Notkun öryggisbelta á ekki að vera val - heldur lagaskylda.

Ef allir væru alltaf með öryggisbeltin spennt, yrðu tiltölulega lítil meiðsli á fólki í langferðabílum, við veltur á jafnsléttu. 

Á vefnum eru ítarlegar skýrslur um rannsóknir á rútuslysum.  

Aðalvandamálið er að fólk situr ekki með beltin spennt.

Farþegar kastast út og verða undir bílnum. 

Farþegar kastast langar leiðir inni í bílnum og slasast meira en skyldi.

Sömuleiðis kastast þeir á aðra farþega og báðir slasast.   

Farþegar í öryggisbeltum geta slasast nokkuð við að reka höfuðið í gler, gluggapósta, sæti og sessunauta en það eru venjulega mun vægari meiðsl en þær alvarlegu afleiðingar sem geta leitt af því að vera beltislaus.      


mbl.is Líðan frönsku konunnar stöðug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Einmitt.

Einnig á að skoða með að lækka hámarkshraða, ekki að ég segi að það sé valdur í þessu tilviki.

Ólafur Þórðarson, 22.7.2010 kl. 19:17

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Vann fyrir nokkrum árum hjá verktaka.við virkjanaframkvæmdir .Starfsmennirnir voru keyrðir upp eftir á mánudagsmorgnum og heim um helgar.Man hvað öryggisbeltum var ábótavant í rútunni,en hún var keyrð býsna rösklega.

Á virkjanasvæðinu hins vegar var ströng hjálmskylda og var framfylgt af öryggisfulltrúa. Jafnvel þó að menn væru á "öruggu svæði " kannski að taka til vörur eða þess háttar alltaf var hjálmskylda.Síðan mátti þeysa með mannskapinn á 110 km hraða á blautu svelli í beltislausri rútu. .

Hörður Halldórsson, 22.7.2010 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband