Eru menn að rækta drasl?

Þessi frétt vekur upp miklu fleiri spurningar en svör.

Af hverju eru kynbótadómarar að tala niður til kynbótastarfs í hrossarækt?

Væri viðkomandi ekki nær að spyrja sig hvort að þeir séu þá ekki að rækta drasl?

Kannski af því að þeir lögðu ekki það sem þurfti í stofninn á ræktuninni?

Þýðir eitthvað að byrja með gamla víxlaða truntu, undan vagnjálki, bara af því að þetta voru bestu hrossin hans afa? 

Og böðlast svo áfram með ræktun á ruslinu sem er ekki annað en svokallað tunnustóð?

Ef kynbótadómarar sjá ástæðu til að fara mjög niðrandi orðum um "ræktunina"?

Væri þá ekki frekar að slátra þeim bikkjum og byrja upp á nýtt?    Með betri stofni?

Eða má kannski aldrei segja mönnum sannleikann?

Eru kynbótadómararnir ekki annars til þess? 

 

Eftirskrift:  Þegar afi sagði að þetta væru bestu hrossin, átti hann þá ekki við að þau smökkuðust best?


mbl.is Dómari níddi knapa og hross
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband