Harmleikur samt sem áður.

Ekki er hægt að gleðjast yfir því að menn séu komnir í tukthús vegna hrunsins. 

Persónulegur harmleikur en að þessu hlaut að koma.

5. nóvember 2008 gerði ég því skóna að einhverjir færu í steininn:

http://www.viggojorgens.blog.is/blog/viggojorgens/entry/700137/

7. nóvember 2008 setti ég hér inn lagagreinar sem sýna að meira að segja gáleysisbrot eru alvarlega refsisverð:

http://www.viggojorgens.blog.is/blog/viggojorgens/entry/703308/

Hrunið er þjóðarharmleikur þar sem margir eiga um sárt að binda. 

Ekki síst börn og fjölskyldur þeirra sem héldu að þeir persónulega væru hafnir yfir lögin.


mbl.is Hreiðar Már handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt er orðið harmleikur.  Notað til að fá meðaumkun.

Hvað kemur þetta fjölskyldu og börnum þeirra við.  Þetta er bara glæpur punktur!!!

itg (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 19:54

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni, það er alveg sama hvaða glæpur er framinn. Harmleikur fjölskylduna?? Hvað með þá sem þurfa að borga hrunið, fólkið sem skuldar íbúðalán sem hafa hækkað uppúr öllu valdi?  Fólk sem stendur í röðum að bíða eftir matargjöf, fólk sem er atvinnulaust og þarf að lifa af 150 þús á mánuði? Hvað með fjölskyldur þeirra?? Ég vorkenni þeim meira en fjölskyldu Hreiðars Más.  Sú fjölskylda á eflaust nóg af peningum í Luxembourg, Tortóla og fleiri aflandseyjum.

Margrét (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 20:50

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er rétt að bíða með að kalla menn glæpamenn þar til dómstólar hafa sagt sitt síðasta orð um það.   

Viggó Jörgensson, 6.5.2010 kl. 23:16

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Hvers vegna eru þeir ekki færðir til dómara í járnum eins og venjulega þegar meintir brotamenn eru færðir til dómara og eða handteknir ? fær "yfirstéttin" sér meðhöndlun ? það er bara ekki spurning í mínum huga að þeir skuli vera í járnum, það er niðurlæging sem allir þurfa að sætta sig við, tja nema "meintir" hvítflibbaglæpamenn ?

Sævar Einarsson, 12.5.2010 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband