En kann sem sagt að fljúga.

Maðurinn lærði flug hjá hernum og kann að fljúga.1*)  Það er augljóst.

Það er ekki hægt að segja að hann hafi verið hættulegur almenningi í þeim skilningi.

Hann hefur meira að segja flogið slysalaust við hin erfiðustu skilyrði. 

Sem er meira en hægt er að segja um alla flugmenn með viðeigandi réttindi á viðkomandi flugvélagerðir.

Það er hins vegar engu að síður grafalvarlegt að þetta skuli vera hægt.

Allra alvarlegast er að hann hefur ekki staðist viðeigandi læknisskoðanir svo vitað sé.

Svo er það einnig grafalvarlegt ef hann hefur ekki einu sinni farið í viðeigandi mismunaþjálfun á þær tegundir sem hann flaug.

Kannski stóðst hann öll þau próf og námskeið sem viðkomandi flugfélag sendi hann á?

Eða gat hann framvísað upplognum pappírum um það líka?

Í raun og veru voru tryggingar flugvéla, og líklega farþega, ekki í gildi úr því að annar flugmaðurinn var réttindalaus.

Það er gríðarlega alvarlegt að flugfélög skuli láta fífla sig með þessum hætti. 

Á millilandaflugvöllum starfar ætíð landamæralögregla. 

Kannski að hún ætti að fara að biðja flugmenn um að sýna flugskírteini sín um leið og vegabréfið?   

Er það til of mikils mælst?

Eða geta hryðjuverkamenn gengið inn á flugvellina ef þeir eru í flugmannsbúningi og sýna vegabréfið sitt? 

Við störf eiga flugmenn alltaf að vera með flugskírteinin og heilbrigðisskírteinin á sér. 

Noti þeir gleraugu eiga þeir einnig að vera með auka par af gleraugum.  

Eða ættum við farþegarnir að skoða flugskírteinin úr því að flugfélögunum og yfirvöldum er ekki treystandi til þess?

Hvert er eftirlitshlutverk flugmálayfirvalda í þessum efnum?

Ekkert kannski?  

------------------------

Michael Fay er menntaður flugmaður þannig að mál hans er ekki sambærilegt við mál Franks Abagnale,. 

Sem starfaði sem læknir án nokkurrar menntunar í læknisfræði.  

Þessi Michael Fay hlaut flugmenntun, stóðst flugpróf og fékk flugréttindi í hernum. 

Sama má segja um heilar kynslóðir af t. d. flugmönnum bandarísku flugfélaganna.   

 Hvorugur er þó lagi en þar er grundvallarmunur á.  


mbl.is Flaug farþegaþotum án réttinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ruglið í þér maður! Ég þekki líka fólk sem kann að keyra, keyrir bara vel.. Enn er ekki með bílpróf.. Viltu hafa það á götunum??? Ef maðurinn virkilega væri góður flugmaður þá væri hann með réttindi sem slíkur.. Að geta reddað sér við annan mann á flugvél er eitt, enn að vera flugmaður er annað.. þessi var svo ekki í vinstra sætinu á þessum vélum þannig að lítið reyndi nú á hann.. Sem betur fer!!

ólafur (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 01:31

2 identicon

Reyndar var hann í vinstra sætinu sem flugstjóri.

Hann var með falsað flugskírteini og heilbrigðisvottorð.

Þegar hann er ráðinn til flugfélags eru þau skjöl m.a. skoðuð.

Síðan er hann settur í gegnum tegundarþjálfun/endurnýjun ásamt companý þjálfun ef hann hefur ekki hlotið slíka áður. Sú áritun er svo rituð á þetta falsaða skírteini.

Frank Abagnale "vann" jú sem flugmaður en hann passaði sig vel á að setja sig aldrei í þannig stöðu að hann myndi setjast undir stýri. Hann "deadhead-aði" eða ferðaðist sem flugmaður á leið í/úr vinnu í einkennisfatnaði í flugstjórnaklefa hjá mörgum félögum en þó aldrei hjá því félagi sem hann þóttist vinna hjá, Pan Am.

Mjög áhugaverð frásögn hans af sínu lífi má finna á youtube undir hans nafni.

sjá:

http://www.youtube.com/results?search_query=frank+abagnale+from+%27catch+me+if+you+can%27+-+part+3&oq=Frank+Abagnale&gs_l=youtube.1.3.0l10.2163.2163.0.4780.1.1.0.0.0.0.109.109.0j1.1.0...0.0...1ac.1.11.youtube.YErO3bmzZ14

Flugdúddi (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 02:40

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Rétt Ólafur rugl.

Ekki það sem þú heldur að ég hafi verið að segja, heldur ruglaðist þú á lesgleraugum.   

Ég var að segja að það sé ekki hægt að bera saman mál þessarra tveggja manna.

Mál manns sem lærði flug í hernum, tók flugpróf í hernum og fékk flugréttindi í hernum og vinnur nú sem flugmaður.

Maðurinn er með öðrum orðum flugmaður. 

Og hins vegar mál manns sem aldrei lærði læknisfræði en fór að vinna sem læknir en hefur ekki einu sinni lært tásnyrtingu. 

Að öðru leyti hef ég engu við þetta að bæta og það kemur alveg skýrt fram að ég tel þetta mjög slæmt mál.

Eins og þú sérð eftir að hafa fundið réttu gleraugun. 

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 02:53

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Flugdúddi.

Þakka þér kærlega fyrir þetta innlegg.

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 02:56

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo veistu greinilega ekkert, Ólafur, um verkaskiptingu og verklag í stjórnklefa farþegavéla.

Þú heldur að hægt sé að "redda sér" við annan mann. Það er rugl í þér.

Þú heldur að lítið reyni á þá sem eru í hægra sætinu. Það er rugl í þér. 

Það er venjulega þannig að ef flugstjórinn tekur á loft, þá lendir flugmaðurinn.

Og ef flugmaðurinn tekur á loft þá lendir flugstjórinn.

Það getur því enginn "...reddað sér..." þannig að "...lítið reyndi nú hann..."  Það er rugl í þér. 

Svo var hann þar að auki í vinstra sætinu eins og Flugdúddi sagði þér.  Þar ruglaðistu enn.

Svo sagðirðu: "...Að geta reddað sér við annan mann á flugvél er eitt, enn að vera flugmaður er annað..."

Enn eitt ruglið í þér.

Michael Fay ER flugmaður. Meira að segja úr US Air Force. (Bandaríska flughernum).

Hann er hins vegar ekki með réttindi í gildi til að fljúga farþegaþotum.

Að minnsta kosti ekki Airbus 320. 

Svo sagði flugfélagið í yfirlýsingu:  

"...Since the resumption of the airline’s European services in July 2012,

as part of our continuous improvement programme all flight-deck crews have been assessed for competence in the UK, Germany and other EU states by flight simulator checks and revalidation on type as necessary..."

Heldurðu að hann hefði getað "reddað sér" í gegnum þetta ef hann væri ekki flugmaður???

Svo vona ég að þú finnir lesgleraugun svo að þú ruglist ekki svona aftur.

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 05:30

6 identicon

,,Það er venjulega þannig að ef flugstjórinn tekur á loft, þá lendir flugmaðurinn.

Og ef flugmaðurinn tekur á loft þá lendir flugstjórinn."

Hvaða endemis bull er þetta? Venjan er að sá sem tekur af, lendir. Punktur. Þótt þú hafir haft einkaflugmannspróf fyrir 25 árum, ert þú síður en svo sérfræðingur í þessum málum. Þessi maður þarna getur hæglega haft flugpróf frá hernum (þú talar eins og það sé eitthvað ofurpróf, sem það er ekki), á ákveðnar vélar, eflaust útrunnið, enda þarf maður að halda sér við. Það er ekki nóg að geta haldið í stýrið og haft hugmynd um hvar hjóla og flapsahandfangið er. Flug í nútímaumhverfi krefst þess til dæmis að flugmenn séu á pari með alls kyns reglugerðir og venjur, fyrir utan það að hafa öll kerfi vélarinnar á hreinu. Það er talsvert stífur prósess að taka tékk á nútímaflugvél, og það snýst ekki bara um að klæða sig í skyrtu með strípum og lesa tékklista. Þó maður þessi hafi getað lent þotu í roki er ég ekki viss um að ég hefði viljað vera farþegi hjá honum ef eitthvað bjátaði á. Jafnvel ekki heldur þótt bara hefði verið um venjulegt flug hefði verið að ræða. Ég flýg nútímaþotu, og hef gert lengi. Ég myndi ekki treysta mér til þess að hoppa upp í hvaða þotu sem er og vinna. Ekki það að ég myndi ekki klóra mig fram úr því, heldur er ég sannfærður um að ég myndi fljótlega lenda í standandi vandræðum ef eitthvað kæmi uppá. Þarna erum við farnir að tala um dómgreind. Vona að þú sjáir ljósið, mig minnir að þú hafir haft full réttindi þegar þú beyglaðir hjólastellið á TF-IVI um árið. Hefði geta farið verr hjá réttinda og þjálfunarlausum.

Flugstjóri með réttindi (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 17:03

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Af vefnum airliner.net

Hér talar breskur flugmaður:

Rick767 From United Kingdom, joined Jan 2000, 2662 posts, RR: 52 Reply 25,

posted Fri Aug 20 2004 14:12:43 UTC (8 years 9 months 5 hours ago) and read 4647 times:

"Another aspect which springs to mind regarding this topic is longhaul flights.

When I flew the 767 longhaul what we sometimes did was split the duty at the halfway point, so say the First Officer might be PF for Takeoff, Climb and Cruise then halfway across the Atlantic we could swap and the Captain would then be PF for the rest of the cruise, descent and landing..."

"...Some Captains also like the idea of swapping between PF / PNF during the cruise on long sectors (say each hour or so).

This relieves boredom to some extent as you are swapping between monitoring the systems and the flying,

and keeps you sharper in my opinion to subtle problems occurring, you can spot them earlier because you are not bored of what you are monitoring..."

Hér er annar breskur flugmaður:

Ba299 From United Kingdom, joined Jun 2003, 173 posts, RR: 1 Reply 26,

posted Sat Aug 21 2004 10:19:15 UTC (8 years 8 months 4 weeks 1 day 10 hours ago) and read 4519 times:

"...In mine longhaul flights we swap quite often at the halfway point of the flight and I think that it's great..."

Heimild: http://www.airliners.net/aviation-forums/tech_ops/read.main/96337/

Viggó Jörgensson, 16.5.2013 kl. 13:10

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Hjörleifur Jóhannesson.

Flugstjórinn og flugmaðurinn fljúga til skiptis var minn megin boðskapur.

Og að ekki sé hægt að komast upp með að starfa sem flugmaður, eða flugstjóri, án þess að þurfa að fljúga.

Ekki þó að tveir séu í áhöfn farþegaflugvéla.

Þú mátt skamma mig af yfirlæti ef þér líður þá betur. Það er bara gott á mig.

Hvar sástu mig halda því fram að ég væri einhver sérfræðingur um flug?

Hafir þú séð það einhvers staðar, heitir það ofskynjanir, og þá er skírteinið þitt fokið.

Ég tók dæmi af því sem tíðkast sums staðar en vissi ekki, eða var búinn að gleyma því, að hitt er miklu algengari venja.

Ég held að þú hljótir að vita af því að þetta er einnig gert, svo helvíti hlandvitlaus varstu nú aldrei.

Það er því ekkert PUNKTUR eins og þú setur þarna á eftir.

Annars ertu kominn með það óheppilega, og stórhættulega, skygod syndrome. Hvernig ertu í áhafnasamstarfi?

Þú vissir nú alveg af því að pabbi þinn var yfirflugstjóri en þú verður bara aldrei eins klár og hann.

Þú ert réttilega að segja að algengasta venjan sé að ef t. d. flugstjórinn tekur á loft þá lendi hann einnig á sama leggnum.

Og þar af leiðir að flugmaðurinn geri þá hvoru tveggja á næsta legg. Nema flugstjórinn telji sig verða að gera það sjálfur.

Til dæmis í mjög slæmu veðri, einhverjum bilunum, flugmaður að koma á staðinn í fyrsta skipti o. s. frv.

Þú segir rangt af mér að tilgreina óalgengt verklag, frekar en aðal venjunna.

En ég get ekki ekki annað en verið sammála þér að hitt hefði verið réttara og betra hjá mér. Þakka þér fyrir það.

Og fyrir að staðfesta það sem ég var að reyna að segja Ólafi að flugmenn væru að fljúga til skiptis.

Hitt vissi ég þó allt sem þú sagðir okkur þó að ég sé ekki flugsérfræðingur.

Og er sammála þér um að ég vildi ekki taka mér far með þessum réttindalausa flugmanni né að nokkur geri það.

Ég viðurkenni fúslega að það var smá stríðnispúki á öxlinni á mér þegar ég var að skrifa þetta.

Og greinilega tekist að fara alveg óstjórnlega í taugarnar á þér.

Hafi Michael Fay flogið bullustrokksvél í hernum er það ekki besti þotuflugs undirbúningurinn.

En undirbúningur samt. Flugnám, flugpróf og réttindi. Þú kemst bara ekkert fram hjá því. Þú ert bara alls ekkert fífl.

Grundvallarmunur á captain Fay eða þeim sem ekkert hefur lært að fljúga.

Burtséð frá stöðugri endurmenntun stóð atvinnuflugnám þitt aðeins eins í eitt ár.

Heldurðu að það hafi verið eitthvað styttra í hernum?

En hvað ef captain Fay flaug herþotum eins og F 15 eða F 16 ?

Er það ekki töluvert flóknara en að fljúga farþegaþotu?

Það segja erlendir starfsbræður þínir á spjallþráðum um flug. Eru það kannski allt asnar líka? annað en þú?

Þeir lögðu einmitt áherslu á að ekki væri hægt að tala um gervi flugmann. (Fake.)

Þeir sögðu að þetta væri flugmaður hvað sem réttindamálunum liði.

Maðurinn er með flugpróf þó að það sé - heyrist mér á þér - ekki eins merkilegt og þitt.

Kunna þeir bara ekkert í þessu hjá Bandaríska flughernum? Þú ættir kannski að skrifa Obama og láta hann vita af þessu?

Mér finnst annars athyglisvert hvað þú vælir mikið yfir kröfunum sem gerðar eru til þín.

Er þetta orðið svona leiðinlega erfitt bara? Þér fannst þetta þó gaman í gamla daga.

-------------

Ég held að það sé rétt hjá þér að hjólastellið á TF-IVI hafi beyglast á mína ábyrgð.

En alls ekki þar sem þú heldur að það hafi gerst, þar var átakið allan tíman beint en aldrei skakkt.

Enda vélin skoðuð eftir þá lendingu af flugvirkja sem sá ekkert athugavert við hjólabúnaðinn þá.

Neffelgan brotnaði vissulega þá, á jarðföstum steini þarna, og það gat flugvirkinn ekki séð í 50 tíma skoðun.

En hann hefði að sjálfsögðu séð ef aðalhjólin væru bæði skökk til sömu hliðar eins og þau voru.

Auk þess að rekast hreinlega í hjólahúsið.

Hefðu aðalhjóin skekkst, þarna á þessu túni, hefðu þau verið bæði útskeif eða bæði innskeif.

Líklegast gerðist þetta á Keflavíkurflugvelli þar sem ég var að leyfa einum af núverandi starfsbræðrum þínum að lenda.

Það var þinn besti vinur á þessum árum manstu, reglulega fínn strákur en með fáa flugtíma þá. Færri en ég.

Og það var dómgreindarleysi hjá mér að leyfa honum að fljúga niður í braut og lenda.

Hann hafði samt eitthvað flogið Skyhawk og það var forsendan hjá mér.

Vélin var með fulla bensíntanka, fjórir um borð þannig að vélin var nærri því eins þung og hún gat verið.

Við komum skakkir inn yfir brautina í einhverjum hliðarvindi.

Og ég átti von á að hann myndi rétta hana af sem hann gerði ekki og ég var of seinn til þess, eins og hver annar auli.

Þó að þessi ágæti flugmaður hafi ekki komið sér að því að rétta vélina af fyrir snertingu.

Er hann samt sem áður flugstjóri hjá Flugleiðum í dag. Og hefur gott orðspor eins og þú ættir nú að vita.

Mitt dómgreindarleysi samt að treysta honum til að lenda TF-IVI, vélin engin kennsluvél og ég enginn flugkennari heldur.

Vélin lenti svona 20° skökk á brautinni sem hefur örugglega verið meira en hjólastellið þoldi þó að ég hafi ekki áttað mig á því þá.

Hefði nefnilega verið allt í lagi á C-150 eða C-172 en Cardinalinn var vissulega með miklu veikbyggðara hjólastell.

Þú gleymdir að segja frá því að ég hefði borgað fyrir viðgerðina og líka viðgerð á vængjunum til öryggis.

Þetta var snertilending og ég man hreinlega eftir því að ég heyrði nýtt hljóð þegar ég tók hjólin upp aftur.

Þá voru aðalhjólin að nuddast utan í hjólahúsið.

Ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir því enda ekki flugvirki og því síður flugsérfræðingur.

Og alls konar ný hljóð í Cardinal sem ekki voru í C-150.

Mér finnst það samt sennilegt að þar hafi spilað inn í ómeðvituð afneitun.

Þó ég geri mér ekki grein fyrir því sjálfur hvort að svo var, enda geta fæstir dæmt um slíkt hjá sjálfum sér.

En lendingin var helvítis hörmung bara, frá sjónarhóli hjólastellsins. Það var nú svo auðvelt að sjá svona eftir á.

Í þá daga var dómgreindarleysið oftar á ferðinni. Eins og að lenda lenda utan vallar eins og þú manst.

Aldrei hugkvæmdist mér þó að lenda á sjálfri Esjunni. Sá stóð með líka framar í fluginu á allan hátt.

En það hafa fleiri ungir töffarar stolist til að brjóta flugreglurnar þó að það sé engin afsökun fyrir neinn.

Meira að segja flugstjórar sem ekki voru ungir lengur og sumir ekki lifandi lengur.

Til dæmis að fljúga of lágt með skelfilegum afleiðingum. Ég flaug aldrei of lágt og braut aldrei neinar flugreglur yfirleitt.

Nema í þessu utanvallarævintýri sem var líka meira en andskotans nægilegur skammtur fyrir allan peninginn.

Ég er ekki búinn að gleyma fluginu með bróður þínum upp á Sandskeiði.

Þegar hann tók lowpass þvert yfir rafmagnslínurnar þar þannig að ég varð skelfingu lostinn.

Og ég man að ég bað þig að tala við hann líka svo að hann færi nú ekki að drepa sig.

Hvort ekki væri nóg að elsti bróðir ykkar flaug á rafmagnslínu.

Og ég man að þér var ekki skemmt.

----------------

Mitt vandamál á TF-IVI var hins vegar fyrst og fremst ónóg mismunaþjálfun til að fara beint af C-150 á C-177.

Ég var tékkaður út á einhverjum tveimur tímum sem var bara engan veginn nægilegt. Og það var ekki mín ákvörðun.

Mér var kennt að fljúga allt aðflugið, heilum 10 mílum, of hratt og fljúga þannig niður í braut.

Vera enn á 80 mílna hraða með vængbörðin í 30 gráðum.

Ég varð að átta mig á því sjálfur að lækka hraðann niður í 130% ofrishraða og þá fór allt að ganga eins og sögu.

Eftir að ég lækkaði aðflugshraðann tókst mér að lenda á þeim stað og svæði sem að ég ætlaði.

Í stað þess að yfirskjóta eða ná ekki að stöðva nema með aðstoð leirdrullunnar á vellinum eða túninu.

Hafði eðlilega ekki verið vandamál í Reykjavík eða Keflavík þar sem fleiri kílómetar voru til afnota.

Túnlendingin var annars lungnamjúk á góðu grasi, en af því að aðflugshraðinn var allt of mikill sbr. að ofan.

Þá fór ég út á þann hluta túnsins sem var blautur og þar með niður úr grasverðinum.

Þetta eru ekki annað en malbiksbrautarhjól á Cardinalnum sem í rauninni er engin malarvallavél með uppdraganlegum hjólum.

En átakið var alveg beint eins og myndirnar sanna sem til eru af þessu túni og bein hjólförin sjást greinilega.

Myndirnar sanna að hjólastellið varð ekki fyrir neinu skökku átaki sem gat hafa skekkt þau bæði til sömu hliðar í Yaw.

----------------

Ég veit ekki annað um flug en það sem þeir kenndu mér; yfir 10 núverandi, og fyrrverandi, flugstjórar hjá FL.

Og enn fleiri flugvirkjar, flugvélstjórar, flugumferðarstjórar, veðurfræðingar o. s. frv.

Og einnig af ykkur bræðrunum þið voruð frábærir flugmenn, þótt þið væruð svalir töffarar. Svalari en ég.

Og af því að lesa það sem atvinnumenn segja á vefsíðum eins og airliners.net og pprune.org o. fl.

Verkfræðingarnir og atvinnuflugmennirnir sem eru að skrifa þar, hafa kannski ekkert vit á þessu?

Hafa kannski takmarkað vit á flugi eins og þeir í Bandaríska flughernum? Ég man nú ekki eftir að þú værir neinn fræðimaður.

Á þessum vefsíðum eru reyndar mestu snillingarnir eðlilega verkfræðingar en ekki þeir sem eru bara flugmenn.

Verkfræðingar eins og Mandala499 eru snillingar. Greining hans á AF-447 slysinu var tær snilld.

Skemmtilegast var auðvitað þegar ég fór í listflugið með Magnúsi Nordahl sem leyfði mér að m. a. að fara í spun.

En það var ekki skylda að kunna það á þessum árum eins og þú manst.

Mér fannst hins vegar nauðsynlegt að læra að fljúga á hvolfi, rolla, loopa og spinna.

Ég veit augljóslega meira um flug en vinur okkar Ólafur hér að ofan en það veistu auðvitað vel.

Þú varst stórskemmtilegur í gamla daga en fúlt að þú sért orðinn svona uppstökkur og geðvondur.

Er eitthvað kerlingavesen í gangi?

Eða eru einhver vandræði þín megin? Blessaður drífuð þig þá strax til læknisins.

Það er hreinlega stórhættulegt að þotuflugstjóri sé að drepast úr geðvonsku út af stífluðu dreni.

En annars ætlast ég til að menn skrifi hér undir nafni. Og þá mega þeir skrifa hér hvern djöfulinn sem þeir vilja.

Reyndu að hressa þig við.

Eftirskrift:

Og mikið var ég feginn að sjá að þú drapst þig ekki þegar þið voruð að stelast til að fljúga

Citabriunni í blindflugsskilyrðum frá Egilsstöðum, sbr viðtalið við þig á Flugnet.

Viggó Jörgensson, 18.5.2013 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband