Björgvin er fórnarlamb ofbeldis af hálfu Stígamótakvenna.

Þetta er sorglegt mál.  Þvingaður til afsagnar fyrir að segja sannleikann.

Fyrir nokkrum árum vorum við sonur minn boðaðir á almennan fræðslufund um kynhegðun unglinga í skólanum hans.

Á fundinum var sú mæta kona Sigurlaug Hauksdóttir yfirfélagsráðgjafi hjá Landlæknisembættinu og á Landspítalanum.

Sigurlaug er einn helsti sérfræðingur landsins í forvörnum á sviði kynferðismála og hefur meðal annars starfað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota.  

Á fundinum spurði ég Sigurlaugu um það sem helst bæri að varast í kynhegðun unglinga, með sérstöku tilliti til nauðgunarhættu.

Svarið var mjög afdráttarlaust og átti við bæði kynin: 

Algerlega númer eitt:     Að taka ábyrgð á sjálfum sér með því að verða ekki of drukkin.   

Sigurlaug er eðlilega í hávegum höfð hjá Stígamótakonum. 

En ef karlkyns lögreglumaður segir það sama þá er hann réttdræpur.  

Femínistar og Stígamótakonur hafa einkaleyfi á þessari umræðu.  

Ef ég finnst drepinn þá þakka ég ykkur allt gott.   

Númer 2 var svo að líta aldrei af glasi sínu og kaupa þá heldur nýjan drykk ef út af brygði.  

Númer 3.  Fara ekki einsömul á salerni veitingastaða . 

Númer 4.  Öfurölvi ekki í leigubíl einsömul.  

Númer 5.  Vera ekki ein á gangi nema í fjölmenni.  

Númer 6.  Vinkonur og vinir skyldu gæta hvers annars og grípa inn í ef einhver misreiknaði sig.  

Númer 7.  Fara ekki í boð hjá ókunnugum, og þá alls ekki einsömul.  

Ég ber auðvitað ábyrgð á þessari endursögn en ekki Sigurlaug Hauksdóttir.  

Þar fyrir utan hefur mér skilist að ekki sé hafið yfir grun að starfsmenn á veitingahúsum hafi verið með í setja ólyfjan í glös gesta í slæmum tilgangi en ekki ber ég SH fyrir því.    

--------------------

Á vef Lýðheilsustöðvar má sjá eftirfarandi:

"Hvað gerir áfengi?

Þrátt fyrir mikið tal um lyf og nauðganir er það engu að síður staðreynd að áfengi er oftast það vímuefni sem var haft um hönd þegar nauðgun er annars vegar. Áfengi hefur ýmis áhrif á okkur en við verðum þó að bera ábyrgð á hegðun okkar undir áhrifum. Áfengi losar um hömlur og fólk notar það oft í þeim tilgangi að slappa af eða auka þor. Áfengi skerðir fljótt dómgreind og ekki þarf mikla neyslu til þess að rökrétt ákvarðanataka verði erfiðari. Eftir sem áður ber fólk ábyrgð á hegðun sinni..."

--------------------

Ef helsti sérfræðingur landsins og opinber stofnun sem hefur með heilbrigðisforvarnir að gera fullyrða að neysla áfengis og vímuefna stórauki hættu á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. 

Hvers vegna má þá ekki lögreglumaður segja það sama í forvarnarskyni? 

Hvers vegna heimtar dómsmálaráðherra sérstakar skýringar í blöðunum án þess að athuga málið í samræmi við stjórnsýslulög?

Hvers vegna lætur lögreglustjóri stjórnast af skrílræði? 

Hleypur til, afsakar og ber til baka fullyrðingar helstu sérfræðinga og stofnanna landsins sem með málið hafa að gera? 

Hvaða þekkingu hafa þau Ragna Árnadóttir og Stefán Eiríksson á forvörnum á sviði kynferðisbrotamála sem ómerkir það sem Sigurlaug Hauksdóttir segir.  

Eftir nám í Noregi setti Sigurlaug upp neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota þar og átti þátt í setja upp neyðarmóttökuna hérlendis og hefur starfað þar við móttöku þolenda í árafjöld.  

Veit hún ekki betur um ölvunar- og vímuástand þolenda sem þangað mæta en þau Ragna og Stefán? 

Þau virðast hafa umgengist stjórnsýslulögin heldur frjálslega úr því að Björgvin Björgvinsson var þvingaður til að segja af sér starfi sínu og auk þess að biðjast afsökunar á að segja sannleikann.  

Fyrir að segja það sem eru viðurkenndar staðreyndir af því vísindafólki sem við það starfar. 

Rannsaka þarf störf þeirra Rögnu og Stefáns í þessu máli þó það verði kannski gert síðar.  

Stjórnsýslan á ekki að stjórnast af uppþotum og skrílræði.  Skammist ykkar Ragna og Stefán. 

Stígamótakonur ættu að skammast sín fyrir að hafa með ofbeldi hrakið þennan dug- og reynslumikla lögreglumann úr starfi.   

 


mbl.is Björgvin hættir sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér, og nú spyr ég... meiga karlmenn ekki vera álits menn á svona málum lengur án þess að vera sendir í tugthúsið!

Heiðdís Erla Sigurðar (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 16:46

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það er dálítill munur á því að segja

"Taktu ábyrgð á sjálfum sér með því að verða ekki of drukkin, það er mikilvægt öryggisatriði."

og því að segja

"Oftar en ekki eru nauðganir tengdar mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema fórnarlambsins sem er útsett fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum."

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.8.2010 kl. 00:53

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Sjálfri þér átti að standa þarna.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.8.2010 kl. 00:54

4 identicon

"Hvað gerir áfengi?

Þrátt fyrir mikið tal um lyf og nauðganir er það engu að síður staðreynd að áfengi er oftast það vímuefni sem var haft um hönd þegar nauðgun er annars vegar. Áfengi hefur ýmis áhrif á okkur en við verðum þó að bera ábyrgð á hegðun okkar undir áhrifum. Áfengi losar um hömlur og fólk notar það oft í þeim tilgangi að slappa af eða auka þor. Áfengi skerðir fljótt dómgreind og ekki þarf mikla neyslu til þess að rökrétt ákvarðanataka verði erfiðari. Eftir sem áður ber fólk ábyrgð á hegðun sinni..."

*hóst* ég held að hér sé verið að tala um gerendur

ruglubulla (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 01:35

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Næsti hluti er svona:

"...Neikvæðar afleiðingar áfengis geta verið ýmsar.

* Manneskja sem er mikið drukkin er ekki í ástandi til að veita meðvitað samþykki.

* Manneskja sem er mikið drukkin á erfitt með að skýra frá tilfinningum sínum og ásetningi.

* Skert hæfni/vilji til að taka því sem önnur manneskja segir (segir nei, snýr sér undan).

* Skert hæfni til að standast þrýsting annarra um að ná sínu fram.

* Manneskja sem er mikið drukkin getur átt erfitt með að átta sig á og bregðast við því að árás sé yfirvofandi.

Áfengi er aldrei afsökun! Þrátt fyrir að algengast sé að áfengi hafi verið haft um hönd gerist það einnig að fólki sé byrlað lyfjum. Það er mikilvægt að fylgjast vel með glasinu sínu, fylgjast með vinum sínum og grípa inn í ef eitthvað virðist óeðlilegt.

Hvað get ég gert? Það er ýmislegt sem við getum gert til þess að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi.

Þó ber að hafa í huga að sá sem verður fyrir slíku ofbeldi ber aldrei sökina. Ábyrgðin er gerandans.

Til að minnka líkur á að kynferðisofbeldi eigi sér stað:

* Virðum skoðanir og mörk annarra.

* Spyrjum beinna spurninga ef okkur finnst við fá misvísandi skilaboð.

* Látum í ljós þá skoðun okkar að ofbeldi og nauðung sé aldrei ásættanleg eða afsakanleg. Áfengisneysla er aldrei afsökun fyrir því að beita aðra ofbeldi!

* Gætum hvert annars – fylgjumst með vinum okkar og skiptum okkur af því ef við höldum að verið sé að neyða einhvern til að gera eitthvað sem hann/hún vill ekki.

* Tökum ábyrgð á áfengisneyslu okkar..."

Viggó Jörgensson, 18.8.2010 kl. 02:31

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og hér er afgangurinn af bæklingi Lýðheilsustöðvar Um kynferðisofbeldi undir fermerkjunum Ungt fólk til ábyrðar:

"...Hvað geri ég til ef einhver hefur þegar orðið fyrir ofbeldi?

Það getur verið erfitt að hlusta á einhvern segja frá því að hann eða hún hafi orðið fyrir ofbeldi. Engu að síður er mikilvægt að hlusta og reyna að aðstoða þolanda. Ef einhver trúir manni fyrir því að hafa orðið fyrir ofbeldi er gott að hafa þetta í huga: - Haldið ró ykkar. Ef maður verður mjög æstur er hætta á að stelpan/strákurinn þori ekki að segja meir eða finnist að þetta hafi verið sér að kenna. - Hlustið og trúið því sem hann eða hún segir. - Verið til staðar fyrir vin ykkar, það þarf ekki alltaf að tala. - Komið því áleiðis að enginn á skilið að vera beittur ofbeldi. - Útskýrið að þetta sé ekki henni eða honum að kenna. - Bjóðist til að hjálpa en ekki ákveða hvað vinur ykkar á að gera. Sá sem hefur orðið fyrir ofbeldi eða árás finnur þegar fyrir vanmætti þar sem völdin voru tekin af honum eða henni. Til þess að auka ekki frekar á vanmáttarkenndina er best að leyfa viðkomandi sjálfum/sjálfri að ráða ferðinni. - Hvetjið hann/hana til að leita hjálpar við að takast á við vandann og afleiðingar ofbeldisins. Úrræði Enda þótt við getum sjálf gert mikið til að aðstoða þann sem hefur orðið fyrir ofbeldi þá þarf fólk oft á sérfræðihjálp að halda. Hægt er að leita aðstoðar á ýmsum stöðum. þar á meðal eru: * Skólahjúkrunarfræðingar, námsráðgjafar * Stígamót (www.stigamot.is) * Kvennaathvarfið (www.kvennaathvarf.is ) * Hjálparsími Rauða Krossins, 1717 * Lögreglan * Áfallamiðstöð Landspítala, Neyðarmótttaka vegna nauðgunar: Þjónustan stendur öllum til boða. Þeir sem hafa verið beittir kynferðisofbeldi geta leitað sér aðstoðar til þess að fá ráðgjöf og stuðning eða til þess að fá læknismeðferð og aðra meðferð. Best er að hringja fyrst og biðja um þjónustu hjá Neyðarmóttökunni (543-1000)."

http://www.lydheilsustod.is/ungt-folk/heilsa-og-lifsstill/ungt-folk-til-abyrgdar/kynferdisofbeldi/

Viggó Jörgensson, 18.8.2010 kl. 15:36

7 Smámynd: Landfari

Þessi umræða sem spunnist hefur út af þessum varnaðarorðum Björgvins er þvílíkum villigötum að maður verður bara orðlaus.

Viðbrögð Stígamóta hafa valdð þeirri annars ágætu starsemi skaða og álitshnekki.

Landfari, 20.8.2010 kl. 20:53

8 identicon

Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara með þessa færslu. Samkvæmt því sem Björgvin segir í DV þá væri það mín eigin sök ef ég færi ofurölvi heim í leigubíl og bílstjórinn myndi misnota aðstöðu sína gagnvart mér og nota vald til þess að fá sínu framgengt. Er ég að skilja þig rétt að þú sért hissa á því að hann sé ekki áfram yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar?

Úr grein af mbl.is:

"Í DV í gær var fjallað um nauðganir og fjölgun þeirra á síðustu misserum. Var m.a. haft eftir Björgvin, að oftar en ekki væru þessi mál tengd mikilli áfengisdrykkju og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem væri útsettur fyrir að því að lenda í einhverjum vandræðum.

„Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðinni yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér," hafði blaðið eftir Björgvin."

Sóley Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 19:43

9 Smámynd: Landfari

Sóley, þetta er alger útúrsnúningur á á því sem Björgvin sagði og nánast alger andstaða þess.

Þegar þú tekur leigubíl áttu að vera í nokkuð öruggu umhverfi. Það er það sem Björgvin er að benda á að fólk eigi að gera. Ef þú hinsvegar ferð út á götu og reynir að húkka þér far og ferð ein upp í bíl með hverjum sem er ertu að bjóða hættunni heim. Þó ég segi að þú sért að bjóða hættuni heim er ég ekki að segja að það sé þér að kenna ef þér er nauðgað við þessar aðstæður. En áhættan er umtalsvert meiri en ef þú hefðir tekið leigubíl. Miðað hvað mikið er í húfi verður að telja skynsamlegt að sýna þá varúð að taka leigubílinn.

Á sama hátt sýnir þú þá varúð þegar þú ferðast með barnið þitt í bíl að hafa það í bílstól ef það er of lítið fyrir bílbeltin. Ekki vegna þess að það séu svo miklar líkur til að þú lendir í árekstri heldur þvert á móti. Þú ert bara að skjótast stutta leið og sem kona að öðru jöfnu varkárari bílstjóri en karl. En þó líkurnar séu litlar eru afleiðingarnar það miklar ef eitthvað slæmt kemur fyrir (og engar líkur á að það sé þér að kenna) að þú leggur það á þig að verða þér út um bílsæti og nota það.

Ég get allavega ekki lagt annan skilning í þessi varnaðarorð hans.

Landfari, 25.8.2010 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband