16.8.2010 | 13:36
Þetta er orðið nauðsynlegt vegna skipulagðrar glæpastarfssemi.
Enginn þarf að vera svo bláeygður að halda að lögregla muni nýta slíkar heimildir til að njósna um venjulegt fólk.
Til þess er hvorki mannskapur né áhugi. Hvort einhver ætli að hafa ýsu eða bjúgu í kvöldmatinn.
Hérlendis eru erlendir og innlendir aðilar búnir að hreiðra um sig með skipulega glæpastarfssemi.
Þegar sagt er "...án þess að grunur sé um ákveðið brot..." er ekki átt við venjulega borgara heldur aðila sem rökstuddur grunur er um að stundi skipulega brotastarfsemi.
Sú grandvara kona Ragna myndi ekki vilja standa að slíkum forvirkum rannsóknarheimildum nema af því að henni er ljóst að það er algerlega nauðsynlegt.
Ríkisvaldið getur ekki látið eins og ekkert sé. Háskalegur vandi er á höndum og við því verður að bregðast.
Girða verður fyrir að slíkar heimildir séu notaðar að persónulegri vild einstakra rannsakenda í eigin þágu.
Alþingismenn eru ekki réttu aðilarnir til að veita einstakar rannsóknarheimildir; slíkt bíður heim spillingu.
Slíkar heimildir verða dómstólar að hafa á höndum svo að við almenningur séum ekki í vafa.
Ef aðrir en dómstólar veita slíkar heimildir getum við farið að ræða um lögregluríki, Þriðja ríkið, 1984 o.s.frv.
Eitt er víst að lögreglan á ekki að hafa slíkar heimildir sjálf og ekki heldur stjórnsýslan.
Lögregla fái auknar rannsóknarheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst nú lágmark að einstaklingar sem séu rannsakaðir af lögreglu skuli nú í það minnsta vera grunaðir um EITTHVAÐ ólögmætt.
Því hvernig ákveða þeir þá hverjum þeir eiga að fylgjast með ef einstaklingurinn er ekki grunaður um neitt?
Ágiskun?
"Þessi lítur nú eitthvað glæpsamlega út! fylgjumst með honum!,,
Snjokaggl (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 13:56
Þeir sem hafa staðið hvað dyggilegastan vörð um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi undanfarin ár virðast flestir annaðhvort vera stjórnmálamenn eða innan stjórnkerfisins.
Magnús Sigurðsson, 16.8.2010 kl. 15:14
Hárrétt Magnús.
Sigurður Haraldsson, 16.8.2010 kl. 15:34
Það er sennilega rétt hjá þér að í praxís sé ekki mannskapur til að stunda austurþýskt eftirlit, en það þarf ekki að þýða að áhuginn sé ekki fyrir hendi, og það eru í raun fordæmi fyrir að yfirvöld hafi stundað vafasamt og siðlaust eftirlit hérlendis, samanber símahlerunardæmið í tíð lögreglustjóra að nafni Sigurjón. Og allar auknar heimildir í þessar veru verða á einhverjum tímapunkti misnotaðar af yfirvöldum, eða þeim sem eiga að fara með þær. Þess vegna ber að þrengja allar slíkar heimildir, frekar en rýmka, því það er nánast ómögulegt að búa svo um hnútana að misnotkun sé ekki möguleg. Ráðherrann fær allavega rautt spjald hjá mér bara fyrir að viðra þessa vondu hugmynd.
Bjössi (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 16:52
Það var framin bylting á Kúbu árið 1959.
Kommúnistar höfðu þá yfirlýstu stefnu að bylta rétt kjörnum stjórnvöldum á vesturlöndum.
Það var skylda ríkisvaldsins á Íslandi á þeim tíma að láta lögregluna fylgjast með mönnum sem vildu fremja hér byltingu og hrifsa völdin af þjóðinni.
Þeir sem á einhverjum tíma segjast vilja fremja byltingu eru þjóðhættulegir menn.
Þeir geta hvorki þá né síðar farið að væla yfir að fylgst hafi verið með þeim.
Bjössi ég er annars sammála þér um hættuna á misnotkun á undanþágu ákvæðum hvers konar.
Hér erum við hins vegar aðeins og tala um rannsóknarákvæði.
Geðþótta undanþáguákvæði um auknar handtökuheimildir eða slíkar skerðingar á almennum mannréttindum munum aldrei láta yfir okkur ganga.
En að lögreglan geti rannsakað glæpaforingja með öllum ráðum verður bara að vera lögmætt.
En eins og ég hef marg oft sagt þá verða dómstólar að veita slíkar heimildir.
Það er algert grundvallaratriði að hvorki lögregla, stjórnsýslan né stjórnmálamenn hafi neitt með það að gera.
Að Alþingi eigi eitthvað að koma að málinu er algerlega fráleitt.
Það þýddi þá að kommúnistinn Steingrímnur Jóhann væri með fingurna í málinu.
Eða þá Jóhanna sem sér djöfulinn sjálfan í hverju horni og þorir varla út úr húsi.
Viggó Jörgensson, 16.8.2010 kl. 23:26
Þú segir Viggó að "Enginn þarf að vera svo bláeygður að halda að lögregla muni nýta slíkar heimildir til að njósna um venjulegt fólk. Til þess er hvorki mannskapur né áhugi."
Síðan segir þú "Girða verður fyrir að slíkar heimildir séu notaðar að persónulegri vild einstakra rannsakenda í eigin þágu."
Ef fyrsta fullyrðingin þín stenst þá eru þær ráðstafanir sem þú leggur til í þeirri seinni algjörlega óþarfar. Við treystum löggunni er það ekki?
Jón Bragi Sigurðsson, 17.8.2010 kl. 06:07
Sæll Jón Bragi.
Í lögregluríki hefur lögreglan sjálf slíkar rannsóknarheimildir - það bíður heim misnotkun.
Þó að ég treysti flestum lögreglumönnum fer því fjarri að þeim sé öllum treystandi.
Ísland er réttarríki sem leiðir til þess að allar slíkar rannsóknarheimildir eiga að vera og verða hjá dómstólum.
Þó að lögreglan sem stofnun hafi hvorki mannskap né áhuga til að njósna um venjulegt fólk verður engu að síður að vera girt fyrir að einstakir lögreglumenn fari í persónulega njósnastarfssemi.
Eitt dæmi til skýringar um ólöglega sjálftöku lögregluvalds:
Árið 1954 var lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti fyrir saknæmt misferli.
Hann hafði handtekið prest sem lögreglumaðurinn taldi keppinaut sinn um hylli stúlku.
Viggó Jörgensson, 18.8.2010 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.