Gengistryggðir jafnvel í verri málum?

Set hér inn til minnis það sem ég setti inn á Smuguna.

Til að gæta jafnræðis hefði eðlilegasta niðurstaðan verið að færa strax niður gengistryggðu eins og að þau hefðu verið tekin á verðtryggðum kjörum með löglegum hætti. Þeir sem eru með verðtryggð lán hafa fengið á sig miklar hækkanir á lánum sínum út af hruni krónunnar. Hækkun verðlags af þeim sökum hefur auðvitað hækkað innlend verðtryggð lán verulega. Af ótta við frekari óvinsældir þorir ríkisstjórnin ekki að taka á þessu máli. Nú stefnir í að þeir sem óvarlegast fóru verði verðlaunaðir sérstaklega.

Þetta mál stefnir í að verða verra klúður en kreppan sjálf. Nú segir SP fjármögnun á heimasíðu sinni að þeir ætli einhliða að gera upp skv. frumvarpi félagsmálaráðherra um bílalán. Kemur svo hvert fyrirtækið á eftir öðru með sína aðferð? Verður það líka ólöglegt klúður? Svo koma húsnæðislánin. Er ekki betra að ríkistjórnin hafi einhverja samræmda stjórn á þessari atburðarás þannig að einhver viti hvar hann stendur. Eða á allt að reka á reiðanum áfram.

Auðvitað er það yndislegt að þúsundir fjölskyldna haldi heimili sínu sem annars hefði ekki orðið. Braskararnir græða hins vegar mest. Það hafa ekki verið neinir smáræðisvextir af óverðtryggðum skuldabréfum undanfarin ár. Árið 2004 8,33%, árið 2005 11,04%, 2006 13,92%, árið 2007 16,04%, árið 2008 17,75%, árið 2009 14,08% en nú árið 2010 8,50 og loks 8,25% í nú í júní. Óhreyfður höfuðstóll hefði hækkað, miðað við sl. 7 ár, um 231% til síðustu áramóta á ofangreindum vöxtum. Óhreyfður höfuðstóll hefði hækkað, miðað við sl. 6 ár, um 213% til síðustu áramóta á ofangreindum vöxtum. Væri ekki betra að stjórnvöld hefðu einhverja hönd í bagga áður en einhver gæti farið úr öskunni í eldinn? Eða eiga stjórnvöld ekki að stjórna landinu?

Það tókst að útskýra fyrir dómstólum að það sem stendur í þessum lánasamningum og skuldabréfum hafi verið ógilt frá upphafi. Heldur skuli gilda lögskýringargögn með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. Í þeim lögum stendur skírt að nota skuli auglýsta vexti frá Seðlabanka Íslands, eins og hann auglýsir þá á hverjum tíma. 10. gr. Þeir voru ýmist vextir af óverðtryggðum skuldabréfum sbr. innlegg hér að ofan eða tilteknir vextir af verðtryggðum skuldbindingum. Fæ ekki séð vandræði verði að útskýra þetta fyrir dómstólum. Betra væri að ríkisstjórnin kæmi einhverju skikk á þessi mál áður en þau lenda út og suður.

Hefurðu lesið saman neðangreindar greinar úr lögunum?

"18. gr. Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt."

"4. gr. Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. Í þeim tilvikum sem um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband