Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.9.2011 | 14:39
Frelsi, frjálshyggja eða stjórnleysi og siðrof.
Frelsið er dýrmætasta eign hvers einstaklings.
En er takmörkunum háð í samfélagi manna.
Frelsi einstaklingsins takmarkast af frelsi annarra.
Og þeim viðmiðum sem hvert samfélag kemur sér saman um að þar skuli gilda.
Frelsið, dýrmætasta eign mannkynsins er því ekki það sama og frjálshyggja.
En algjört frelsi í samfélagi er stjórnleysi, siðrof og hrun þess samfélags.
Og þar sem allnokkrir einstaklingar hvers samfélags eru siðblindir þarf samfélagið reglur.
Lagareglur með refsiviðurlögum þeim til handa er brjóta samfélagsviðmiðin í sífellu.
Því flóknara samfélag því fleiri og flóknari reglur.
Við Íslendingar höfum verið á rándýru námskeiði undanfarin ár.
Hvað gerist ef frelsið verður of mikið og eftirlitið of lítið.
Og hvað örfáir siðblindir einstaklingar geta valdið miklu tjóni.
Og hversu fróðlegt er að sjá að þeir hafa engar hömlur, engar takmarkanir.
Tillitið til annarra eða samfélagsins er nákvæmlega ekkert. Alls ekkert.
Þessir einstaklingar eru með öðru vísi framheila en eðlilegt fólk.
Eins og villidýrin vantar í þá getuna til að þykja vænt um aðra en sjálfa sig.
Enginn tilfinningamunur hvort sem það er tré eða manneskja sem hrekkur sundur.
Þessir einstaklingar þola í rauninni ekkert frelsi í mannlegu samfélagi.
En eru alltaf mættir fyrstir þar sem slakað er á reglunum.
Þetta mætti ungt frjálshyggjufólk vinsamlegast hugleiða.
Og endilega halda áfram að standa vörð um frelsi einstaklingsins til góðra verka.
![]() |
Gagnrýna orð Bjarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2011 | 15:25
Frábært að einhver sé vakandi í brúnni.
Ögmundur Jónasson hefur skilmerkilega gert grein fyrir sínum hugmyndum í þessu máli.
En það var ekki vonum seinna að fleiri stjórnarliðar sýndu að þeir stæðu með framtíð þjóðarinnar.
Að einhverjir stjórnarliðar reyndu að sjá lengra en fram að næstu kosningum.
Það er líka frábært að sjá unga konu í Samfylkingunni hugsa fyrir sig sjálfa.
Katrín Júlíusdóttir til hamingju.
![]() |
Óforsvaranlegt að veita undanþágu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2011 | 14:57
Róleg gamla, Össur býðst ábyggilega til að taka nokkra.
Enginn yrði hissa þó afglapinn utanríkisráðherrann myndi bjóða að taka eitthvað þessum hryðjuverkamönnum.
Hingað heim svona til að greiða fyrir ESB umsókninni.
Gamlir vinir úr HAMAS eða STAZI.
Á þann bjálfa er engu logið lengur.
Enda hagar hann sér eins og maður sem er eftirlýstur eða á flótta.
Sefur fáar nætur á hverjum stað og flýgur svo til annarra landa.
Væri ódýrara að hann hefði það eins og frúin forsætisráðherrann.
Að læsa sig inni þar til eftir myrkur.
![]() |
Segir þúsund hryðjuverkamenn í landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2011 | 12:48
Enda ekki fær um það.
Steingrímur J. Sigfússon hefur hvorki hæfileika, menntun eða getu til að munnhöggvast við forseta Íslands.
Ekki um efnisatriði eða málefni.
Hitt þekkjum við að Steingrímur er manna flínkastur í fleipri.
Þar sem einu má gilda um sannleikann, samhengi eða staðreyndir.
Forseta okkar vantar hvorki vitsmuni, menntun eða hæfileika.
Steingrímur hefur viljann til góðra verka en getur ekki.
Ólafur getur en gerir ekkert.
Nema fyrir sjálfan sig.
Og það sem honum hentar best þá stundina.
Báðir eru þessir menn svo með athyglissýki á hæsta stigi.
Og eru löngu orðnir þess fullvissir að sjálfir eigi þeir að stjórna öllu.
Það geti það enginn annar.
Og hvorugur getur hugsað sér að stíga til hliðar fyrir fólki sem getur betur.
Fyrir þeim fjarstaða að slíkt fólk sé til.
Fólki með hreinan skjöld.
![]() |
Ætlar ekki að munnhöggvast við forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2011 | 09:39
Það er óþarfi, Ólafur er yfirráðherra þessarar ríkisstjórnar.
Formaður Framsóknarflokksins upplýsti alþjóð um að forsetinn hefði myndað ríkisstjórnina á sínum tíma.
Það gátu stjórnarliðar ekki komið sér saman um sjálfir, frekar en annað.
Og oft hefur það gerst að forsetinn hefur tjáð sig um þetta vandræðabarn sitt ríkisstjórnina.
Og endar kannski loks sem erkiíhald eftir að hafa fylgst með þessari fyrstu vinstri stjórn við "störf".
Og hvernig á hún að geta virkað með gamla harðlínu kommúnista innanborðs?
Fólk sem aldrei hefur afrekað annað en að setja Þjóðviljann á hausinn.
Fólkið sem lét bláfátæka íslenska alþýðu safna fyrir dráttarvél og senda Stalín að gjöf.
Til að styrkja byltinguna auðvitað.
Hvernig spyrjiði eiginlega?
Þetta eru ekki pólitískir afglapar nema það sjáist á einhverju.
![]() |
Vill forsetann í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2011 | 09:19
Þetta eru vélknúin ökutæki. Ný hætta í umferðinni.
