Brotlegur samkvæmt íslenskum lögum.

Ef flugvél Flugleiða er skráð á Íslandi gilda íslensk lög um borð í vélinni skv. 2. mgr. 4. gr. almennra hegningalaga nr. 19/1940. 

Í lögum um loftferðir nr. 60/1998 eru meðal annars eftirfarandi ákvæði:   

"40. gr. ...  Flugstjóri hefur æðsta vald í loftfari.

... 

42. gr. ... [Farþegum er skylt að fara eftir fyrirmælum flugstjóra eða annarra flugverja um góða hegðun og reglu í loftfari.]...

43. gr. Flugstjóra er heimilt að þröngva mönnum með valdi til hlýðni við sig, enda sé það nauðsynlegt til að halda uppi góðri hegðun og reglu í loftfari.

... 

44. gr. Ef stórfellt lögbrot er framið í loftfari...

... og er flugstjóra heimilt, ef nauðsyn ber til, að setja hann í gæslu uns hann verður afhentur lögreglu á Íslandi eða yfirvöldum er í hlut eiga erlendis."

Að reyna að kyrkja samfarþega sína er áreiðanlega stórfellt lögbrot í skilningi 44. greinarinnar.  

Ef eitthvað er aðhafst um borð í flugvél sem ógnar öryggi flugvélarinnar sjálfrar eru enn frekari lagaheimildir:

"43. gr. ... Ef loftfar er í hættu statt eða annars konar neyðarástand er fyrir hendi er flugstjóra heimilt að beita hverri þeirri aðferð sem nauðsynleg er til að koma á reglu og hlýðni.

Hverjum flugverja er skylt, án þess að á hann sé skorað, að veita flugstjóra aðstoð.

Ef manni, sem neitar að hlýða, er veittur áverki getur hann einungis komið fram ábyrgð af þeim sökum að harðari aðferðum hafi verið beitt en ástæða var til."

Framangreint ákvæði á við um flugrán, afskipti af stjórn flugvélarinnar, skemmdarverk og uppþot.    

.


mbl.is Kæra flugdólginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband