6.6.2010 | 23:19
Ekkert sumarfrí - haldið þið áfram að vinna!
Það er bara alveg fráleitt að þingmenn taki sér sumarfrí frá löggjafarstörfum langt fram á haust.
Á neyðartímum.
Eru þingmenn almennt að fara í heyskap og svo göngur og réttir.
Þetta sleifarlag er arfur frá því að allir þingmenn voru bændur er áttu lífsbjörg sína undir heyfeng.
Á meðan þriðjungur þjóðarinnar er á bjargbrúninni og fjöldi mála bíður afgreiðslu.
Þá ætla þingmenn bara að sóla sig og hafa það huggulegt fram undir réttir.
Það ætti kannski engan að undra að allt sé hér í kaldakoli. Þvílíkir amlóðar og skussar.
Þingmenn eiga bara að fá sama sumar- og jólaleyfi og aðrir.
Til hvers eru varaþingmenn halda menn?
Þingið á bara að gjöra svo vel að starfa allt árið eins og nú háttar til.
Það hljóta allir með sæmilega skynsemi að sjá. En hennar er kannski von á þinginu
Þingfundir hefjast að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.6.2010 kl. 01:33 | Facebook
Athugasemdir
Mikið innilega er ég sammála þér.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.6.2010 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.