Frá því á síðasta ári hefur maður furðað sig á þessari breytingu í umferðinni.
Krakkar langt undir fermingu á töluverðum hraða á ljóslausum vespum, á götunum, gangstéttum og göngustígum.
Oftast hjálmlaus og á nægilegum hraða til að geta slasað bæði sig og vegfarendur.
Nýlega var viðtal við konu í Morgunblaðinu sem á enn í slæmum meiðslum eftir reiðhjólaslys.
En þessir nýju litlu ökumenn eru á þeysireið á gangstéttum og hafa enn minna útsýn en stærri ökumenn.
Smábörn eru orðin í töluverðri hættu á svæðum þar sem þau voru áður óhult fyrir vélknúnum ökutækjum.
Og þau eru nægilega lítil til að geta slasast alvarlega, eða láta lífið, lendi þau fyrir svona ökutæki sem öðrum.
Fjölmiðlamenn hafa verið ósparir á að dásama þessa nýju tækni sem er auðvitað skemmtileg.
Og hamrað á að þetta séu reiðhjól og um þau gildi jafnvel engar reglur.
Og það hefur mér einmitt sýnst að ökumennirnir telji líka, þegar þeir æða út á göturnar.
Án þess að skeyta sjáanlega hið minnstra um aðra umferð eða hvort þeir sjálfir eru að lenda undir bíl.
Þetta er einnig barnaverndarmál. Þarna hafa einhverjir foreldrar brugðist í leiðsögninni.
Og nú er rétt að Ögmundur fari að taka á þessu áður en skólagagnan og myrkrið bresta á.
![]() |
Brjóta reglur á rafmagnsvespum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
5.9.2011 | 03:05
Heilt smjörstykki á mann. Ólafur verður landstjóri Kína á Íslandi.
Yfirráðherrann sem myndaði núverandi ríkisstjórn; Ólafur Ragnar Grímsson.
Hafði að mínu mati rassskellt ríkisstjórnina í beinni útsendingu.
Daginn áður varð hann sendiherra Kínverja á vesturlöndum og eindreginn stuðningamaður nýlendustefnu þeirra.
Og taldi upplagt að Kínverjar settu upp nýtt Hong Kong hér á Íslandi.
Ólafur yrði svo landsstjóri Kínverja á Íslandi og ekkert helv. kosningavesen.
En eigi að nota smörklípusamlíkinguna þá var þetta frekar heilt stykki á mann.
![]() |
Sakar Ólaf Ragnar um smjörklípu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sé það svo má rökstyðja að Alþingi þurfi að samþykkja söluna.
Samkvæmt stjórnarskránni má ekki afsala hluta af landinu til erlends ríkis nema samþykki Alþingis komi til.
Sé Kínverska ríkið í raun og veru kaupandinn getur það svo tilkynnt að þetta sé sendiráðslóð þeirra og flutt sendiráðið austur.
Þar með værum við komin með evrópsku útgáfuna af Hong Kong.
Kínverjarnir er eldklárir og hér er enn ein ástæðan fyrir Ögmund til að segja nei og endurskoða lögin.
Samkvæmt lögum eru ríkisborgarar landa Evrópska efnahagssvæðisins þeir einu sem mega kaupa hér fasteignir.
Aðrir þurfa að fá undanþágu og geta ekki haft svokallaðar réttmætar væntingar um að fá jákvætt svar.
Þar fyrir utan gerðu grundvallarreglur laganna ráð fyrir að útlendingar keyptu fasteigna fyrir sig persónulega.
Annað hvort íbúð, hús eða hefðbundna bújörð fyrir sig og sína fjölskyldu.
Ekki heil landssvæði eða héruð í heildsölu.
Er Samfylkingin búin að auglýsa Vestmannaeyjar til sölu???
![]() |
Óeðlilegt að geta keypt stórar jarðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2011 | 01:05
Því getur maðurinn gleymt.
Og má þakka fyrir að þeir drápu hann ekki.
Þetta var í miðri leitinni að þeim sem sprengndu turnanna.
Hann var ofsatrúar undir vopnum sem vildi sprengja okkur skjóta og skera.
Barðist við hlið talibana og Al Quaida í Afganista.
Sýnir mikla mildi að hann sé heill á húfi og orðinn háttsettur í byltingunni.
Og nú er ég að tala um lögin í BNA og Líbýu.
Við hér í Evrópu hefðum aldrei mátt senda manninn til lands þar sem hann hefði átt von á pyntingum .
Og alls alls ekki ef hann hefði átt von á dauðarefsingu.
En þetta var þar.
![]() |
Vill að CIA biðjist afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2011 | 01:01
Misheppnaða fjölmenningin aftur.
Svona verður það fyrir austan.
Barnabörnin að æða atvinnulaus og menntunarlaus út úr hverfinu sem Kínverjarnir settu þau í.
Af því að það kemur eiginlega ekkert vatn úr krönunum.
Hungrið slæmt en þorstinn verstur.
Í demantanámum Afríku er fólkið látið pissa og kúka í dalla svo að hægt sé að koma í veg fyrir að það gleypi einn og einn demant.
Kínverjarnir setja upp samskonar búnað til að reikna út hvort barnabörnin okkar séu ekki að fá of mikið vatn.
Vatn sem Saudi Arabar, Kínverjar og aðrir auðkýfingar greiða stórfé fyrir.
Svo fara Kínverjarnir að láta barnabörnin okkar drekka hreinsð og soðið skólpvatn.
Og barnabarnabörnin fá svo óhreinsað og ósoðið skólpvatn.
Og svo kemur síðasta blaðsíðan í sögu íslensku þjóðarinnar sem dó úr niðurgangi í eigin landi.
![]() |
Ólík andlit en sama hatrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |