Var samþykkt innlent lán en skuldabréfið var samt upp á erlent lán.

Sjálfur varð ég vitni að því að eftir þrjár atlögur að kaupleigufyrirtæki að loks var samþykkt lán í íslenskum krónum. 

Þegar mætt var í samning var kaupleigufyrirtækið allt að einu með skjöl upp á lán í erlendri mynt. 

Draga þarf fram í dagsljósið hverjir nákvæmlega höfðu hag af því að lánin væru erlend en ekki íslensk. 

Öllum viðkomandi var auðvitað ljóst að fráleit áhætta var að hafa tekjur í innlendri mynt og taka lán í  erlendri .

Krónan hafði aldrei verið sterkari en þessi ár fyrir hrun og jafnvel ræstitækni kaupleigufyrirtækjanna mátti vera ljóst að krónan hlyti fyrr en seinna að gefa verulega eftir.

Dollarinn kostaði hér um nokkurt skeið 80-85 krónur íslenskar.  Datt vorið 2001 í 110 kr.

Trúðu stjórnendur kaupleigufyrirtækja því virkilega að krónan væri í raun og veru orðin svo sterk, til framtíðar, að dollar kostaði 57 til 60 kr. til framtíðar.  

Ef einhver trúði því var sá hinn sami a. m. k. ekki forsvarsmaður kaupleigufyrirtækis.

Á sama tíma og yfirmenn fjármálafyrirtækja voru í óðaönn að setja upp gengisvarnir vegna yfirvofandi hruns krónunnar - var starfsfólkið að ausa út erlendum lánum til íslensks almennings. 

Einhverjir af þessum höfðingjum hljóta að eiga inni kaffiboð hjá sérstökum saksóknara. 

Árni Páll ætti að gefa því einhvern gaum en þetta eru auðvitað allt skólabræður.    

 


mbl.is 18 ára fékk 100% lán til að kaupa rándýran bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dollarinn fór niður í 59 kr og hékk lengi á bilinu 65-73 kr 2005-2006. Ég lenti í því 2006 að rífast við bankann minn þar sem ég vildi 100% innlent bílalán en hann (starfsmaðurinn) tuðaði í mér að 100% erlent eða í það minnsta 50% værri best. Til gamans má geta þess að sami starfsmaður vissi ekki hver verðbólgan var, "þetta er bara einhver 2% tala sem við notum alltaf" var svarið þegar ég bað um að reikna verðbólgu. Verðbólgan þá var um 4.5% en hann vissi ekki hvernig verðbólgan virkar. Ég fékk gæsahúð, snéri mér að eldri starfsmanni sem gekk framhjá og bað hana hvort hún gæti aðstoðað mig. Nei, hún sagði mér að hann værri þjónustufulltrúi með stúdentspróf (var um 20 ára) á leið í háskóla en hún bara gjaldkeri með 22 ára reynslu svo ég yrði að tala við hann. (Hún sagði þetta með háðtóni sem var fast skotið á "strákinn" ekki mig.

Bankarnir hérna voru bara fáránlegir. 

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 02:50

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Haustið 2007 bannaði ég stráknum mínum að kaupa sér hlutabréf, sagði honum að kaupa gjaldeyri. 

Þann dag var dollarinn 57 kr.   

Viggó Jörgensson, 2.6.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband