7.5.2010 | 16:07
Meint landráðafólk ætti sjálft að tala varlega. Hæstiréttur gæti stytt eða fellt varðhald niður.
Þau Steingrímur og Jóhanna ættu að tala varlega um aðra meinta sakamenn.
Þau reyndu ítrekað að ljúga meintum landráðasamningi um icesave inn á okkur og eru sjálf með annan fótinn í steininum vegna þess, enda miklu alvarlegra brot hjá þeim og mögulegum sökunautum þeirra þeim Svavari og Indriða.
-------------------------------
Þau gögn sem liggja til grundvallar handtöku og varðhalds í Kaupþingsmálinu hljóta að vera sýnileg sönnunargögn svo sem bréfleg og rafræn skjöl.
Að rannsóknarhagsmunir krefjist varðhalds á mönnum sem hafa haft allt að tveimur árum til að spilla sakargögnum og sammælast um atvik - er nokkuð sérstakt, jafnvel undarlegt.
Þó að stór hluti þjóðarinnar sé í hefndarhug eiga dómstólar ekki að hlaupa eftir því.
Að Héraðsdómur Reykjavíkur skyldi fallast á varðhaldsbeiðni sýnir að líklegra er en ekki, að mennirnir gætu hlotið margra ára fangelsisdóm.
Það þýðir samt ekki að misnota megi gæsluvarðhaldsúrræðið gagnvart þeim.
Ekki yrði ég hissa þó að Hæstiréttur stytti varðhaldið eða felldi það niður.
Kaupþingsmenn í gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Athugasemdir
Það er búið að kæra þennan úrskurð til hæstaréttar og þeim verður að öllum líkindum sleppt mjög fljótlega. Þeir opna bara Tortola og dreyfa einhverju yfir hæstarétt.
Sammála þér með Grím og Jóu. Væri réttast að kæra þau fyrir landráð.
Sjonni (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 17:07
Það er ógerlegt að múta hæstaréttardómurum okkar.
Hvorki með einhverju frá Tortóla né öðru.
Í Hæstarétti situr algerlega stálheiðarlegt sómafólk.
Þar eru líka dómarar eins og Jón Steinar Gunnlaugsson sem er enginn sérstakur aðdáandi gæsluvarðhalds sem þvingunarúrræði við rannsókn mála.
Og er þá vægt til orða tekið.
Gæsluvarðhaldsþörf svo löngu eftir meint brot verður að vera studd gildum rökum.
Viggó Jörgensson, 7.5.2010 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.