Ráðherrar eru efstu menn flokkanna eftir stærð þeirra í kjördæmum.

Það er ekki hægt að segja annað en að kjósendur flokkanna ráði töluverðu um ráðherraefni þeirra. 

Ráðherrar Framsóknarflokksins eru efstu menn í þeim kjördæmum þar sem flokkurinn fékk 3 eða 4 þingmenn.

Í Reykjavíkurkjördæmunum er 1 og 2 þingmenn og engin ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn. 

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru einnig úr þeim kjördæmum þar sem flokkurinn fékk

3, 4 eða 5 þingmenn. 

Í tveimur kjördæmum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 2 þingmenn.  þ. e. í norðvesturkjördæmi og norðausturkjördæmi.  

Aðeins einn ráðherra er úr þessum kjördæmum frá Sjálfstæðisflokknum þ. e. Kristján Þór Júlíusson.

Hann er hins vegar með yfir 1000 fleiri atkvæði á bak við sig en efsti maður flokksis í norðvesturkjördæmi.

Það er því ekki starfsreynsla úr ríkisstjórn eða starfsreynsla á Alþingi sem réði ráðherravali flokkanna.

Ráðherrar flokkanna eru því samkvæmt fylgi þeirra í kjördæmum og atkvæðafjölda:  

Fyrir Framsóknarflokk:  

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 1. þingmaður norðausturkjördæmis þar sem flokkurinn fékk 4 þingmenn.

Gunnar Bragi Sveinsson 1. þingmaður norðvesturkjördæmis þar sem flokkurinn fékk 4 þingmenn.

Sigurður Ingi Jóhannsson 1. þingmaður Suðurkjördæmis þar sem flokkurinn fékk 4 þingmenn.

Eygló Harðardóttir 2. þingmaður Suðvesturkjördæmis þar sem flokkurinn fékk 3 þingmenn.

Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: 

Bjarni Benediktsson 1. þingmaður Suðvesturkjördæmis þar sem flokkurinn fékk 5 þingmenn.

Ragnheiður E. Árnadóttir 2. þingmaður Suðurkjördæmis þar sem flokkurinn fékk 4 þingmenn.

Illugi Gunnarsson 1. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður þar sem flokkurinn fékk 3 þingmenn. 

Hanna Birna Kristjánsdóttir 1. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður þar sem flokkurinn fékk 3 þingmenn.

Kristján Þór Júlíusson 2. þingmaður. norðausturkjördæmis þar sem flokkurinn fékk 2 þingmenn.

Efstu menn flokkanna sem ekki verða ráðherrar eru úr minnstu kjördæmum flokkanna:  

Einar K. Guðfinnsson 2. þingmaður norðvesturkjördæmis þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk 2 þingmenn.

Einar K. Guðfinnsson, sem er fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er hins vegar útnefndur sem forseti Alþingis. 

Vigdís Hauksdóttir 2. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður þar sem Framsóknarflokkurinn fékk 2 þingmenn.

Frosti Sigurjónsson 2. þingmaður. Reykjavíkurkjördæmis norður þar sem Framsóknarlokkurinn fékk 2 þingmenn. 

Svo er bara að lesa stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vel yfir og óska henni velfarnaðar.  


mbl.is Hanna Birna innanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband