Andskotans asni, og lygalaupur, er drengurinn.

Hann flaggaði fölskum doktorstitli mörgum sinnum í blaðaviðtölum.

Maðurinn er greinilega sjúklegur lygari. 

Það sem hann segir er yfirleitt óskiljanleg froða, framsett af yfirlæti og miklum belgingi.

Nema þegar hann hitti á að vera á móti icesave samningunum.  Það skildum við. 

Og við skildum þegar hann lofaði að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána um 300 miljarða strax eftir kosningar.

Ef hann er núna að upplýsa, að fyrir kosningar, hafi hann ekkert skilið í ríkisfjármálum. 

Þá á hann að segja af sér þingmennsku og hypja sig út af skrifstofum Alþingis og burt úr landi.

Eða að einhverjir kannski hjálpi honum áleiðis?

Eða að hann sé einfaldlega að ljúga þessu, sem allt bendir auðvitað til. 

Þá er það einnig sama niðurstaða; af þingi og úr landi. 

Sekur skóggangsmaður ef hann stendur ekki við loforðin.

Svo bæri einnig að rjúfa þing og kjósa aftur án Framsóknarflokksins.  

Allt útlit fyrir að Austurvöllur brenni með haustinu. 


mbl.is Vandræðalegt fyrir Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er aldeilis drama í gangi ! Eru málin orðin svona alvarleg?

Og ég sem hef ekki fylgzt með neinu!!

Jón Valur Jensson, 14.5.2013 kl. 23:44

2 identicon

Jæja Viggó eigum við ekki aðeins að anda með nefinu núna? :)

SDG var búinn að benda á þetta fyrir kosningar, en það virðist ekki henta fréttamönnum að setja með í fréttina að hann hafi jú líka sagt að þetta muni ekki hafa áhrif á áherslu þeirra á skuldaleiðréttingu heimilanna, og tekst þar með að æsa upp fólk í kommentum, sem þarf greinilega ekki mikið til

Davíð (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 23:52

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Jón Valur.

Það var ekki fyrr en eftir kosningarnar að ég sá það svart á hvítu.

Að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét margsinnis taka við sig blaðaviðtöl þar sem hann laug því blákalt.

Að hann væri með doktorspróf í skipulagsfræði og einhvers staðar um próf í skipulagshagfræði. 

Hann gengur greinilega ekki heill til skógar. 

Og svo var þessi Münchausen ‎ kosinn formaður í stjórnmálaflokki og inn á Alþingi.

Til að bíta höfuðið af skömminni er þessi raðlygari að verða ráðherra eða jafnvel forsætisráðherra landsins.  

Sveiattan.   

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 00:29

4 identicon

Hjó eftir orðunum:

"Það sem hann segir er yfirleitt óskiljanleg froða, framsett af yfirlæti og miklum belgingi."

...getur verið að þau lýsi betur þeim sem orðin ritar, en þeim sem hann þykist rita um?

Það var vitur maður, sem sagði forðum: "Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum"

Hvað varð um sjálfan framsóknarmanninn? Var ekki pláss fyrir slíka hógværð í endurreistum

flokknum eftir hrun?

afturhald (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 00:34

5 identicon

Vilhjálmur Birgisson

Hamast á Sigmundi Davíð

Nú hamast pólitískir andstæðingar Sigmundar Davíðs eins og enginn sé morgundagurinn á lyklaborðinu og ég hef grun um að sumir þeirra hafi jafnvel puttabrotið sig, svo fast hafa þeir slegið á lyklaborðið.

Ástæðan fyrir þessum lyklaslætti eru orð sem Sigmundur lét falla á Eyjunni í gær þar sem hann segir að eftir nánari skoðun og upplýsingagjöf frá fulltrúum fjármálaráðuneytisins þá sé staða ríkissjóðs mun verri en gefið var í skyn fyrir kosningar.

Þessir ágætu pólitísku andstæðingar Sigmundar standa á öskrum og segja að núna ætli hann að skýla sér á bakvið slæma stöðu ríkissjóðs og svíkja kosningaloforðin um afnám verðtryggingar og leiðréttingu á forsendubrestinum sem heimilin urðu fyrir.

Það skrautlega í þessu er að það virðist ekki skipta þessa aðila máli þótt það hafi komið hvellskýrt fram í fréttinni á eyjunni í gær að þetta muni alls ekki hafa nein áhrif á þau loforð sem gefin hafa verið út um skuldaleiðréttingu vegna forsendubrestsins.

En orðrétt segir Sigmundur Davíð þegar hann er spurður útí kosningaloforðin:

„Að óbreyttu er útlitið miklu verra en haldið var fram í aðdraganda kosninga. Í því felst þó fyrst og fremst áminning um mikilvægi þess að ný ríkisstjórn breyti stefnunni í efnahagsmálum og skapi aðstæður til að verðmætasköpun geti aukist og þar með tekjur ríkisins. Næsta ríkisstjórn mun þurfa að takast á við gríðarstór úrlausnarefni en sem betur fer eru tækifærin líka gríðarlega mikil.“ Hann harðneitar því þó að þessar nýju upplýsingar leiði til þess að hann ætli að draga í land með loforð um leiðréttingar fyrir skuldsett heimili í landinu. „Nei, nýjar upplýsingar um stöðu ríkisfjármála hafa ekki áhrif á stefnu okkar í skuldamálunum enda eru þær til þess fallnar að bæta stöðu þjóðarbúsins með því að bæta stöðu heimilanna,“ svarar hann.

Já, ég er ekki í nokkrum vafa um að Sigmundur Davíð mun standa við þessi loforð um afnám verðtryggingar og leiðréttingu á forsendubrestinum, en þessi mál hafa verið baráttumál Verkalýðsfélags Akraness í tæp 5 ár.

Já , kæru félagar ég ætla rétt að vona að umsátrinu um heimilin sé lokið og nú hylli undir skjaldborgina sem alþýðu þessa lands var lofað fyrir tæpum fimm árum síðan og ekkert hefur bólað á þetta kjörtímabil sem senn sér nú fyrir endann á.

sæmundur (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 00:38

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já alveg nákvæmlega Davíð:

.                  "...ekki hafa áhrif á áherslu þeirra á skuldaleiðréttingu heimilanna..."

Hver var að tala um áherslu þeirra?

Hann lofaði ekki aðeins að leggja áherslu á skuldaleiðréttingu heimilanna.

Hann lofaði að framkvæma leiðréttingu upp á 300 miljarða. 

Og út á það vann Framsóknarflokkurinn kosningasigur. 

Rétt eins og Vinstri Grænir lofuðu að við gengjum ekki í Evrópusambandið og sóttu svo um inngöngu í það.

Þess vegna munaði aðeins Katrínu Jakobsdóttur að þeir yrðu þurrkaðir út af þingi eins og þeir áttu skilið. 

Og nú er Sigmundur byrjaður að draga úr en ekki einu sinni kominn í ráðherragallann af Steingrími. 

Svei og aftur svei.  

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 00:43

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Afturhald.

Það er auðvitað eitthvað til í þessu hjá þér. 

En ég er hvergi í framboði. 

Og þarf því ekki að gæta orða minna eins og þeir sem eru að bjóðast til að stjórna fyrir okkur landinu.

Og ég stend við það að Sigmundur talar með miklu yfirlæti sem ég kalla belging. 

Hann er kannski að reyna að mynda sér landsföðurlega ímynd en það virkar ekki með lygum. 

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 00:48

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég trúi þessu ekki upp á hann.

Jón Valur Jensson, 15.5.2013 kl. 00:52

9 identicon

Nákvæmlega hverju hefur Sigmundur logið ????????

sæmundur (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 00:52

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæmundur. 

Þú færð sams konar svar og Davíð.  

.          "...hafa ekki áhrif á stefnu okkar í skuldamálunum..."

Hver var að spyrja um stefnu?

Allskonar fyrir aumingja var stefna Besta flokksins.   Hvaða gagn hefur einhver haft af henni?

Sigmundur átti að segja: 

"... hafa ekki áhrif á að við munum lækka höfuðstól húsnæðislána um 300 miljarða eins og við lofuðum..."  

Hann er augljóslega að reyna að draga í land.

SVIK heitir það á íslensku. 

Hvað er það í þessu sem þú skilur ekki?  

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 00:57

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það gerði ég heldur ekki Jón Valur fyrr en ég sá greinarnar.

Hér er hlekkur á aðra úr Mbl. Ég set hlekkinn á hina, úr Viðskiptablaðinu inn þegar ég finn hann aftur. 

Sigmundur lét aldrei birta leiðréttingu á að hann væri ekki doktor, hvorki í Mbl eða Viðskiptablaðinu.  

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1170550/

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 01:06

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæmundur.

Byrjaðu á að lesa hlekkinn sem ég var að setja inn fyrir Jón Val.

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 01:07

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll aftur Jón Valur.  Hér eru fleiri greinar þar sem Sigmundur þykist vera með doktorspróf. 

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1170823/

http://vikudagur.is/vikudagur/adsendar-greinar/2007/10/26/enn-og-aftur-ad-skipulagsmalum

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278252&pageId=3998002&lang=is&q=doktor+Sigmundur+Dav%ED%F0

Það heitir lygi Sæmundur og þeir sem ljúga eru lygarar.

Þá sem eru sífellt að ljúga má alveg kalla raðlygara. 

Kannastu við Steingrím J. Sigfússon?

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 01:17

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta Viðskiptablað sem ég minntist á að ofan heitir MARKAÐURINN og var viðskiptablað Fréttablaðsins minnir mig.

Sjá annars nánar á Facebook síður Helga Jóhanns Haukssonar t. d. þetta

"Helgi Jóhann Hauksson · Virkur í athugasemdum · Háskóli Íslands - University of Iceland

Sigþór Ari Sigþórsson hér er listi HÍ yfir útskriftarnemendur 26. febrúar 2005.

Sigmundur er þar í hópi 26 með BS-próf í viðskiptafræði, en 4 útskrifast með BS-próf í hagfræði en SDG ekki,

þ.e. hann er viðskiptafræðingur en ekki hagfræðingur. http://www.hi.is/adalvefur/brautskraning_26_februar_2005"

Þetta var svar Helga Jóhanns við færslu Sigþórs Ara sem var svona: 

"Sigþór Ari Sigþórsson · Virkur í athugasemdum · Sivilingeniør hjá Byggservice AS

Hér fær hann styrk til mastersnáms 2004. Þá hafði hann ekki lokið BS gráður sem er krafa fyrir styrknum.

Hér er hann titlaður af Mphil í alþjóðlegum samskiptum og Evrópustjórnmálum.

Það hlýtur að vera einhver villa í ferilsskránni sem skýrir þetta allt

">http://www.mbl.is/greinasafn/grein/814862/?fb_action_ids=10151511001572906&fb_action_types=og.recommends&fb_source=aggregation&fb_aggregation_id=288381481237582

"

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 01:26

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Blaðagreinarnar segja, doktor í skipulagsfræðum, en ekki í viðskiptafræði né hagfræði. Heitir þetta ekki að draga upp strámann? Af hverju hélt þessi Jóhann því bara ekki fram að hann væri doktor í stjórnmálafræði eða sálfræði til að geta hrakið það.

Er ekki betra að lesa spunann með báðum augum?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.5.2013 kl. 01:38

16 Smámynd: Viggó Jörgensson

Framar, í umræðunni, hafði Sigþór Ari Sigþórsson sagt þetta:

"Vill ekki segja það en hvernig er hægt að komast inn í meistaranám án þess að hafa lokið BS.

Kannski kom BS gráðan fyrr og um villu er að ræða,

kannski er hægt að hefja MS nám án BS

eða þá að hann hafi komist í námið með því að segja það sama við osxford og við okkur.

Hann verður að svara þessu.

Virkar á mig einsog maður sem segir bara það sem hann vill og hefur komist upp með það alltof lengi"

Og Sigþór Ari heldur áfram: 

" Sæll Einar. Ég skildi þetta og er þetta ekki óþekkt aðferð.

Hinsvegar er spurningin hvort hægt sé að hefja MPhil nám án BS gráðu.

Hér er sagt að 2002 hafi hann verið í MPhil námi en hann lauk ekki BS fyrr en 2005 og það frá öðrum skóla.

Hér hlýtur að vera ritvilla eða að menn geti hafið nám í MPhil án BS.

Svo fékk hann styrk 2004 og var titlaðurMphil í alþjóðlegum samskiptum og Evrópustjórnmálum.

Styrk sem er ætlaður til mastersnáms og krafa er í dag amk um BS/BA"

Og hérna kemst Sigþór Ari Sigþórsson að kjarna málsins: 

"Politík snýst m.a. um traust.

Hér er maður sem útskrifaðist með BS 2005 en sást í mastersnámi 2002.

Og er saðgur doktor í fjölmiðlum 2008.

Það er bara að útskýra málið þannig að við vitum hvern við ætlum að kjósa.

Pólitík hans hefur einmitt þótt reifarakennd og um það snýst þetta"

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 01:41

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo svona til að benda á smá orðhengilshátt, þá var lofað leiðréttingu á skuldamálum heimilanna, sem er jú fyrirheit um framkvæmd. Það var áhersla og stefna flokksins, svo hvað hefur breyst?

Ég held sveimér að þér sé eitthvað farið að förlast, eða þá að þú mættir athuga að skipta yfir í koffeinlaust.

Þetta er svolítið kómískur stormur í koffeinlausum kaffibolla, verð ég að segja í fyllstu einlægni.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.5.2013 kl. 01:43

18 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Jón Steinar.

Það skiptir engu máli í sjálfu sér hvað Jóhann segir.

Þú lest það sjálfur í blaðagreinunum að mörgum sinnum segist Sigmundur Davíð hafa próf sem hann hefur ekki.

Það getur ekki aftur, og aftur, verið um mistök blaðamanna að ræða enda hefði þá Sigmundur látið birta leiðréttingu.

SEM HANN GERÐI EKKI.

Lestu þetta sjálfur, það gerði ég og varð ekki skemmt.   

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 01:44

19 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já já Jón Steinar, 

þetta er rétt hjá þér að ég drakk allt of mikið kaffi í dag.

Nú skal ég fara að sofa.

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 01:48

20 Smámynd: Viggó Jörgensson

En þegar ég vakna á morgunn Jón Steinar

verður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ekki kominn með doktorspróf.

Hvorki í viðskiptafræði, hagfræði eða skipulagsfræði.

Hann var að ljúga því að hann hefði þessa gráðu.   Það er mál nr. eitt í röðinni. 

Við skulum svo sjá til með efndir á skuldamálum. 

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 01:52

21 identicon

Ég sé að klukkan er a nálgast miðnætti þegar þú skrifað þetta Viggó, en hefði ekki samt verið skynsamlegra að lesa alla fréttina áður en þú reiðist svona ofboðslega...?

Þar kemur bara skýrt fram að þetta breyti engu um aðal loforðin fyrir kosningarnar, heldur þvert á móti geri það enn mikilvægara en áður að ráðast í þær aðgerðir.

Enda snúast öll andsvör þín við þetta blogg um menntun hans, sem vara nokkur maður nennir að velta sér upp úr í dag.

Spurning kannski að róa sig aðeins, áður en Kastljós gerir sér þátt um orðbragðið á blog.is.

Sigurður (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 09:35

22 identicon

Ríkisstjórnin gumaði sig af miklum árangri í ríkisfjármálum í kosningabaráttunni og hélt því fram að hallin væri komin niður í u.þ.b. 3 milljarða. Raunin er að hallinn er trúlega á milli 20-40 milljarða. Á þetta er Sigmundur að benda. Er slíkt frávik ekki alvarlegt og er á einhvern hátt óeðlilegt að hann bendi á þetta. Að menn reyni að lesa eitthvað meir út úr þessu og blandi öðrum málum á mis smekklegan hátt inn í þessa umræðu er dálítið VANDRÆÐALEGT. Og þar sem menn eru svo óskaplega uppteknir af menntun Sigmundar er auðvelt að fara inn á vef Alþingis þar sem ferill og menntun Alþingismanna er birtur. Ágætt að bera svo menntum væntanlegs forsætisráðherra Íslands við menntun þess fráfarandi.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 11:37

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þarf að kynna mér þetta, hef ekki gefið mér tíma til þess.

Jón Valur Jensson, 15.5.2013 kl. 12:20

24 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvern er verið að verja hér?

Bankarændan almenning, og kvíðalyfja-dópaða fátæklinga?

Hentar það ekki nógu vel, að staðið sé við kosningaloforðin?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.5.2013 kl. 12:27

25 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Sigurður.

Ég tek fullt mark á því sem þú segir og þakka þér. 

En.

Ég var alinn upp, frá blautu barnsbeini, við að greina það sem stjórnmálamenn eru að gera og segja.

Það fólk sem sá um það uppeldi mitt var fætt á árunum 1897 - 1911 og hafði fylgst gríðarlega vel með stjórnmálunum.

Þemað var að skyggnast undir yfirborðið, því nánast aldrei er allt sem sýnist á sviði stjórnmálanna.  

Og nú les ég það út úr orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að hann ER AÐ DRAGA Í LAND um loforðið um 300 miljarðanna.

Hann átti ekki mikla innistæðu fyrir.

Ég fékk þér að segja áfall þegar ég sá þessa fölsun hans á menntun hans.  Og það er ekki úrelt umræðuefni.  Mikilvægi þess er að aukast.

Hann kom til landsins, eins og Garðar Hólm, og lét okkur landsmenn halda að hann væri doktor ýmist í skipulagsfræði eða skipulagshagfræði.

Sams konar Pótinkímtjöld setti hann upp fyrir framsóknarmenn sem göptu upp í sérfræðinginn með allar menntagráðurnar frá útlöndum.

Og kusu hann formann.   Þeim hefði verið hollara að kjósa Höskuld Þór Þórhallsson.   

Af hverju sagði mannskrattinn ekki bara að hann væri doktorsnemi og málið væri dautt. Hann hóf doktorsnámið það er sannað.

Maður sem er með slíka lygi, til að upphefja sjálfan sig,  og þann belging að skreyta sig með stolnum fjöðrum er ekki trúverðugur.

Hann hefur líka látið út úr sér alls konar froðu.

Einhvern tímann reifað hugmyndir um að lækka húsnæðisskuldir um 2000 miljarða.

Verðtryggðar húsnæðisskuldir eru ekki nema 2/3 af þeirri upphæð þannig að slík umræða lýsir ekki mikilli þekkingu á þjóðabúinu. 

Að telja kjósendum trú um að hægt sé að hætta með verðtrygginguna er annað dæmi um froðu.

Ég man vel hvernig þjóðfélagið var komið að fótum fram áður en að verðtryggingin var tekin upp.

Þá var Sigmundur Davíð að vísu ennþá óviti.

En ef hann er ennþá óviti, þá verður bara að hafa það.

En að óviti fari að stjórna landinu, undir fölskum fagurgala.

Það ætla ég fyrir mitt litla leyti ekki að sætta mig við.

Svo máttu muna á hvers vegum Sigmundur Davíð er í stjórnmálum. 

Hann er sonur flokkseigendaklíkunnar sem spillingarvæddi Ísland.  

Hver eru hans raunverulegu markmið, eða ræður hann yfirleitt ferðinni?   Það er ég ekki viss um.  

En þakka þér ádrepuna.

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 13:20

26 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já skoðaðu þessa hlekki Jón Valur, þú þarft bara að klikka á þá, þarna ofar. 

Og þá færðu ábyggilega áfall eins og ég.

Þetta mál er miklu verra en ég hélt að það væri.

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 13:21

27 Smámynd: Viggó Jörgensson

Nei Anna Sigríður.

Á Íslandi hefur aldrei hentað að staðið sé við kosningaloforðin.

Sjáðu Steingrím J. Sigfússon.

Núna er hann að klaga okkur Íslendinga fyrir að reka hann fyrir lygi. 

Hann stóð ekki við kosningaloforðin.

En hann skilur hreinlega alls ekki að hann hafi verið rekinn fyrir lygi.

Segir útlendingum að við séum frek og vanþakklát.

Hann sem hafi jú gert svo mikið fyrir okkur.  Fór sjálfur til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að sækja fyrirmælin um stjórn landsins. 

Sniff, sniff.

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 14:49

28 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Stefán Örn Valdimarsson.

Þetta heldur ekki vatni hjá þér.

Eftir að hafa verið í stjórnarandstöðu allt síðasta kjörtímabil og rúmlega það.

Þá átti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að vera ljóst, eins og öllum öðrum fullorðnum einstaklingum.

Að ekki væri hægt að trúa yfirleitt neinu sem fráfarandi ríkisstjórn var að segja okkur.

Að hann þykist núna hafa yfirleitt lagt trúnað á nokkurn hlut sem ríkisstjórnin hafði að segja er bara ekki trúverðugt.

Hann átti eins og við hin, og miklu frekar en við hin, að afla sér upplýsinganna sjálfur, beint úr Seðlabankanum.

En að bera það á borð að hann hafi látið ríkisstjórnina plata sig er bara algerlega óásættanlegt.

Steingrímur heitinn Hermannsson þóttist stundum plataður en það virkar ekki á kjósendur í dag.

Miðað við öll kosningaloforð og fullyrðingar Sigmundar Davíðs.

Er algerlega óásættanleg að hann hafi ekki verið gjörkunnugur stöðu þjóðarbúsins og ríkisins. 

Og hafi hann verið það er hann núna að ljúga og þá er það sama niðurstaða; gjörsamlega óásættanlegt að hann sé að ljúga.

Þetta er bara í heildina tekið algerlega óásættanlegur málflutningur í hans kringumstæðum. 

Þú drepur málinu ekki á dreif með því að vísa til skólagöngu frú Jóhönnu Sigurðardóttur.

Og ekki heldur með því að segja að umræðan um menntun Sigmundur sé missmekkleg.

Er smekklegt að falsa upplýsingar og ljúga að okkur almenningi?

Þú lagar málið heldur ekki með því að benda bara á vef Alþingis.

Ekkert breytir þeirri staðreynd að drengurinn er mörgum sinnum staðinn að því að ljúga að okkur íslenskum almenningi. 

Að ljúga upp á sig æðstu menntagráðu við erlendar menntastofnanir til að upphefja sjálfan sig.

Garðar Hólm, þeirra framsóknarmanna, er komin heim frá útlöndum.

Viggó Jörgensson, 15.5.2013 kl. 15:24

29 identicon

elsku Viggó ég hef heyrt Sigmund segja að hann hafi verið í námi. Ég hef aldrei heyrt hann halda því fram að hann sé Doktor

Þótt blaðamenn titli hannsem doktor þá er varla hægt að skamma hann fyrir það.

Mér finnst aftur svo mikil reiði í skrifum þínum að kannski ættirðu bara að fara í messu og slaka á undir góðri tónlist og guðsorði

sæmundur (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 20:42

30 identicon

góð grein á Pressan .is

15. maí 2013 - 21:25Vilhjálmur Birgisson

Ógeðsleg pólitík

Menn verða að fyrirgefa mér en ég skil ekki þá umræðu sem á sér stað um þessar mundir og lýtur að stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna. Eins og ég hef sagt áður þá hamast pólitískir andstæðingar þessara flokka á lyklaborðinu kófsveittir af bræði og standa jafnvel á hverju götuhorni og æpa og öskra: „svikin kosningaloforð!“ Og það þrátt fyrir að ekki sé búið að mynda neina ríkisstjórn.

Það sorglega í þessu öllu saman er að mér finnst skína í gegn hjá þessum ágætu aðilum eindregin von og ósk um að ekki verði hægt að koma til móts við skuldsetta alþýðu þessa lands og reyndar finnst mér þessir pólitísku andstæðingar nudda saman lófunum í von um að komandi ríkisstjórn mistakist allt sem hún hefur í hyggju að gera.

Svona pólitík finnst mér ógeðsleg því það hlýtur að vera von okkar allra sem búum í þessu fallega landi að hægt verði að koma til móts við skuldsett heimili og taka til hendinni við önnur þjóðþrifamál svo hægt verði að byggja hér gott velferðasamfélag þar sem allir hafi það gott, en ekki bara sumir.

Já, ég ítreka það að ég þoli ekki svona pólitík þar sem menn eru gjörsamlega blindaðir af flokkspólitískri ást, ást sem birtist í skrifum þar sem skín í gegn von um að komandi stjórnvöldum mistakist ætlunarverk sitt að fullu en slíkt gengur þvert gegn þjóðarhagsmunum.

sæmundur (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 21:36

31 Smámynd: Viggó Jörgensson

Elsku Sæmundur lestu þá hlekkina sem ég setti inn í athugasemdum nr. 11 og nr. 13.

Þar kynnir hann sig þrisvar sem doktor í skipulagsfræðum

en á fjórða hlekknum er hann meira segja orðinn doktor í skipulagshagfræði. 

Sjáðu þetta bara sjálfur.

Það er ekki möguleiki að blaðamenn á þremur mismunandi fjölmiðlum, í mismunandi landshlutum.

Blaðamenn sem vita bara ekkert hvað þú varst að gera í útlöndum.

Að þeir taki allir upp á því að segja að þú sért doktor í einhverju, nema að þú hafir sagt þeim það sjálfur. 

Eitt skipti kannski mögulegt já, en á þremur stöðum er bara ekki möguleiki.

Mundu að SDG lét aldrei birta leiðréttingu. 

Ég skal fara í messu, hlusta á guðsorð og tónlist en það er misskilningur að ég sé eitthvað reiður. 

Ég er hins vegar afar sorgmæddur yfir örlögum okkar Íslendinga.

Við erum ekki fyrr laus við þau Jóhönnu, Össur og Steingrím úr stjórnarráðinu.

En að þangað kemur ekki minni lygari og loddari. 

Ég ætla spyrja prestinn hvað hann telji eiginlega að við höfum gert almættinu. 

Er okkur enn að hefnast fyrir víkingaránin? 

Viggó Jörgensson, 16.5.2013 kl. 01:36

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkilegir þessir tenglar þínir, Viggó!

Og merkilega Bjarnalegur svipurinn á Sigmundi á þessari 5 ára gömlu mynd!. Er þetta svokallaður 'hjónasvipur' með þeim sem enda í einni stjórnarsæng?

Jón Valur Jensson, 16.5.2013 kl. 15:48

33 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já mér finnst þetta alveg yfirgengilegt, Jón Valur.

Hér eftir mun ég aldrei teysta neinu frá þessum pilti.  Ekki það að ég hafi gert það fyrir.

Strákurinn er auðvitað flottur á myndinni.

En hefur stundum, í seinni tíð, fengið sér aftur á diskinn. 

Eins og ég og fleiri. 

Viggó Jörgensson, 16.5.2013 kl. 17:01

34 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hvað kallar maður þá sem segjast geta eitt meiru og samtímis sparað meira? Þeir kallast lygarar.

Hvað kallast þeir sem kjósa lygara? Þá kallar maður hálfvita.

Hve stór hluti íslensku þjóðarinnar samanstendur af hálfvitum? Til að fá svar við því skal skoða hversu margir kusu lygara.

====================================================================================================

Ég lét mig hafa það að lesa stefnuskrá framsóknarflokksins fyrir þessar kosningar. Við blasti barnaleg skýjaborg sem erfitt var fyrir mig að trúa að nokkur hugsandi manneskja tæki mark á, þaðan af síður kysi flokk sem setti slikt fram.  

Hörður Þórðarson, 16.5.2013 kl. 21:52

35 Smámynd: Viggó Jörgensson

Öskrandi þögn.

Veit ekki hvort að það er lýsingin á þessu Hörður. 

Þörfin á dýpri umræðu um samfélagsmálin er hreinlega yfirþyrmandi. 

Í hvað fer besti sjónvarpstíminn t. d. Kastljósið eða sambærilegir þættir?

Yfirleitt í einhver dægurmál þar sem niðurstaðan er engin og verður engin.

Eða að sjónvarps landsliðið er að taka viðtöl við sig sjálft og fjalla um sig sjálft. 

Svona Logi Bergmann að hætti hússins þar sem allir passa sig að segja ekkert

sem heimilishundurinn skilur ekki. 

Hann er auðvitað, þessi elska, að horfa heima í stofu.   

Og þetta er auðvitað ágætt í bland, við verðum auðvitað að fjölbreytileg svið þjóðfélagsins. 

Vantar bara örlítið meiri skilning á að undirstaða þjóðfélagsins er grundvöllur alls sem ofan á honum stendur.

Og ætti því yfirleitt að vera forgangsmál, eins og vinnan þarf yfirleitt að hafa forgang á áhugamálin. 

En dagskráin verður bara aldrei tiltakanlega dýpri en svona eitthvað spjall. 

Og slysist þau til að fjalla um eitthvað sem skiptir í alvöru máli.  Mætti segja öllu máli þá stundina. 

Þá er ekkert hikað við að skammta henni helst knappari tíma en kjaftabullinu.

Og ekkert hikað við að klippa á þáttinn þegar umræðan fer að dýpka yfir alvöru þannig að gang verði þá af henni.  

Af því að einhver tónlistarmaður frá Langtíburtistan er einmitt þessa daganna.

Að spila á skopparagjörð í Listasafninu, sem eru sko eitthvað sem engin má nú missa af.

Og skal því eðlilega inn á besta sýningartíma og það núna strax.  Þetta eru engir kjánar þarna á fjölmiðlunum.    

Frekar en að við fáum að vita hvort að landið er að fara á hausinn eða ekki. 

Hver vill líka kynna sér það í alvöru? 

Yfirleitt ekki stjórnmálamennirnir svo mikið er þó víst.

Ég sver að fæstir alþingsmenn skilja eitthvað af gagni í stöðu þjóðarbúsins.

Þannig að þeir séu í alvörunni færir um að stjórna því. 

Þeir halda líka að eftirlaunin þeirra séu trygg og lengra nær áhuginn yfirleitt ekki í alvöru talað. 

En það er bara alls ekki víst.

Skyndikynni flestra kjósenda við stjórnmálamenn, bara rétt fyrir kosningar, er hræðilegt vandamál.

Og fer bara vaxandi, ekki aðeins hjá okkur heldur víðast í lýðræðislöndunum. 

Enn hangir kosningaþátttakan uppi hérlendis.  Það er þó gott. 

En flestir kjósendur eyða ekki miklum tíma til að komast að skynsamlegri niðurstöðu. 

Byggðri á þekkingu á stöðunni í samtímanum. 

Flestir kjósa eftir tilfinningu eða jafnvel eftir einhverju sem gerðist í gamla daga hjá löngu látnum hetjum. 

Þeir halda þá að flokkurinn þeirra sé ennþá sem hann var fyrir 40 árum. 

Þó þar sé í rauninni ekkert eftir nema nafnið tómt. Og alls ekki alltaf það. 

Flestir kjósa eftir einhverjum tilfinningum fyrir framkomu og slagorðum sem stjórnmálamannanna.

Sem verða líka að vera í fyrirsagnastíl er aðeins má taka nokkrar sekúndur að kasta framan í myndavélarnar.

Og verða að skiljast, á stundinni, heima í stofu.  Um leið er svo athygli kjósandans farinn.

Ef þeir skilja þig ekki strax er athyglin farin.

Svo vill fólk ómeðvitað láta ljúga að sér.  Vill fá vonina. Það er jú bara mannlegt. 

Þar er heldur ekki, að minnsta kosti ekkert sérstaklega, einhver þekking eða skynsemi á ferðinni. 

Hvernig dettur fólki virkilega í hug að einhver geti galdrað skuldirnar þeirra í burtu?

Í þjóðfélagi sem varla er staðið upp á hnén eftir að hafa farið kylliflatt og það á bólakaf í skuldafenið. 

En þessi yfirborðslega umræða virkar.  Að minnsta kosti á nægilega marga. Innst inni vita menn þó betur.

En eftirfarandi var það sem þeir nenntu að meðtaka í þessum kosningum.

Ein setning:   Við lofum að lækka skuldirnar ykkar. Með hókus pókus aðferð sem virkar kannski eða ekki.

Og margir hugsa sem svo:  Því ekki að gefa þeim tækifæri rétt eins og lottómiðanum.

Þó að það sé aðeins 10% möguleiki á þetta takist eitthvað hjá þeim.

Ekki eru hinir að bjóða betur af öðru en svartnættinu. Jafnvel leiðinlegum sannleika.

Og þeir sem eru í stjórn eru búnir að gera upp á bak þannig að nú skulu aðrir fá tækifærið. 

Og hvaða svo aðrir?  Skiptir bara engu, bara ekki þá sömu.  Þá nýju sem best bjóða. 

Og lengra nær svo hugsunin ekki hjá flestum.

Enda hreinlega með hugleiknari persónulegri mál sem eru meira aðkallandi í dagsins önn.         

Ágætt dæmi um þessa fljótandi yfirborðsumræðu er gengi Pírata og Birgittu. 

Þar er innistæðan engin nema að þetta er ekki hluti af fjórflokknum. 

Þeir voru í 3,3% fylgi af ágæta fólki er réttast telur að vera á öölu eða a. m. k. einhverju. 

Eins og því að ríkisvaldið eigi einhver leyndarmál.

Eins og að sá sem er skipuleggja flugrán fái ekki aðgang að öryggismálum á viðkomandi flugvelli.  

Á hárréttum tíma fer Birgitta til New York og fékk ágætis umfjöllun um það í fjölmiðlum.

Og þar með gaus fylgið upp í fimm menn á Alþingi en endaði í þremur. 

Ég skal þvo sokkanna hennar Birgittu, allt kjörtímabilið,

ef þessir nýju kjósendur hennar lásu það sem hún sagði í þessum viðtölum.

Hin yfirboðslega umfjöllun fjölmiðlanna nægði einfaldlega til að stimpla hana inn á Alþingi aftur. 

Hún var sko að taka á einhverjum málum.  Hvaða málum skipti svo engu.  Bara taka á þessum andskotum.  

Ekki það að Birgitta stóð sig alls ekki illa í sjónvarpinu, miðað við hina - en þá var fylgið þegar komið upp. 

En hvernig mun þetta ágæta fólk svo gagnast hinu íslenska þjóðarbúi í framtíðinni.

Aldrei nokkurn tímann neitt er einfaldasta svarið.  Ætla aldrei í ríkisstjórn þó að það byðist. 

En kjósendurnir eru hæst ánægðir með að atkvæðin þeirra nýtist aldrei í neitt nema smá mótmæli gegn ríkandi skipulagi. 

Og það er kannski ágætt en þau bara stóðu sig engan veginn, í því, á síðasta kjörtímabili.

Þau tóku þá afstöðu að allt væri gott sem kæmi frá stjórninni, eingöngu af því að hún var á móti fyrri stjórn. 

Sama þó að þarna þyrfti smáræðis geðklofa með, því þau Össur og Jóhanna voru líka í þeirri stjórn. 

Nær væri að fækka þingmönnum og kjósa eingöngu þá sem ætla að vinna ærlega í aðkallandi þjóðþrifamálum.    

Hvernig á að bregðast við til að leysa þetta veit ég auðvitað ekki. 

Helst blasir það við að ekkert dugi nema að nýta kjörtímabilið til að halda mönnum við efnið. 

Lítið, hnitmiðað, hávaðasamt og oft.  Helst viðstöðulaust.   

Það tókst í ESB málunum, þó að það liti ekkert of vel út þegar allir voru enn í áfallinu eftir hrun. 

Það tókst líka í icesave málunum sem ekki var nú alltaf svo víst að hefðist. 

Og það tókst að hamra svo á svikum, og lygum,  fráfarandi ríkisstjórnar

að þeirra hörðustu fylgismenn, hér á netinu, lögðu vopnum sínum fyrir meira en ári.

Enda málefnastaðan orðin aldeilis hörmuleg.  Hún var það reyndar alltaf en gerði svo ekkert nema versna.

Þannig að eina aðferðin sem ég þekki til er sem sagt þrotlaus vinna allra sem koma því við.   

Eitt er þó stórkostleg framför frá hruni, hvað sem hún endist. 

Sú að ekki er lengur hægt að ljúga og lofa öllu fögru upp í gömlu ermarnar upp á axlir.

Já einmitt það sem Steingrímur er nú ófær um að meðtaka. 

Að ekki sé hægt að ljúga viðstöðulaust og tala, eftir vindi, með og á móti öllum málum í 30 ár. 

Að núna trúi honum bara enginn lengur. 

Menn eru bara farnir að vitna í það sem hann sagði í fyrir hádegi, sagði í gær, fyrir viku og mánuði. 

Og Guð komi til.  Það sem lofaði fyrir síðustu kosningar sem allir áttu að gleyma.

Eða að minnsta kosti muna það eins og hann sagði þeim að muna það. Aðferð sem stundum er kölluð spuni.     

Heimsmyndin í höfði Steingríms er bara ekki rými fyrir stórbyggingar af sannleikanum sjálfum.  

Til að sefa sig er Steingrímur farinn að ákalla erlenda stjórnmálamenn. 

Að fá þá til að samsinna sér í að það bara lífsins ómögulegt annað. 

En að kjósendur séu vanþakklátur og heimtufrekur skríll. 

Sem hafi ekki þolinmæði, eins og fólkið á Kúbu, til að bíða eftir að hann búi til hið fulllkomna ríki.

Það eru þeir búnir að afreka, að vísu á þriðju kynslóð, skoðannabræður hans í Norður Kórenu.

Samkvæmt Steingrími er útilokað að hann hafi verið rassskelltur fyrir að ljúga og svíkja.   

Og því er rassskelling Steingríms eitthvað sameiginlegt evrópskt vandamál.

Allra þeirra stjórnmálamanna sem aldrei hafa svikið kosningaloforðin frekar en Steingrímur. 

Eitthvað allt annað en að komnir séu nýjir tímar með neti og nýjum samfélagsmiðlum. 

Þar sem heimsbyggðin fær að vita samstundis af lygi, afbrotum, óhæfuverkum eða glæpaverkum stjórnmálamannanna. 

Dæmið um fall stjórnarinnar í Líbýu er nægilegt eitt og sér.

Hreinlega ekki sama veröldin og þegar stjórnmálamennirnir gátu einokað upplýsingaflæðið og logið hverju sem var.  

Eða hreinlega stolið þjóðarauðnum, og sölsað undir sjálfa sig, án þess að almenningur sæi neitt nema rykið. 

Sem gaus upp þegar þjóðarauðurinn hljóp bara sjálfur í burtu að sögn sjónarvotta úr stjórnmálaflokkunum.   

Þá var það bara besti spuninn sem stjórnaði umræðunni.  Hvaða flokksblaði tókst best upp. 

Nú getum við venjulegir kjósendur þó komið okkar skoðunum á framfæri án leyfis frá flokkunum. 

Það var hárrétt hjá verkfræðingnum sem ég vitnaði til hér ofar.

Pólitík Sigmundar Davíðs er reyfarakennd.

En sá er nú munurinn að fylgst er öllum hans orðum og gjörðum, alveg nákvæmlega frá degi til dags.  

Og hvað sem hann gerir, verður það upp á borðum í næstu kosningum.

Það er þó nokkur huggun.  Eða ég vona það. 

Og ég vona að þú látir til þín taka í umræðunni. 

Ekki veitir okkur af þessum fáu sem nenna.   

Hitt er svo annað að ekki er bannað að búast við að ný ríkisstjórn nái að gera eitthvað gagnlegt.

Og ætti engin að bregða færi fyrir það, þó að stjórnarandstaðan geri það samt.

Svo bara af því að þau eru ekki að því upp á gamla mátann. 

Er Sigmundur Davíð kannski sá nýji Messías sem einhverjir eru alltaf að vænta.

Við sjáum þá til með það.

Viggó Jörgensson, 18.5.2013 kl. 04:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband