Er þjóðin ólæs og heimsk, Már?

Það er augljóst í tölvupóstinum, að Már er að fara yfir símtal þeirra Jóhönnu um launamál og ráðningu. 

Hann sé að lækka í launum við að koma til landsins af erlendum bankalaunum í íslensk opinber laun.

Hann geti þó ekki einnig samþykkt áformaða lækkun um 37%.   Það verði Jóhanna að láta hækka aftur. 

Már segir ennfremur að hann verði að sætta sig við hærri skatta, ef til komi.  

Svo víkur Már að þeim tveimur atriðum sem hann gleymdi að ræða í samtalinu. 

Í fyrsta lagi er það lítt dulbúin hótun um að koma ekki nema 37% lækkunin verði hækkuð aftur. 

Í öðru lagi fer Már svo að hræða Jóhönnu:

Fyrri skelfingin er að það hafi afar slæm áhrif í bankaheiminum ef hann hætti við að koma.

Önnur skelfingin er að hann yrði auðvitað að útskýra að Ísland væri svo illa statt að það réði ekki við að greiða eðlileg seðlabankastjóralaun.

Sem sagt stórtjón fyrir Ísland ef hann komi ekki, gott ef ekki algert hrun bara.  

Þorvaldur Gylfason bauðst til að taka starfið á þeim kjörum sem voru í boði.  

En Már hlýtur að hafa fengið Nóbelsverðlaunin í hagfræði a. m. k. tvisvar, því hann var með kverkatak á yfirstjórn íslenska ríkisins í efnahagsmálum.

Hann talar eins og sá sem valdið hefur við forsætisráðherrann er var einnig efnahagsmálaráðherra og þar með Seðlabankaráðherra. 

Már sendir afrit af tölvupóstinum til Ragnhildar ráðuneytisstjóra og Láru formanns bankaráðsins þar sem Jóhanna hefur greinilega sagt honum að þær myndu útfæra kjör hans.

Þannig gæti hún sagt að hún vissi ekkert um þennan beiska launakaleik.

Már reifar launamálið í tölvupóstinum svo að þær Lára og Ragnhildur sjái hvar hnífurinn stendur í kúnni.  

Svo hefur Jóhanna sagt þeim Ragnhildi og Láru að þær ættu að gera það sem þyrfti svo að Már kæmi.  

Hún sjálf yrði að geta sagt að hún vissi ekkert um hvað Már var að biðja um eða fékk.

Lára ætlaði ekki að sitja uppi með Svarta Pétur í málinu og sendir því Ragnhildi og Jóhönnu útfærsluna sem tillögu til samþykkis. Lára taldi eins og Már að einungis Jóhanna gæti samþykkt þessa hækkun.

Tillaga Láru var að laun Más verði hækkuð með sérstakri greiðslu fyrir setu í peningamálanefnd.

Betra að rökstyðja það og minna áberandi en að þurfa að taka aftur upp greiðslur fyrir setu í bankaráði.   

Þetta var greinilega samþykkt í forsætisráðuneytinu því Már kom til starfa á tilsettum tíma.  

Sómastúlkan Ragnhildur Arnljótsdóttir var pöntuð af Jóhönnu til að vera pólitískur trúnaðarráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu á meðan Jóhanna væri forsætisráðherra.  

Ragnhildur kann stjórnsýsluna upp á 10 og veit að allt sem gerist í ráðuneytinu er á ábyrgð ráðherra.  

Þar eru mörg smærri alvanaleg mál afgreidd eftir lagareglum án þess að ráðherra frétti nokkuð af einstökum málum.   Þau eru undirrituð á ábyrgð ráðherra enda alltaf um sams konar mál að ræða er afgreidd eru á sama hátt, ár eftir ár samkvæmt þeim lagareglum sem þau gilda.

Óvenjuleg mál og stórmál frá sérstaka afgreiðslu þar sem ráðherra hefur síðasta orðið um afdrif þeirra. 

Slík mál eru undirrituð af ráðherra eða af ráðuneytisstjóra með samþykki ráðherra og sem fyrr alltaf á ábyrgð ráðherra.  

Að Ragnhildur Arnljótsdóttir hafi ritað undir launahækkun Seðlabankastjóra án samþykkis forsætisráðherra síns er blátt áfram óhugsandi. 

Vald til að semja um aukagreiðslur Seðlabankastjóra á þessum tíma hafði enginn nema Jóhanna Sigurðardóttir  forsætis- efnahags- og Seðlabankaráðherra.  Ragnhildur Arnljótsdóttir veit það manna best að hún getur ekki sem embættismaður tekið sér vald sem aðeins ráðherra hefur. 

Ekki möguleiki að skrifa undir eða samþykkja nema Jóhanna leyfi. 

Ragnhildur hefur hækkunarvald enn síður en bankaráð Seðlabankans sem kjörið er af Alþingi. 

Ragnhildur veit að hún hefur ekki vald til að hækka laun seðlabankastjóra nema með leyfi ráðherra.

Lára veit að bankaráð skipað af Alþingi hefur ekki leyfi til að stofna til aukagreiðslna nema með leyfi forsætisráðherra.  

Umsækjandinn Már sneri sér með málið til Jóhönnu þar sem hann vissi sem fyrrverandi aðalhagfræðingur bankans að aðeins forsætisráðherra gæti samþykkt hækkun launa í formi aukagreiðslu.

Þetta getur ekkert verið skýrara.  Hækkun var samþykkt og til þess hafði engin heimild nema Jóhanna.

Ef þið Jóhanna og Már teljið okkur íslensku þjóðina fífl, þá getið þið sagt það hreint út. 

Það kemur í sama stað niður og áframhaldandi lygar. 


mbl.is Ræddi ekki beint við Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

heldur þú að Már lesi póstinn ? er ekki í lagi með þig?

Kristbjörn Árnason, 6.6.2010 kl. 22:25

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú ættir því að hafa meiri áhyggjur af því hvort landstjórnendur foringjar þínir séu í lagi. 

Viggó Jörgensson, 6.6.2010 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband