17.1.2010 | 15:27
Útlendingastofnun fer fram úr sér.
Set hérna til minnis grein mína af spjallinu á Silfri Egils.
------------------
Sæl aftur.
Eftir að hafa beitt hinni lagalegu aðferð á málið þykist ég haf komist að eftirtöldu:
Útlendingastofnun skortir ekki að eins lagastoð fyrir hinni breyttu verklagsaðferð, heldur er hin nýja aðferð í andstöðu við fyrirmæli laga í þrengri og rýmri merkingu.
Reglugerð um útlendinga nr. 52/2003 er sett skv. heimild í lögum um útlendinga nr. 96/2002.
Í 42. gr. reglugerðar um útlendinga er vísað í fyrirbærið framfærslustuðul félagsþjónustu sveitarfélags á hverjum stað til að finna þær fjárhæðir er framfærsla skal miðuð við skv. reglugerðinni.
Þær fjárhæðir sem Útlendingastofnun birtir á vef sínum koma heim og saman við fjárhæðir í reglum um fjárhagsaðstoð sem sveitarfélögin setja skv. fyrirmælum í 21.gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaganna.
T. d. er auglýsing nr. 485/2005 í stjórnartíðindum frá borgarstjóranum í Reykjavík: REGLUR um fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunnar í Reykjavík . í 12. gr. þessara reglna Reykjavíkurborgar, er hefur fyrirsögnina: Um tekjur og eignir umsækjanda er þessi setning: Miða skal við heildartekjur áður en tekjuskattur hefur verið dreginn frá
Á vef Félagsmálaráðuneytisins eru leiðbeiningar um útreikninga vegna framangreindra reglna sveitarfélaganna. Þar er tekinn af allur vafi um að átt er við brúttótekjur fyrir skatta í heildarreikningsdæminu.
Hér virðist hið ótrúlega hafa gerst á því herrans ári 2009 að íslensk stjórnsýslustofnun hefur breytt verklagsreglum sínum í andstöðu við bein fyrirmæli laga. Það hvarflaði sannanlega ekki að mér að málið snérist um þetta. Mér datt satt að segja ekki annað í hug en að stofnunin væri að vinna eftir nýjum reglum er dómsmálaráðherra hefði sett og birt í stjórnartíðindum. Málið er ekki svo há timbrað að stjórnarskráin komi til.
Þú kannski ferð yfir þetta fyrir okkur Gunnar og leiðréttir mig ef þú sérð eitthvað athugavert.
Það breytir hinu ekki að ég tel að Alþingi geti sett lög er breytti framfærslureglunum í þá átt sem Útlendingarstofnun virðist hafa gert sjálf heima á bæ. Þar verðum við bara áfram ósammála.
Bkv. Viggó
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.