaða hafði verið.
Hver maður getur séð í hendi sér hvers vegna þessi mál fengu ekki framgang í höndum biskups.
Og þegar allt er vegið í heild sinni er flestum mönnum ljóst hvað liggur næst í því efni.
Ef sr. Karl hefði samt á þessum tímapunkti stigið fram, iðrast og viðurkennt að hann hafi ranglega talið Ólaf saklausan
og beðið konurnar og þjóðina afsökunar á þessu sleifarlagi öllu - ÞÁ VÆRI MÁLIÐ BÚIÐ.
Sr. Karl tók hins vegar það ógæfuspor að reyna áfram að þagga niður málið. Það hljóta allir að sjá.
Það verður ekki fyrirgefið fyrr en hann stígur niður af biskupsstól.
Sr. Karl beit algerlega höfuðið af skömminni þegar hann þráaðist við að sjá það sem nær allir aðrir sjá.
Ætlar ekki að rengja en trúir ekki samt. Fullkomin afneitun áfram.
Ekkert okkar langar að trúa neinu af þessu. Við eigum hins vegar engra annarra kosta völ.
Í þessari afneitun er trúverðugleiki sr. Karls Sigurbjörnssonar farinn og kemur aldrei aftur.
Þetta er djúp sorg fyrir okkur öll.
Nú og í framtíðinni verður vonandi aldrei samþykkt þöggun á misgerðum við börn og ungmenni.
"...kirkjan er meira en einn maður, jafnvel þótt biskup væri..." mun síra Geir Waage hafa sagt við Ólaf Skúlason árið 1996.
Það er enn jafn satt og það var þá. En einhverjir hafa kannski ekki enn fyrirgefið sr. Geir.
Einsettu sér að opna umræðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.8.2010 kl. 01:00 | Facebook
Athugasemdir
Biskupinn er einn af fimm sem sitja í kirkjuráði og jafnframt er hann "formaður" ráðsins - þannig að bréf og erindi til ráðsins fara líklega þá hefðbundnu boðleið til ráðsins - um hendur formannsins.
Benedikta E, 24.8.2010 kl. 22:20
Já eða skrifstofustjórans sem varla leynir biskup slíkum ósköpum.
Sigrún Pálína kynnti bréfið sérstaklega fyrir kirkjuráðsmönnum, en biskup hefur þá kannski verið sofandi á fundinum.
Sigrún Pálina skyldi svo bréfið og önnur sönnunargögn eftir hjá Kirkjuráði. Það var í þeirri möppu sem bréfið fannst.
Bréfið sem séra Kjartan fór með persónulega hefur kannski ekki enn fundist í undir stólsessu biskups.
Viggó Jörgensson, 25.8.2010 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.