Rotnunargas þyngra en andrúmsloft - og situr þá banvænt neðst í lestinni.

JARÐGAS sest í neðsta punt.  Metan, própan og bútan er jarðgas og er þyngra en andrúmsloft.

Metan en í seinni tíð einkum própan og bútan er selt almenningi til upphitunar og eldunar.  Lyktarefnum er bætt í gasið þannig að finna megi lykt ef búnaður lekur. 

Gaskútar eiga helst að vera úti. Séu þeir inni eiga þeir að vera sem næst lægsta punti og mjög mikilvægt að hafa gasniðurfall í lægsta punkti gólfsins. Þá gæti gasið lekið út ef þéttingar eru ekki í lagi. 

Að sjálfsögðu á að hafa gasskynjara niður við gólf sem mælir metangas, própangas og bútangas.  Sami mælir er fyrir allar þessar jarðgasgerðir.

Sömuleiðis, á alstaðar þar sem fólk sefur, að hafa reykskynjara en þeir eiga að vera sem hæst uppi.  

Jarðgas brennur mjög hreint og stafar ekki hætta af jarðgasi þó að það séu brennt innanhúss. 

Nema að loftræsting sé ekki nægileg. 

Þá getur CO myndast af því að það vantar súrefni í gasbrunann sem verður þá ófullkominn

Óþægindi við að hita t. d. húsbíla með gasi er að vatnsgufa sem myndast getur sest á rúður.

METANGAS getur verið í haughúsum búfjár, sem 70% af rotnunargasi á botni súrheysgryfja en einnig sem hluti af rotnunargasi í skipalestum, bræðslutönkum og leiðslum tilheyrandi fiskbræðslum.

EKKERT SÚREFNI er neðst í haughúsum, gryfjum, skipalestum, bræðslutönkum eða leiðslum þeirra í þeim tilvikum að gas hafi safnast þar fyrir. Alls konar ólykt getur verið á þessum stöðum en er víst að hún vari sérstaklega við gasinu.   

Jarðgasið er þyngra en venjulegt andrúmsloft og lyftir andrúmsloftinu upp. Jarðgasið þarf í sjálfu sér ekki að vera eitrað, það er bara ekkert súrefni til staðar eða að það er ekki nægilegt.

CO gas eða kolmónoxíð eða kolsýringur er baneitrað af því að það festist mörgum sinnum betur við súrefnisferjur í blóði okkar en súrefni.  Þannig dugar ekki að súrefni sé einnig til staðar þar sem CO er í lokuðu rými.  CO er lyktarlaust og því mjög lúmskt.  Komist viðkomandi ekki í tæka tíð út í hreint loft er dauðinn vís.  Aldrei má nota brunavélar innanhúss, s.s. bensínsagir til að saga múr eða þess háttar.   

CO leitar hins vegar upp á við og fer út um reykrör sé það til staðar t. d. í arineldum. 

CO mælar eru ekki þeir sömu og mæla jarðgasið sem leitar niður.   

CO mælar eiga því að vera sem efst í rými þar sem fólk sefur við logandi eld.

Kolagrill mál aldrei nota innandyra. Kolabruni myndar alltaf CO.

ROTNUNARGAS er um 70% jarðgasið metan og um 25% hið baneitraða CO.  Það er þyngra en andrúmsloft og situr í neðsta punkti lesta þar sem rotnandi fiskur er fluttur á leið í bræðslu. 

Þar gæti öllum verið bráður dauði vís er ekki hafa súrefnistæki eða að búið sé að loftræsta. 

VINNUEFTIRLITIÐ er með á heimasíðu sinni ýtarlegar leiðbeiningar um hvernig á að mæla hvort óhætt sé að fara ofan í tanka eða á staði sem gætu innihaldið gas og eiturgas.  Enfremur hvernig á að útlofta slíka staði.

Námumenn notuðu fugla í búri.  Ef þeir hættu að syngja var voðinn vís.

ÞJÓFAGAS.  Þá er ótalið svefngas sem erlendir þjófar nota í miklum mæli til að svæfa fólk í húsbílum og íbúðarhúsum.  Gasskynjarar fyrir svefngas eiga að vera í höfuðhæð þar sem húseigandinn sefur svefni hinna réttlátu, jafnvel við opinn glugga á fyrstu hæð.  Ef enginn er svefngasskynjarinn, vaknar hinn heiðvirði húseigandi ekki þó búslóðin sé flutt bak og burt.  Ekki einu sinni hundurinn vaknar hvað þá meir. Grunur leikur á að svefngas hafi verið notað hérlendis.  

Sumir jarðgasskynjarar eru með aukaskynjara fyrir svefngas.  Gasskynjarar eru aldrei sambyggðir bæði fyrir jarðgas og CO.  Svefngasi má ekki rugla saman við CO.     

Eftir að hafa staðið lokuð um tíma eru STÁLTANKAR eða stálrör stórhættuleg eftir opnun á ný. Þar má búast við að stálið í tönkunum hafi eytt súrefninu í þeim við það að ryðga að innan.  Í andrúmslofti er súrefnið um 21% en ef það er komið niður fyrir 17%, köfnum við líka í slíkum tönkum eða rörum nema búið sé að loftræsta.

Við getum því þurft að eiga allt að fjórar gerðir af skynjurum ef við ætlum að vera örugg; heima, í sumarbústaðnum eða húsbílnum.  

 

 

 


mbl.is Misstu meðvitund við löndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

takk fyrir að vekja athygli á þessu.

það verður að gæta betur að öryggi þeirra sem vinna í lestum skipa.
hér er sagt frá sams konar tilviki:

http://www.rns.is/PrentaSkyrslu.php?skyrsla_nr=1377

Er það ekki brennisteinsvetni sem veldur þessum veikindum núna?

Það er sama og Hvergerðingar eru hræddir við út af virkjun.

 Ég skrifaði á sínum tíma grein á wikipedia um brennisteinsvetni og það væri fínt að bæta meira við hana t.d. þekkt tilvik af eitrunum af völdum brennisteinsvetnis.

Hér er greinin:

http://is.wikipedia.org/wiki/Brennisteinsvetni

Salvör (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 01:32

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæl Salvör.

Rafeindavirkjar segja mér að brennisteinsvetni sé að skemma rafbúnað en það er önnur saga. Spurning hvort Hvergerðingar hafa orðið varir við það.

Eins og þú bendir á í grein þinni er spurning hvort brennisteinsvetni myndast frekar ef hiti er til staðar?

Gos undir jöklum, rotnandi matarleyfar við stofuhita, að úti í heitari löndum, hitamyndun í mykjutönkum o. s. frv. ?

Besta kveðja Viggó.

Viggó Jörgensson, 15.2.2010 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband