Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.9.2011 | 19:35
Náið samstarf hófst eftir 9/11 í New York og innrásina í Írak.
Gaddafi einræðisherra í Líbýu slapp með skrekkinn þegar Reagan forseti lét skjóta á hann eldflaugum árið 1986.
Eftir sameiginlega innrás í Kúveit árið 1991 sá hann að einræðisherrar gætu ekki lengur gert hvað sem er.
Árið 1998 lét Clinton forseti skjóta eldflaugum á búðir hryðjuverkamanna í Afganistan.
Eftir það reyndi Gaddafi að fjarlægja sig frá hryðjuverkamönnum í augum vesturlanda.
Þegar turnarnir voru sprengdir niður í New York hófst hann strax handa til að kaupa sér frið frá innrás í Líbýu.
Þegar innrásin var gerð inn í Írak árið 2002, varð hann skelfingu lostinn.
Sendi þá son sinn Saif al-Islam og Moussa Koussa þáverandi forstjóra leyniþjónustu Líbýu til að semja við MI6.
Fulltrúar MI6 flugu svo á fund CIA ásamt Bush forseta Bandaríkjanna.
MI6 og CIA gerðu svo leynisamninga við stjórn Líbýu en einnig opinbera samninga.
T. d. um bætur til fjölskyldna þeirra sem fórust með PanAm vélinni sem Líbýumenn sprengdu yfir Skotlandi.
Og framsal þess leyniþjónustumanns er framkvæmdi verkið, til Skotlands.
Gaddafi þurfti að hleypa CIA og MI6 inn á gafl hjá sér svo að þeir gætu skoðað í vopnageymslurnar.
CIA vissi þá þegar af kjarnorkuvopnaáætlun Gaddafi sem hafði keypt nokkuð af slíkum efnum af Pakistana.
Gaddafi þurfti að láta kjarnorkuhráefni sín af hendi og samþykkja að eyða eiturefnavopnum í landinu.
Í þeim efnum dró hann fæturna eins og honum var nokkur kostur en átti orðið lítið eftir.
Hann neyddist einnig til að aðstoða vesturveldin í leit að hryðjuverkamönnum um allar jarðir.
Seinna sá Gaddafi mjög eftir að hafa gert þessa samninga og kenndi Moussa Koussa um að hafa samið svo illa.
Hann var lækkaður niður í tign utanríkisráðherra og var einn af þeim fyrstu sem flúði frá Líbýu eftir að mótmælin hófust.
Moussa Koussa vissi allra manna best á hverju hann átti von.
![]() |
Náin samskipti við CIA og MI-6 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2011 | 01:23
Hentar Kínverjum sem eldflaugaskotpallur.
![]() |
Perlan auglýst til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2011 | 22:21
Einn landráðamaðurinn enn. Forseti okkar eða glæpastjórnar Kína ???
Ólafur Ragar Grimsson þarf snarlega að ákveða sig í hvoru liðinu hann er.
Er hann forseti íslensku þjóðarinnar ???
Er hann að hugsa um framtíðarhag afkomenda okkar ???
Að það er grundvallarundirstaða þess að hér verði í framtíðinni íslensk þjóð.
Að þjóðin, og þjóðin ein, hafi óskorað fullveldi yfir landinu og auðlindum þess.
Þar með talið auðlindum hafsins og hafsbotnsins.
Auðlindum landsins, hálendisins alls, vatnsins þar.
Vatnsorkunnar, gufuorkunnar og jarðhitans.
Eða ætlar forsetinn að ganga erinda glæpsamlegrar ríkisstjórnar Kínverja ???
Ódæðisríkisstjórnar morðingja sem hafa ekið á skriðdrekum yfir sína eigin þjóð.
Glæpamanna sem virða hvorki frelsi, mannréttindi eða lýðræði.
Í hvoru liðinu ertu Ólafur ???
Okkar eða glæpamannanna sem vilja gera okkur að nýlenduþrælum ???
![]() |
Fagnar kínverskum fjárfestingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.9.2011 | 17:42
Lúðvík Geirsson er næsti formaður Samfylkingar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir er að vinna sitt stærsta afrek í stjórnmálum.
Hún er að stíga til hliðar fyrir Lúðvík Geirsson, næsta formanni Samfylkingarinnar.
Eina manninum sem getur bjargað íslenskum jafnaðarmönnum frá algeru hruni.
Þórunn og þeir sem enn eru með réttu pólitísku ráði í Samfylkingunni hafa tekið sig saman um innkomu Lúðvíks á þing.
Þau Össur, Jóhanna og Árni Páll eru alveg að koma Samfylkingunni fyrir kattarnef.
Jafnaðarmenn og aðrir landsmenn eru löngu búnir að sjá að þetta fólk segir ekki satt orð.
Og þó að það hafi vafalaust góðan vilja til góðra verka eru vinnubrögðin alveg óásættanleg.
Nú síðast að vilja selja Kínverskum yfirvöldum 0,3 % af Íslandi.
Að þessi starfsmaður Kínverska kommúnistaflokksins hafi orðið miljarðamæringur fyrir ráðgjafastörf.
Því trúir ekki nokkur maður nema Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason.
Mörg lönd í Afríku og víðar í þriðja heiminum stefna nú hratt að því að verða kínverskar nýlendur.
Á vesturlöndum er enginn svo vitlaus að vilja hleypa Kínverjum inn á gafl hjá sér nema hluti af íslensku Samfylkingarfólki.
Bandaríkjamenn voru loksins að læra það í Líbýu að nærvera þeirra í framandi löndum hleypir illu blóði í heimamenn.
Því hafa þeir kynnst rækilega í Afganistan og Írak.
Það sama á við hérlendis.
Nú þegar Bandaríkjamenn eru farnir héðan með herstöð sína.
Kemur alls ekki til greina að erlent nýlenduveldi hreiðri hér um sig.
Og hvað þá land með allt aðra menningu.
Ekki einu sinni frelsi og lýðræði.
![]() |
Þórunn hættir á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2011 | 17:26
Fólk er ekki fífl.
Enn einn stjórnmálamaðurinn stígur nú fram og lýgur blygðunarlaust, og blákalt, að kjósendum sínum.
Og öðrum landsmönnum.
Hver einasti maður sem fylgist með stjórnmálum veit að þetta frumvarp er eingöngu til höfuðs Jóni Bjarnasyni.
Málið var sett á flot eftir að Jón hóf að andæfa við ESB þráhyggu Samfylkingarinnar.
Ögmundur Jónasson var hreinlega hrakin úr ríkisstjórninni fyrir það sama.
Íslenskir stjórnmálamenn mættu margir athuga að það bætir ekki fylgið að ljúga að kjósendum í sífellu.
Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Árni Páll Árnason o. fl.
Þessu fólki er orðið fyrirmunað að segja satt orð.
Afsakið sumt af því hefur aldrei gert það.
Og það má Jón Bjarnason eiga.
Að annað hvort svarar hann satt, og rétt, um áform sín og gerðir.
Eða hann svarar út í hött.
En hann lýgur ekki.
![]() |
Ekki til höfuðs Jóni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2011 | 16:56
Julian Assange er geggjaður.
Siðblindir sjálfsdýrkendur eru víða á ferð.
Löngu er lýðum ljóst að stofnandi Wikileaks er geggjaður.
Hann gerir augljóslega hvað sem er til að hanga í sviðsljósinu.
Og svíkur allt og alla sem eiga við hann samskipti.
Og hikar ekkert við það þó líf og frelsi liggi við.
![]() |
Fordæma ákvörðun WikiLeaks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2011 | 16:46
Kína er að nýlenduvæðast alls staðar í þriðja heiminum.
Að þessi starfsmaður Kínverska kommúnistaflokksins hafi orðið miljarðamæringur fyrir ráðgjafastörf.
Því trúir ekki nokkur maður nema Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason.
Mörg lönd í Afríku og víðar í þriðja heiminum stefna nú hratt að því að verða kínverskar nýlendur.
Á vesturlöndum er enginn svo vitlaus að vilja hleypa Kínverjum inn á gafl hjá sér nema hluti af íslensku Samfylkingarfólki.
Bandaríkjamenn voru loksins að læra það í Líbýu að nærvera þeirra í framandi löndum hleypir illu blóði í heimamenn.
Því hafa þeir kynnst rækilega í Afganistan og Írak.
Það sama á við hérlendis.
Nú þegar Bandaríkjamenn eru farnir héðan með herstöð sína.
Kemur alls ekki til greina að erlent nýlenduveldi hreiðri hér um sig.
Og hvað þá land með allt aðra menningu, ekki einu sinni frelsi og lýðræði.
Það er grundvallarundirstaða þess að íslenska þjóðin búi hér í framtíðinni.
Að hún og enginn annar eigi hér auðlindir hafsins, hafsbotnsins, hálendið, vatnið, orkuna.
Það má aldrei gerast að neitt af þessu verði í erlendri eigu
![]() |
Gæti þurft að hætta við kaupin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.9.2011 | 16:32
Lúðvík Geirsson er næsti formaður Samfylkingarinnar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir er að vinna sitt stærsta afrek í stjórnmálum.
Hún er að stíga til hliðar fyrir Lúðvík Geirssyni næsta formanni Samfylkingarinnar.
Eina manninum sem getur bjargað íslenskum jafnaðarmönnum frá algeru hruni.
Þórunn og þeir sem enn eru með réttu pólitísku ráði í Samfylkingunni hafa tekið sig saman um innkomu Lúðvíks á þing.
Þau Össur, Jóhanna og Árni Páll eru alveg að koma Samfylkingunni fyrir kattarnef.
Jafnaðarmenn og aðrir landsmenn eru löngu búnir að sjá að þetta fólk segir ekki satt orð.
Og þó að það hafi vafalaust góðan vilja til góðra verka eru vinnubrögðin alveg óásættanleg.
Nú síðast að vilja selja Kínverskum yfirvöldum 0,3 % af Íslandi.
Að þessi starfsmaður Kínverska kommúnistaflokksins hafi orðið miljarðamæringur fyrir ráðgjafastörf.
Því trúir ekki nokkur maður nema Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason.
Mörg lönd í Afríku og víðar í þriðja heiminum stefna nú hratt að því að verða kínverskar nýlendur.
Á vesturlöndum er enginn svo vitlaus að vilja hleypa Kínverjum inn á gafl hjá sér nema hluti af íslensku Samfylkingarfólki.
Bandaríkjamenn voru loksins að læra það í Líbýu að nærvera þeirra í framandi löndum hleypir illu blóði í heimamenn.
Því hafa þeir kynnst rækilega í Afganistan og Írak.
Það sama á við hérlendis.
Nú þegar Bandaríkjamenn eru farnir héðan með herstöð sína.
Kemur alls ekki til greina að erlent nýlenduveldi hreiðri hér um sig.
Og hvað þá land með allt aðra menningu, ekki einu sinni frelsi og lýðræði.
![]() |
Þórunn ætlar í heimspeki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2011 | 10:22
Þráinn heldur áfram að skemmta okkur.
Árum saman skemmti Þráinn Bertelsson þjóðinni með afbragðs bíómyndum.
Og nú heldur hann því áfram frá Alþingi.
Á dögunum krafðist hann úrlausnar fyrir Kvikmyndaskóla Íslands og nemendur hans.
Á það var ekkert hlustað þar sem ríkisstjórnin hafði keypt til sín málaliðann Guðmund Steingrímsson.
Og Þráinn svarar með því að fella eina hugðarefni forsætisráðherra.
Lagafrumvarpið til að losna við Jón Bjarnason úr ríkisstjórninni.
Og sýnir þjóðinni að stjórn landsins er bíó.
![]() |
Frumvarpið fellt í nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2011 | 10:03
Kína, Norður Kórea, Kúba og Ísland styðja enn Gaddafi.
Helstu glæparíkisstjórnir heimsins hafa ekki viðurkennt þjóðarráðið í Líbýu sem réttmæta ríkisstjórn landsins.
Flestar eru þær í þriðja heiminum eins og kunnugt er.
Ríkisstjórnir kommúnista hafa heldur ekki yfirgefið skoðanabróður sinn Gaddafi.
Það kemur ekki á óvart að Kína, Norður Kórea og Kúba, haldi ennþá með hryðjuverkamanninum Gaddafi.
En að Íslenska ríkisstjórnin skuli gera það, gerir okkur að viðundrum í hinum siðmenntaða heimi.
![]() |
Við erum ljón eyðimerkurinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |